Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 48
36 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Það er orðið allt of langt síðan ég fór í bíó, en Borat var síðasta kvikmyndin sem ég sá. Húmorinn náði út yfir öll siðferðileg mörk og gekk ítrekað fram af mér, en ég hafði samt mjög gaman af. Hvaða mynd sástu síðast á myndbandi? Ég sá hina sígildu Footloose með Kevin Bacon í aðalhlutverki. Myndin var góð skemmtun, en um leið pínulítið hallæris- leg þar sem árin eru farin að telja síðan hún kom út. Myndin gengur út á baráttu ungs fólks gegn forræðishyggju þar sem dans og rokk er bannað af yfirvöldum, sem er í rauninni ekki fjarri raunveruleikanum sem við búum við í dag þar sem stjórnvöld telja ýmsar lausnir felast í boðum og bönnum. Hvaða kvikmynd hefur haft mest áhrif á þig? Schindlers List hafði á sínum tíma gríð- arlega sterk áhrif á mig. Hefur þú grátið í bíó? Já ég verð að viður- kenna það, en ég man einungis eftir tveim- ur skiptum – annars vegar yfir myndinni Titanic og hins vegar Moulin Rouge. Uppáhalds íslenska persónan: Páll sem Ingvar Sigurðsson túlkaði svo vel í kvikmyndinni Englar alheimsins. Mesta kvikmyndastjarna allra tíma: Sean Connery hefur staðist tím- ans tönn. Mesta hetja hvíta tjaldsins: Mel Gibson í Braveheart. Mesti skúrkurinn: Túlkun Cristi- ans Bale á geðsjúklinginum Patrick Bateman í American Psycho gaf orðinu skúrkur nýja merkingu. Hver er versta kvikmynd sem þú hefur séð? Það eru nokkrar myndir sem maður hefur hreinlega séð eftir að hafa eytt tíma í að horfa á. Gigli með Ben Affleck og Jennifer Lopez er með þeim verri. Ef þú fengir að velja þér kvik- mynd til að leika í, hvern- ig væri söguþráðurinn, hver væri leikstjóri og hver myndi leika á móti þér? Quentin Tarantino yrði leik- stjóri í spennumynd sem gerðist í Suður-Afríku um Tarsan og Jane sem ég og Morgan Freeman myndum taka að okkur að leika. kvikMyndanjörðUrinn Erla Ósk ásgEirsdÓttir forMaðUr HEiMdalls Schindlers List hafði gríðarlega sterk áhrif Kvikmyndin Evan Almighty var frumsýnd í gær en hún er sjálfstætt framhald Bruce Almighty sem sló í gegn fyrir fjórum árum. Þá fékk Jim Carrey að vera Guð en að þessu sinni er það Steve Carell sem fær skemmtilegt hlutverk hjá almættinu. Evan Baxter var fréttamaðurinn sem fékk að finna fyrir óþrjótandi valdi hins hégómagjarna Bruce. En margt hefur breyst síðan þá, Evan er hættur í fjölmiðlum og hefur verið kosinn á þing í Wash- ington. Hann flytur því með alla fjölskyldu sína til höfuðborgar- innar og hlakkar til að geta þjónað bæði landi og þjóð. En þá kemur til kasta Guðs sem hefur allt annað í hyggju. Hann nálgast Evan og biður þingmanninn um að byggja örk, svipaða og Nói gerði forðum daga. Enda sé mikið flóð í vænd- um og því þurfi að bjarga mann- kyninu frá glötun. Eða að minnsta kosti íbúum höfuðborgarinnar. Eflaust væri hægt að halda langar ræður um hvað höfundur- inn Steve Oedekerk hefur haft í huga þegar honum datt í hug að láta manninn vera Guð. Og svo að hann yrði nánasti samstarfs- maður hans í nútímanum. En það er eflaust engin til- viljun að Nói skuli koma til höfuðborgarinnar og eigi að smíða örk til að bjarga mannslífum og dýrum. Stjórnvöld þar í borg hafa verið harðlega gagnrýnd bæði innanlands og er- lendis og þá hefur forset- inn George W. Bush verið duglegur við afla sér óvina og nýtur sífellt meiri óvin- sælda heima fyrir en hann er sem kunnugt er mjög trúaður. Kristnir trúarflokk- ar hafa á hinn bóginn tekið Evan Almighty opnum örmum en bókstafstrúarmenn eru áhrifa- mikill minnihlutahópur þar í landi. Þeir telja myndina vel til þess fólgna að skerpa aðeins á trúnni og kristnu líferni. En gagnrýn- endur hafa ekki verið hrifnir af þessu nýjasta útspili Steves Carell og Oede- kerks og dómar um myndina eru ekki í sam- ræmi við vænt- ingar og vonir framleiðend- anna. Carell hefur hingað til verið talinn ein skærasta stjarna bandarísk gam- anleiks og bera vin- sældir bandarísku út- gáfunnar The Off- ice þess glögg merki. Að ógleymdri Óskars- verðlaunamyndinni Little Miss Sunshine. Evan Almighty átti í reynd að steypa Jim Carrey endanlega af stóli sem fyndnasta manni Bandaríkj- anna. Helstu bíórýnar Bandaríkjanna hafa jafn- vel margir gengið svo langt segja að ef Evan Alm- ighty væri ekki svona mein- laus þá kæmi hún sterk- lega til greina sem versta mynd sumars- ins. Handrit- ið sé því miður veikt og mis- takist að nýta sér alla þær Biblíutilvísanir sem hefði verið hægt að útfæra listilega. Washington hafi verið miðdepill pólitískra mistaka und- anfarin ár og nægi þar að minnast á Íraksstríðið umdeilda og