Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 24

Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 24
24 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Vöruskiptahalli nam 37,2 milljörð­ um króna fyrstu sex mánuði árs og hefur minnkað um tæpan helming frá því í fyrra, samkvæmt bráða­ birgðatölum frá Hagstofu Íslands. Á sama tímabili í fyrra var vöru­ skiptajöfnuður óhagstæður um 74,7 milljarða króna. Fram kemur á vefsíðu greining­ ar Glitnis að verulega hafi dregið úr halla á vöruskiptum það sem af er ári. Jón Bjarki Bengtsson, sér­ fræðingur hjá greiningu Glitn­ is, telur samdrátt í innflutningi á fjárfestingavörum og aukinn út­ flutning hafa átt stærstan þátt í minnkandi vöruskiptahalla „Sam­ dráttur í innflutningi var viðbúinn enda verið að klára stóriðjufram­ kvæmdir fyrir austan og í Hval­ firði, sem hefur síðan í för með sér aukinn útflutning. Við þetta bættist að í vetur dró úr þessum sveiflukenndustu liðum neyslu­ innflutnings, til að mynda inn­ flutningi á bílum, heimilistækjum og raftækjum.“ Sá hraði viðsnúningur sem varð í upphafi árs gaf þó ranga mynd af raunverulegri þróun að mati Jóns Bjarka. „Batinn varð óvenju hrað­ ur á fyrstu mánuðum ársins. Þær tölur áttu sér hins vegar ekki alveg rætur í raunverulegum vöruflutn­ ingum. Til að mynda keypti Avion Group nokkrar flugvélar undir lok síðasta árs og seldi þær síðan strax aftur í ársbyrjun. Enn og aftur rekum við okkur á það að í okkar pínulitla hagkerfi þarf svo lítið til að hagtölur skekkist.“ Útflutningur í júní nam 20,1 milljarði íslenskra króna, en inn­ flutningur 29,7 milljörðum. Í fyrra nam vöruskiptahallinn í júní 15,4 milljörðum króna. Nokkurt bakslag hefur orðið í þróun vöruskiptahallans, sem minnkaði snögglega í upphafi árs. Jón Bjarki segir hluta skýringar­ innar liggja í því að útflutningur á áli hefur ekki aukist jafn hratt og búist var við eftir að álvers­ framkvæmdum lauk í Hvalfirði „Stækkun álversins í Hvalfirði virðist ekki hafa skilað sér að fullu í útflutningstölunum. Síðan hefur aftur komið kippur í bílainnflutn­ ing. Maður þarf heldur ekki annað en að taka smá rúnt um bæinn til að sjá að það er stuð á neytand­ anum. Aðstæður heimilana eru enda mjög góðar.“ jsk@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 602 8.541 +1,% Velta: 18.191 milljónir HLUtAbréF Í úrVALSVÍSitÖLU: Actavis 89,60 0,00% ... Atorka 8,63 +0,82% ... Bakkavör 69,50 +0,58% ... Eimskipafélagið 40,10 +0,25%... Exista 35,90 +3,61 ... FL Group 30,05 +0,50% ... Glitnir 28,90 +0,00% ... Kaupþing 1.190 +2,85% ... Icelandair Group 28,95 +3.21 ... Landsbankinn 39,20 +1,42% ... Marel 75,70 -0,26% ... Mosa- ic Fashions 17,00 -0,58% ... Straumur-Burðarás 22,20 1,60% ... Teymi 5,25 ... Össur 106,50 +0,00% MESTA hæKKUn EXiStA 3,61% iCELANDAir GrOUP 3,21% KAUPtHiNG bANK 2,85% MESTA LæKKUn MOSAiC FASHiON 0,58% Ekki er búist við að Seðlabanki Íslands breyti stýrivöxtum bank­ ans úr 13,3 prósentum, en bank­ inn kynnir ákvörðun sína núna í morgunsárið. Fyrri framsetn­ ing hljóðaði reyndar upp á 14,25 prósent, en niðurstaðan er þó sú sama því nú eru birtir nafnvextir í stað ávöxtunar á ári