Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 50
38 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Jón Brynjar Birgisson er menntaður mjólkurfræðing­ ur. Hann heldur úti rjómaís­ vef og framleiðir dýrindis ís heima í eldhúsi. Jón Brynjar hefur ísgerðina þó ekki að atvinnu um þessar mund- ir. „Nei, ég starfa hjá Rauða krossinum eins og er. En ég hef unnið við ísgerð bæði hérna á Ís- landi og í Danmörku,“ útskýrði hann. Jón Brynjar segir ísgerð heima í eldhúsi ekki þurfa að vera mikla kúnst. „Það á hver sem er að geta gert þetta, það er til það mikið af einföldum uppskriftum,“ sagði Jón Brynjar. Öllu er blandað saman í þykk- botna stálpotti og hitað upp að suðu. Látið malla varlega við lágan hita í 3-4 mínútur. Varist að láta blönduna brenna við. Blandan er kæld í 4-6 gráður og látin þroskast í a.m.k. 4 klst. Best er að gera hana degi áður en hún er fryst. Með heimilisísvél: Ísinn er frystur og þeyttur í vélinni þang- að til hann verður þykkur og mjúkur. Þá er hann settur í loft- þétt frystiílát og látinn harðna í frystikistu í a.m.k. 2 klst. Í höndunum: Blandan er sett í frystiílát og látin frjósa í 4 klst. Á því tímabili þarf tvisvar sinnum að brjóta ísinn upp með þeytara eða matvinnsluvél. Áður en ísinn er borinn fram er gott að láta hann standa í 10 mín- útur. Þá má skafa hann í kúlur. Ísgerð með fitusnauðari vörum, á borð við kókosmjólkina sem Jón notar í uppskrift dagsins, getur þó verið aðeins snúnari. „Það er svona skemmtilegt að leika sér með það. En þá þarf að setja ísinn í frysti, taka hann út og þeyta hann aftur upp ef menn eru ekki með sérstök tæki til að gera það,“ sagði hann. Sjálfur á Jón ágætis ísgerðarvél sem hann pantaði af internetinu. „En það eru líka til hræódýrar, fínar vélar í búðum á Íslandi,“ benti hann á. Jón segir lítið mál að prófa sig áfram með bragðtegundir í ís- gerðinni. Kókosísinn er aðeins einn af mörgum uppáhaldsísteg- undum hans. „Á sumrin er maður með mikið af ávaxtategundum – kókosís og ávaxtasorbet og fleira. Svo fer ég kannski meira í hefð- bundnu tegundirnar yfir vetur- inn,“ sagði Jón. Þá er ís með hvítu súkkulaði í uppáhaldi hjá honum. „Það er ekta jólaís, hann er mjög þykkur og mikill. En það er svo- lítil kúnst að gera hann,“ bætti hann við. Með kókosísnum mælir hann með íssósum úr framandi ávöxt- um á borð við mangó og ananas. „Svo hef ég borið hann fram með Bailey’s líka. Líkjörinn er það þykkur að ef maður notar lítið af honum er hann ágætis íssósa,“ sagði Jón. Vef hans er að finna á jon.blog.is. sunna@frettabladid.is Gerir sumarlegan kókosís ísgerð lítil kúnst Jón Brynjar Birgisson segir ísgerð heimavið ekki þurfa að vera mikla kúnst, nóg sé til af einföldum uppskriftum. fréttaBlaðið/vilhelm Hvaða matar gætirðu síst verið án? Það er kjöt og fiskur, bara fæðuflokkarn- ir eins og þeir leggja sig. Og reyndar kartöfl- ur líka. Besta máltíð sem þú hefur fengið: minnið nær nú ekki mörg ár aftur í tímann, en á undanförnum mánuðum er það rosa- lega góð máltíð sem ég fékk á Sjávarkjall- aranum. ég fékk það sem þeir kalla Óvissu- ferðina á matseðlinum og hún hefði hrein- lega ekki getað verið betri. Það var fimm, sex rétta máltíð með sjávarréttum, fuglakjöti og alls konar gúrmet-gúmmulaði. er einhver matur sem þér finnst vondur? innmatur. hann er örugglega mjög hollur en fær því miður ekki pláss á matseðlinum hjá mér. leyndarmál úr eldhússkápnum: Það er mysa. ég nota hana í staðinn fyrir hvítvín í mat eins og risotto og fiskrétti. hún þjónar sama hlutverki og hvítvín og er eigin- lega nauðsynleg í eldhúsið. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Þegar ég borða ofan í tilfinningarnar? Þá vil ég góðar máltíðir sem eru eldaðar af alúð og kunnáttu. Það lætur mér líða vel. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? ég á alltaf til appelsínur og léttmjólk. ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Þá held ég að ég hefði með mér ís. Brynjuís. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borð- að? ég man bara ekki eftir neinu mikið skrítnu. ég er rosa lítið í því að borða froskalappir og svoleiðis mat. matgæðingurinn Hildigunnur þráinsdóttir leikkona Mysan ómissandi í eldhúsinu Örveruástand á kryddi hefur batn- að á síðustu árum samkvæmt eft- irlitsverkefni Heilbrigðiseftir- lits og Umhverfisstofnunar. Tekin voru 106 sýni af kryddi og krydd- blöndum og af þeim voru ellefu sýni yfir mörkum um örverufjölda en þetta kemur fram á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Þetta sýnir að krydd sem selt er í verslunum hérlendis er almennt undir þeim mörkum sem miðað er við varðandi örverufræðileg gæði þess. Tíu prósent sýna stóðust þó ekki viðmiðunarmörk vegna myglusveppa og einnig greindust saurkólígerlar langt yfir mörkum í einu sýnanna. Gott ástand á kryddi krydd Örveruástand hefur batnað á síðustu árum. Þetta kemur fram á vef Umhverf- isstofnunar. Ef hummus heillar þig... ... prófaðu þá líka Baba Ganoush. Í stað kjúklingabauna er uppistaðan í Baba Ganoush grilluð eggaldin, en annars er það náskylt hinu vinsæla hummus og er alveg jafn ljúffengt sem ídýfa með brauði. Athafnahjónin Jón Arnar Guð- brandsson og Ingibjörg Þorvalds- dóttir bjóða til grillveislu í þætti Völu Matt, Matur og lífsstíll, í kvöld. „Þetta var allt ofsalega fljótlegt og einfalt en alveg súper- gott,“ sagði Vala hrifin. „Jón Arnar og Ingibjörg mar- inera kjúkling sem þau setja síðan á grillið. Snilldin hjá þeim er sú að marineringin tekur ekki nema klukkutíma, bara svona rétt á meðan verið er að undir- búa matarveisluna,“ sagði Vala. „Þau eru líka með grillaðar kart- öflur sem voru algjört sælgæti og mjög einfalt að gera. Síðan bjó Jón Arnar til grillsósu til að hella yfir kjúklinginn. Hún var alveg ofboðslega fljótleg og ótrúlega góð,“ bætti Vala við. Mangóið skorið í þunnar sneið- ar. Sojasósu, ólífuolíu, agave- sírópi og hunangi blandað saman. Mangó lagt á kjúklingabitana og blöndu hellt yfir. Marinerað í um klukkutíma. Grillveisla í Mat og lífsstíl í kvöld Fljótleg og ljúFFeng grillveisla Jón arnar og ingibjörg bjóða til grillveislu með marineruðum kjúklingi sem þarf bara að standa í um klukkustund. FERSKUR KÓKOSÍS 800 ml kókosmjólk 150 g sykur 200 g frosið kókospuré GRILLAÐUR KJÚKLINGUR Í DÝRINDIS MARINERINGU Niðurskorinn kjúklingur, magn fer eftir fjölda gesta Marinering 1 mangó 2 msk sojasósa 1-2 msk ólífuolía 1 msk agave-síróp 1 msk hunang SÓSA MEÐ KJÚKLINGNUM Hlynsírópi og sojasósu blandað saman í glas og hellt út á grillaðan kjúklinginn. + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is Sölutímabil Special Offer tilboða: til og með 13. júlí. Ferðatímabil: til 10. desember. Takmarkað sætaframboð. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 66 61 0 6 /0 7 Frá 9.900 kr. aðra leiðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.