Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 23

Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 23
FIMMTUDAGUR 5. júlí 2007 23 Urð og grjót - Upp í mót ... göngu- sumarsins garpa Fyrir Meindl Island Pro GTX Flokkun BC „Einn sá allra besti“ Heil tunga og vandaður frágangur. Ótrúlega léttir! Þyngd: 830g (stærð 42). GTX vatnsvörn. MFS fóður lagar sig að fætinum. Vibram veltisóli með fjöðrun. Sérlega góður stuðningur við ökklann. Einnig fáanlegir í dömustærðum, bláir. Verð24.990kr. TNF Pinyon Mid GTX XCR Flokkun A Strigaskór á sterum!! Gore Tex XCR vatnsvörn. Súperléttur gönguskór í léttari notkun. Nubuk leður og nylon. Til í dömuútfærslu. Verð13.990kr. Meindl Vakuum GTX MF NÝJUNG! MFS „passar betur“ Flokkun B Nubuk leður. Hár gúmmíkantur, meiri ending! MFS fóður lagar sig að fætinum. Gore Tex vatnsvörn. Vibram sóli. Verð22.990kr. Meindl Main Mid GTX Flokkun AB Mjúkir léttir og þægilegir. Nubuk leður. Gore Tex vatnsvörn. Þyngd: 520g (stærð 42). Einnig til í dömuútfærslu. Verð15.990 kr. Meindl Colarado lady Flokkun B Nubuk leður. Gore Tex vatnsvörn. Multigriff sóli. Þyngd: 750g (stærð 42). Einnig til í herraútfærslu. Tilboð17.990kr. Verð áður 19.990 kr. Meindl Air Revolution GTX Flokkun B Hönnun sem miðar að hámark öndun. Ótrúlega léttir! Þyngd: 630g (st.37). Gore Tex vatnsvörn. Vibram veltisóli með fjöðrun. Fáanlegir í dömu- og herraútfærslum. Verð22.990kr. Við skiptum skónum hjá okkur í flokka eftir því til hvaða notkunar þeir eru hugsaðir. A: Fyrir auðvelda göngu og daglega notkun • AB: Fyrir göngu á slóðum og láglendi • B: Fyrir lengri göngur og bakpokaferðalög • BC: Fyrir erfiðari göngur og fjallabrölt • C: Fyrir alpagöngur, kletta, ís og brodda SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 38 06 2 06 /0 7 Á heimasíðu Istorrent geta netnotendur dreift tónlist, kvikmyndum, sjónvarps- þáttum og tölvuleikjum að vild. Nánast allt efnið er sett á vefinn án leyfis höfundarrétthafa. Aðstand- endur Istorrent taka nú við peningagreiðslum gegn því að viðkomandi fái að hala niður meira af efni. Síðastliðinn mánudag var haldin svokölluð „deilimagnssala“ hjá skráskiptasvæðinu Istorrent. Þar var notendum síðunnar boðið að borga 500 krónur og fá í staðinn að hala niður tíu gígabæt­ um af gögn­ um í gegnum Istorrent. Daginn eftir höfðu tæp­ lega fjögur hundruð þús­ und krónur verið lagðar inn á reikning Svavars Lúthers­ sonar, forsprakka Istorrent. „Við erum ennþá að telja styrkina, það er mikið eftir,“ segir Svavar. „Það er ekki hugmyndin að pen­ ingurinn fari í minn vasa, en það má búast við að hann fari í rekst­ ur Istorrent og aðra tengda hluti.“ Hann segir engan skatt greidd­ an af fénu. „Þar sem Istorrent er ekki að vinna í hagnaðarskyni þá er peningurinn skattfrjáls. Ég hringdi í Ríkisskattstjóra og þeir virtust vera sammála mér í því.“ Aðspurður hvort honum finnist ekkert athugavert við að selja leyfi til að hala niður efni sem er í langflestum tilfellum dreift á ólöglegan hátt segir Svavar svo ekki vera. „Við göngum út frá því að þeir sem senda inn efni hafi til þess leyfi þangað til annað kemur í ljós.“ Samtök myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa lengi haft horn í síðu Istorrent, enda segja þeir höfund­ arréttarbrot stunduð dag­ lega á síðunni. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmda­ stjóri Smáíss, segir ljóst að lög­ brot Svavars séu komin á annað stig sé hann farinn að selja deili­ magn á síðunni fyrir pening. „Ef starfsemin er í hagnaðar­ skyni þá horfir málið öðruvísi við. Það er bara tímaspursmál hvenær lögreglan fer að rann­ saka þetta,“ segir hann. „Við skiljum sjálfir lítið í aðgerða­ leysi yfirvalda, en það er mann­ ekla hjá þeim og mikið að gera.“ „Þegar menn eru farnir að reyna að hafa tekjur af athæfi sem er síðan dæmt lögbrot þá gerir það málið alvarlegra,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglu­ stjóra. „Það er þá oftast metið til refsiþyngingar fyrir dómstól­ um.“  salvar@frettabladid.is Græða á höfundarréttarbrotum niðurhalNotendur Istorrent eru nú orðnir yfir tuttugu þúsund. Þeir geta halað niður bíómyndum, geisladiskum og öðru höfundarréttarvörðu efni án þess að greiða fyrir það krónu. Stjórnendur síðunnar hafa þó fengið töluvert fé frá notendum . SvavarlútherS- Son,Stofnandi iStorrent SnæbjörnStein- grímSSon,fram- kvæmdaStjóri SmáíSS víSindaheimurinn efastumloftslagsbreytingar 56 prósent Breta telja að vísinda- menn deili enn um hvort loftslagið sé að breytast af völdum mannsins. Þetta eru niðurstöður könnunar sem rannsóknarfyrirtækið Ipsos Mori gerði í Bretlandi í júní. Varaforseti breska vísindasamfélagsins sagði almenning hafa látið blekkjast af fólki sem af- skræmir vísindin. júpíterhefurfataskipti Rendur á yfirborði Júpít- ers eru að breytast. Hvít svæði eru orðin brún og þau brúnu eru að lýsast upp. Vísinda- menn telja árstíða- skipti vera orsaka- valdinn, en eitt Júp- íterár jafnast á við tólf jarðarár. Sviffuglmeðsjömetra vænghaf Stærsti fugl sem nokkurn tímann hefur flogið um himininn var að öllum líkindum eins konar sviffugl. Í stað þess að blaka vængjunum eins og venjulegir fuglar stökk hann fram af klettum eins og svifflugmaður til að komast á loft. Hópur bandarískra vísindamanna hefur rannsakað flug- hætti fuglsins, sem flaug yfir Argent- ínu fyrir sex milljón árum. atlantisfærfarheim Geimskutlan Atlantis flaug frá lend- ingarstað sínum í Kaliforníu til Kenn- edy-geimstöðvarinnar í Flórída í fyrra- dag. Hún flaug þó ekki ein, heldur fékk far ofan á þaki Boeng 747-flug- vélar. gætifættsystursína Kanadísk móðir hefur látið frysta egg úr sér til að sjö ára dóttir hennar geti notað þau í framtíðinni. Dóttirin, Fla- vie Boivin, getur ekki eignast börn vegna meðfædds sjúkdóms. Noti hún egg móður sinnar mun hún eignast barn sem er líka hálfsystkini hennar. Finreactor var finnsk torrent-síða sem svipaði til hinnar íslensku Is- torrent. Notendafjöldi var á svipuð- um skala og hlutverk síðunnar það sama. Árið 2004 gerði finnska lög- reglan húsleit hjá stjórnendum síð- unnar og voru þeir kærðir fyrir brot á höfundarréttarlögum. Í lok síðasta árs féll dómurinn: Samtals þurfti 21 maður að greiða um fjörutíu millj- ónir í sekt. Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Smáíss, segist von- ast eftir svipuðum dómi í máli Istor- rents. „Menn verða að vera ábyrgir fyrir því sem þeir gera.“ Svavar Lúthersson, stofnandi Istor- rent, segist sjálfur ekki hafa áhyggj- ur. „Mér finnst mjög hæpið að nota þennan dóm sem einhvers konar samanburð. Lögin eru öðruvísi, dómshefðir eru öðruvísi og aðstæð- ur eru öðruvísi. Ef vefurinn verður dæmdur ólöglegur er ekki þar með sagt að það verði einhverjar milljón- ir í sekt.“ milljónaSektífinnlandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.