áður. Greinendur efnahagsmála búast þó við allhörðum tóni frá bankanum vegna vísbendinga um aukna einkaneyslu á vordögum auk þess sem velta á fasteigna­ markaði hefur verið heldur meiri en bankinn gerði ráð fyrir. Í Markaðnum í gær kemur fram í máli Ásgeirs Jónssonar forstöðumanns greiningardeild­ ar Kaupþings að 80 prósenta þak á útlán Íbúðalánasjóðs og vænt­ ur niðurskurður í aflaheimildum samkvæmt ráðleggingum Haf­ rannsóknastofnunar hafi að lík­ indum ekki áhrif á vaxtaákvarð­ anir bankans fyrsta kastið, en þensluhemjandi áhrif aðgerðanna gætu þó orðið til þess að vextir lækki hraðar eftir að vaxtalækk­ unarferli bankans hefst. Grein­ endur spá því flestir að það gæti orðið í nóvember. - óká Litlar líkur sagðar á breyttum vöxtum Stjórn Seðlabanka Íslands ákveður stýrivexti í dag. Í SAL SEðLAbANKANS Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur, Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson bankastjórar Seðlabanka Íslands. FréTTABLAðIð/GVA MArKAðSPUNKtAr Matsfyrirtækið Fitch hefur uppfært lánshæfiseinkunnir Singer & Friedland- er, banka Kaupþings í Bretlandi. Stuðningseinkunn bankans stendur í tveimur en bankinn fær langtímaein- kunnina A en skammtímaeinkunnina F1. horfur eru stöðugar. Samkeppnisyfirvöld ESB hafa dæmt spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða jafnvirði 12,8 milljarða króna í sekt vegna samkeppnishamlandi brota. Þetta er hæsta greiðsla í Evrópu af þessum toga. Gengi bréfa í bandaríska félaginu AMr hefur hækkað um ellefu prósent á rúmum hálfum mánuði og stóð í 28,36 dölum á hlut á þriðjudag. Grein- ing Glitnis segir um 8,5 prósenta hlut FL Group í félaginu nema 36 milljörð- um króna. Hallinn helmingi minni en í fyrra Vöruskiptahallinn minnkaði um helming fyrstu sex mán- uði árs. Flugvélainnflutningur skekkti myndina í upphafi árs að sögn sérfræðings Glitnis. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu í kjöl­ far úttektar að umgjörð um reglu­ vörslu NordVest Verðbréfa hf. hafi verið ófullnægjandi. FME gerir alvarlegar athuga­ semdir við að tilnefning regluvarð­ ar hafi ekki verið staðfest af stjórn og að ekki hafi verið haldin skrá um viðskipti starfsmanna. Gagnrýnt er að ekki var sérstak­ lega haldið utan um viðskipti starfs­ manna og stjórnenda og verið dæmi þess að starfsmenn seldu hluta­ bréf sama dag og þau voru keypt. Þá gerði FME athugasemdir um að­ greiningu starfssviða og að starfs­ menn störfuðu samtímis á fleiri en einu starfssviði. Þá var fundið að því að skorti á svokallaða kína­ múra milli ólíkra starfssviða. - jab Vilja úrbætur hjá NordVest Góðir viðskiptahættir Milestone nefnd á vegum Sænsku kauphallar- innar hefur úrskurðað að racon holdings, sænskt dótturfélag Mile- stone, hafi að öllu leyti fylgt yfir- tökureglum og góðum viðskipta- háttum við yfirtöku á sænska tryggingarfélaginu Invik. nokkr- ir stórir fjárfestingar- og lífeyris- sjóðir í Svíþjóð voru ekki á eitt sáttir við það verð sem Mile- stone bauð og sendu því erindi til nefndarinnar. Sjóðirnir mótmæltu því að tíu prósentum hærra verð væri greitt fyrir A- hlutabréf Inviks sem bera meiri atkvæðisrétt en B- bréf