Fréttablaðið - 05.07.2007, Side 56
44 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
FóTbolTI Ólafur Örn Bjarnason,
landsliðsmaður í knattspyrnu,
verður ekki áfram hjá norska úr-
valsdeildarliðinu Brann þar sem
hann hefur verið síðustu fjögur
árin. Þetta kom fram í norskum
fjölmiðlum í fyrradag og staðfesti
hann það í samtali við Fréttablað-
ið í gær.
Hann segir að þessi ákvörðun
hafi átt sér langan aðdraganda.
„Í æfingaferðinni á La Manga í
vor sagði þjálfarinn mér að þeir
myndu vilja halda mér lengur en
bara þetta eina ár,“ sagði Ólaf-
ur en núverandi samningur hans
rennur út í lok tímabilsins. „Svo
funduðum við aftur eftir 3-4 leiki
í deildinni og þeir sögðu að mér
yrði boðinn nýr samningur, það
væri bara ekki vitað hversu lang-
ur hann yrði.“
Það var svo fyrir rúmri viku að
Ólafur fundaði með framkvæmda-
stjóra félagsins. „Hann sagði að
þeir vildu bíða fram á haustið með
mín samningamál. Daginn eftir
kom ég aftur til hans og sagði að
þetta yrði þá mitt síðasta ár með
félaginu. Ég vil fá að stjórna þess-
um hlutum sjálfur og ekki bíða
fram á haustið og sjá hvað þeir
vilja gera.“
Hann segir að það þurfi að vera
eitthvað gott í boði til að hann
verði áfram í atvinnumennsku á
meginlandi Evrópu. „Ég ætla ekki
að flakka á milli liða og leita mér
að nýju félagi. Ég lít ekki á það
sem neikvætt að koma heim. Ég
ætlaði mér alltaf að koma heim og
spila í 2-3 ár.“
Ólafur er 32 ára gamall og seg-
ist vera í betra líkamlegu ástandi
nú en þegar hann fór fyrst til Nor-
egs fyrir fjórum árum. „Ég er ekki
búinn að missa úr æfingu í tvö ár
með Brann.“
Hann segir það ekki sjálfsagt að
hann spili með Grindavík ef hann
kemur heim í haust en þar er hann
uppalinn og hefur spilað alla sína
tíð hér á landi.
„Grindavík er í myndinni en það
yrði algjör forsenda fyrir mig að
þeir kæmust aftur upp í úrvals-
deildina. En aðalmálið fyrir mig
er að ég vil finna einhverja góða
vinnu með boltanum. Ég er ekki að
fara elta peninga hingað og þang-
að. Fyrst og fremst vil ég koma
mér vel fyrir heima á Íslandi.“
eirikur@frettabladid.is
ólafurörnHér í búningi Brann en hann er sennilegast á heimleið.
fréttaBlaðið/scanpix
Ekki neikvætt að koma heim
Ólafur Örn Bjarnason er á heimleið ef af líkum lætur. Hann klárar tímabilið
í norsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með Brann. Ekki er sjálfsagt að
hann snúi aftur í Grindavík en hann útilokar ekki heldur að spila áfram erlendis.
>óvissameðframtíðÁgústs
Ekkert verður af því að körfuboltaþjálfarinn Ágúst
Björgvinsson fari utan til litháens og taki við liði sem
er á vegum hins sterka liðs l. rytas en það er eitt af
20 bestu körfuboltaliðum Evrópu. Það dæmi datt upp
fyrir á endanum og Ágúst er þar með aftur kominn á
markaðinn í leit að starfi. Einhver lið hugsa sér eflaust
gott til glóðarinnar að næla í Ágúst sem náði frábærum
árangri með kvennalið Hauka síðustu ár
en undir hans stjórn vann liðið allt sem
hægt var að vinna hér heima og fór
svo í Evrópukeppni.
tveir efnilegustu handboltamarkverðir landsins – pálmar péturs-
son og Björgvin páll Gústavsson – eru nýkomnir heim frá Eskilstuna
í svíþjóð þar sem þeir sóttu markvarðanámskeið hjá tveim af bestu
markvörðum svía fyrr og síðar, tommy svensson og claes Hellgren.
„Þetta gekk ótrúlega vel og námskeiðið fór fram úr björtustu
vonum sem þó voru háar,“ sagði kampakátur pálmar pétursson.
Hver einasti dagur hjá strákunum hófst klukkan átta
með morgunmat og svo voru fyrirlestrar frá níu til
hálf ellefu. Í kjölfarið var þrek með tommy svens-
son. svo kom hvíld í nokkra tíma en seinni partinn var
annar fyrirlestur og svo tveggja tíma æfing um kvöldið.
alls voru fimmtán markverðir á námskeiðinu frá Íslandi,
svíþjóð, Danmörku og noregi. pálmar heillaðist af báðum mark-
vörðunum og þá sérstaklega af svensson.