aðgerð- arleysi stjórnvalda þegar fellibyl- urinn Katrína gekk yfir New Or- leans og orsakaði ein mestu flóð í sögu Bandaríkjanna. Þetta hefði myndin getað nýtt sér með sög- unni af Nóa sem forðaði hinum sanntrúuðu frá glötun eftir að mannkynið hafði reitt Guð sjálf- an til reiði. Evan Almigthy virðist því ekki vera sá hápunktur sem vonast hafði verið til fyrir feril Carells en stjarna hans ætti þó að kom- ast ólöskuð frá borði. En toppn- um verður eflaust náð fyrr held- ur en síðar. Dagurinn sem þú hittir Guð Ekki svo alMáttUgUr Evan Baxter virðist ekki ná að fylgja eftir gríðarlegri hylli Bruce Nolan fyrir fjórum árum. Gagnrýnandi kvikmyndabiblíunnar Variety fer fögr- um orðum um kvikmyndina Mýrina eftir Baltasar Kormák en hún var frumsýnd á Karlovy Vary-kvik- myndahátíðinni í Tékklandi á sunnudaginn. Segir Eddie Crockrell að myndin eigi eflaust eftir að vekja mikla athygli, hún höfði til margra og eigi vafalít- ið eftir að gera góða hluti á kvikmyndahátíðum úti um allan heim. Þá hrósar hann sérstaklega tæknilegu hliðinni. Tékkneska vefsíðan blisty.cz sparar hins vegar ekki stóru orðin og segir þetta vera eina bestu mynd leik- stjórans Baltasars. Hann sýni einstaka hæfileika til að blanda saman lífi, listum og skemmtun í eina heild sem sé hreint út sagt frábær. Baltasar er hlaðinn lofi í gagnrýninni og Mýrin fær fullt hús stiga. Hún er sögð uppfylla öll þau skilyrði sem breskar sakamála- myndir setji og það sé í raun sorglegt hversu lítið sjá- ist til hreinræktaðra sakamálamynda á borð við Mýr- ina. Mýrin sló eftirminnilega í gegn hér á landi og sló gjörsamlega öll met í aðsókn. Myndin segir frá rann- sóknarlögreglumanninum Erlendi sem rannsakar dularfullt morð á barnaníðingi. Með aðalhlutverkin fara þau Ingvar E. Sigurðsson, Atli Rafn Sigurðarson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Myndin er byggð á sam- nefndri bók Arnaldar Indriðarsonar. Tékkar mjög hrifnir af Mýrinni Mýrin Gagnrýnandi Variety segir Mýrina vera fína mynd en vefsíðan blisty.cz hrósar henni í hástert. Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bætt- ist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Woody hefur hingað til verið þekktastur fyrir að nýta sér um- hverfi Manhattan og er raunar meinilla við að fara út fyrir land- steinana. En hann hefur á undan- förnum árum verið að færa sig út fyrir landsteina og borið það fyrir sig að bandarískum kvikmynda- iðnaði sé meinilla við myndir sem ekki skili gróða. Þannig hafa þrjár síðustu myndir hans, Match Point, Scoop og Cassandra‘s Dream að mestu leyti verið framleiddar í Bretlandi og teknar þar upp. Bretar virðist vera jafn hrifn- ir af Allen og sveitungar leik- stjórans í New York en sömu sögu er ekki að segja um aðra íbúa Bandaríkjanna. Allen hefur ekki farið leynt með andúð sína á Hollywood og þeirri peningamaskínu sem þar virðist ráða ríkjum. Og til marks um það hefur leik- stjórinn aðeins einu sinni mætt til að vera viðstaddur Óskarsverðlaunaafhend- inguna en það var árið 2002 þegar kvikmyndaakadem- ían minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í New York. Sögusviðið að þessu sinni hjá Allen er hins vegar hvorki Manhattan né London heldur heimaborg Eiðs Smára Guðjohnsen, Barcelona, en Allen virð- ist vera ástfanginn af þessari höfuðborg Katalóníuhéraðs- ins. „Þetta á að vera ástarbréf til borgarinnar og vonandi næ ég að fanga anda borgarinn- ar á sama hátt og ég hef gert með Manhattan,“ sagði Allen á blaðamannafundi nýlega. Ekki hefur verið upplýst hver söguþráðurinn er en blaðamenn Empire leika sér með hugsan- legt handrit og skrifa á heimasíðu tímaritsins að hún verði að öllum líkindum um ljóta karlmenn sem fara á stefnumót með stúlk- um sem eru sex sinn- um fallegri en þeir. „Og að öllum líkind- um verður hinn víð- frægi Gaudí-garð- ur notaður á svipað- an hátt og Central Park.“ Áætlað er að tökur hefjist 9. júlí og því verði hún í Ósk- arskapphlaupinu. Allen gerir Barce- lona að Manhattan Woody allEn Hyggst færa sig yfir til Spánar og gerir mynd í Barcelona. joHansson Ein örfárra ungl- ingsstjarna sem halda sínu striki í Hollywood. fUglaMErgð Evan Baxter er hundeltur af dýrum í myndinni. BrUcE alMigHty Jim Carrey fékk að vera Guð og nýtti sér það til fullnustu. > GoTT Gláp die Hard 4.0: Bruce Willis snýr aftur í hlutverk John McClane í ágætri hasarmynd sem líður fyrir lélegt illmenni. apocalypto: Þrekvirki Mels Gibson er komið á leigurnar og er forvitnilegt fyrir þær sakir að sumir hafa séð gyðingahatur út úr myndinni þrátt fyrir að hún fjalli um indjána.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.