og töldu fyrirkomu- lagið brjóta gegn góðum viðskiptaháttum. Milestone lagði í vor fram ríf- lega sjötíu milljarða tilboð í Invik. Ekkert er því lengur til fyrirstöðu að Milestone afskrái félagið úr Kauphöllinni í Stokkhólmi. blacstone kaupir Hilton Bandaríska fjárfestingarfélagið Black- stone, sem skráð var á markað vestan- hafs fyrir um hálfum mánuði, hefur keypt hilton-hótelkeðjuna, eina af stærstu hótel- keðjum í heimi. Kaupverð nemur 26 milljörð- um dala, jafnvirði heilla 1.615 milljarða ís- lenskra króna. Greitt verður fyrir keðj- una í reiðufé. Kaupverð á hlut nemur 47,5 dölum en það er 32 prósentum yfir loka- gengi bréfa í keðjunni á þriðjudag þegar tilboðið var lagt fram. Gert er ráð fyrir því að viðskiptunum ljúki í árslok. Peningaskápurinn... Þann 22. júní 2007 gerðu F-Capital ehf., Kaupþing banki hf., Gnúpur fjárfestingafélag hf., Kevin Stanford, Karen Millen, Millen Life Interest Settlement, Don M Limited, Donald McCarthy, Tessera Holding ehf. og tilteknir stjórnendur Mosaic Fashions hf. með sér samkomulag um stjórnun og rekstur Mosaic Fashions hf. Þessir aðilar eiga samtals 64,4% af útgefnu hlutafé í Mosaic Fashions hf. og ráða yfir sama hlutfalli af atkvæðisrétti í félaginu. Samkvæmt 37. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti hefur samkomulag aðilanna í för með sér skyldu til þess að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, þ.e.a.s. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Tilboðshafar Tilboðið tekur til allra hluta í Mosaic Fashions hf. sem ekki eru í eigu samstarfsaðilanna á þeim degi sem tilboðið er sett fram. Hluthafar sem skráðir eru í hlutaskrá Mosaic Fashions hf. við lokun viðskipta þriðjudaginn 3. júlí 2007 munu fá sent tilboðsyfirlit, samþykkis- eyðublað og svarsendingarumslag. Framangreind gögn er einnig hægt að nálgast hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf., Borgartúni 19, Reykjavík. Tilboðsyfirlitið er auk þess hægt að nálgast á vefsíðu bank- ans (http://www.kaupthing.is) og í fréttakerfi OMX Norrænu kauphallarinnar Íslandi (http:// www.omxgroup.com/nordicexchange). Umsjónaraðili Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf. hefur umsjón með yfirtökutilboðinu fyrir hönd tilboðsgjafans. Nánari upplýsingar veita ráð- gjafar bankans í síma 444-7000. Tilboðsverð Verð samkvæmt tilboðinu er 17,5 krónur fyrir hvern hlut, kvaða- og veðbandalausan. Tilboðsgjafinn og samstarfsaðilarnir hafa ekki greitt hærra verð fyrir hlutafé í Mosaic Fashions hf. á síðustu 6 mánuðum áður en tilboðið er sett fram. Gildistími tilboðs Tilboðið gildir frá kl. 9 árdegis mánudaginn 9. júlí 2007 til kl. 4 síðdegis þriðjudaginn 7. ágúst 2007. Verður samþykki að hafa borist umsjónaraðila fyrir lok gildistímans. Afskráning Í kjölfar yfirtökutilboðsins munu tilboðsgjaf- inn og samstarfsaðilarnir fara fram á það við stjórn Mosaic Fashions hf. að hlutabréf félagsins verði afskráð úr OMX Norrænu kauphöllinni Íslandi. Yfirtökutilboð til hluthafa í Mosaic Fashions hf. Tessera Holding ehf. býðst til að kaupa hlutabréf þín í Mosaic Fashions hf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.