„tommy er snarbilaður snillingur. Gaurinn er 39 ára gamall en
samt í þrisvar sinnum betra formi en maður sjálfur. Hann er bilað-
ur. Honum dugar ekki að taka venjuleg hopp heldur verður helst
einhver að kýla í magann á honum á meðan. Hann kom mér
verulega á óvart því hann er allt öðruvísi en maður hélt að hann
væri. Verulega indæll og maður fann á þeim báðum að þeir vildu að
maður væri betri markvörður,“ sagði pálmar en svensson gaf öllum
strákunum símanúmerið sitt og tölvupóstfang og sagði þá mega hafa
samband hvenær sem væri með einhverja ráðgjöf eða annað.
claes Hellgren hefur aftur á móti boðist til að vera markvarða-
þjálfari þeirra félaga áfram. Það færi þannig fram að Hellgren
fengi sendar spólur út með þeim félögum og svo væri hann í
sambandi í kjölfarið með ráðgjöf.
Þessi þjónusta er aftur á móti ekki ókeypis og strák-
arnir vonast til að HsÍ og félögin hlaupi undir bagga
með þeim enda ekki hlaupið að slíkri aðstoð og það frá
þjálfurum sem kunna manna best að þjálfa markverði.
„Þjálfun markvarða hefur rosalega mikið að segja og
skólunin í svíþjóð er það góð að lélegir markverðir þar
verða að miðlungsmarkvörðum á meðan góður mark-
vörður hér verður líka miðlungsmarkvörður en ekki
mikið meira enda vantar hefðina og þjálfunina. Von-
andi njótum við liðsinnis Hellgren áfram. Það væri frá-
bært,“ sagði pálmar.
pÁlmarpéturssonogbjörgvinpÁllgústavsson: fóru Á markVarðanÁmskEið Í sVÍÞjóð
Tommy Svensson er snarbilaður snillingur
FóTbolTI Fram er fyrsta liðið í sögu
10 liða efstu deildar (1977-2007)
sem klikkar á vítaspyrnu í þrem-
ur leikjum í röð. Níu lið höfðu
klikkað á vítum í tveimur leikjum
í röð en Fram hefur misnotað víti
í síðustu þremur leikjum sínum,
gegn Fylki, KR og Breiðabliki. Öll
þrjú vítin voru varin. Igor Pesic
lét verja frá sér gegn Fylki og
Breiðabliki en Hjálmar Þórarins-
son gegn KR.
Þá má einnig geta þess að eng-
inn markvörður hefur varið víti
í þremur leikjum í röð en Blik-
inn Casper Jacobsen hefur varið
tvö víti í síðustu tveimur leikjum
Breiðabliks.
Fjórir aðrir markverðir hafa
varið víti í tveimur leikjum í röð
undanfarin 30 ár. Albert Sævars-
son gerði það síðast árið 2001 er
hann lék með Grindavík en Hall-
dór Halldórsson (FH, 1985), Stef-
án Jóhannsson (KR, 1985) og Lárus
Sigurðsson (Valur, 1994) náðu því
einnig. -óój
misnotuðvíti
liðsemhafamisnotaðvítiítveimur
leikjumíröðeðaoftar.
fjöldi misnotaðra víta Hvernig
3 fram (2007) varið - varið - varið
2 ÍBV (1982) varið - í stöng
2 Ía (1985) varið - varið
2 Þór ak. (1987) varið - varið
2 keflavík (1989) yfir - varið
2 kr (1991) varið - varið
2 fram (1993) varið - varið
2 Þór ak. (1994) varið - varið
2 kr (1997) varið - varið
2 kr (2001) varið - varið
Framarar settu vafasamt met á móti Blikum:
Fyrstir til að misnota víti
í þremur leikjum í röð
igorpesicHefur misnotað tvö víti
undanfarið með fram. fréttaBlaðið/DanÍEl
FóTbolTI Ívar Ingimarsson, leik-
maður Reading, hefur framlengt
samning sinn við félagið um eitt
ár og er nú bundinn því til árs-
ins 2010. Má gera ráð fyrir því
að samningurinn feli í sér launa-
hækkun fyrir Ívar sem var valinn
besti leikmaður liðsins, sem átti
góðu gengi að fagna í ensku úr-
valsdeildinni í vetur.
Þrír aðrir leikmenn Reading
framlengdu samninga sína á sama
tíma, þeir Shane Long, James
Harper og Simon Cox. -esá
Ívar Ingimarsson:
Framlengir
við Reading
ívaringimarssonfylgist hér með
craig Bellamy, leikmanni liverpool.
norDic pHotos/GEtty
Ferðir á Old Trafford
manchester united klúbburinn og Úrval Útsýn standa fyrir fjölda
ferða á heimaleiki man.utd í ágúst, september og október
Beint áætlunarfl ug til manchester með icelandair, gisting á hinu
vinsæla novotel hóteli í miðborg manchester og miðarnir á leikinn
eru í suðurstúku vallarins
Farið er á eftirfarandi leiki
man.utd v reading 10-13 ágúst
man.utd v tottenham 24-27 ágúst
man.utd v sunderland 31 ágúst - 3 september
man.utd v chelsea 21-24 september uppselt
man.utd v Wigan 5-8 október
man.utd v middlesboro 26-29 október
Verð: 66.500 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: fl ug, skattar, gisting í 3 nætur með morgunverði,
rútur til og frá fl ugvelli, miðinn á leikinn og íslensk fararstjórn.
Nánari upplýsingar og skráning með tölvupósti
tonsport@uu.is, í síma 585-4000 eða á heimasíðu
okkar www.uu.is
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu