Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 2

Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 2
Það sem er alvarlegast við þetta mál er að börn voru með í för. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa komist að því að bæði kynin tala jafnmikið.Í rannsókninni voru hljóðnemar festir á tæplega fjögur hundruð háskólanema í allt frá tveimur dögum upp í tíu í senn. Reiknað var út hversu mörg orð hver sagði á hverjum degi. Niðurstaðan var sú að konur sögðu að meðaltali 16.215 orð daglega, en karlmenn 15.669. Munurinn, 546 orð, er ekki tölfræðilega marktækur, enda munaði 45 þúsund orðum á þeim sem mest talaði og þeim sem sagði minnst. Konur og karlar tala jafnmikið Lögreglumaður þurfti að beita varnarúða á hund í austurborginni í fyrrakvöld. Lögreglumenn voru á leið í húsleit í íbúð þegar þýskur schäfer- hundur réðst að öðrum lögreglu- mannanna og þurfti að beita úða á hundinn til að stöðva hann. Í íbúðinni fundust tæp 100 grömm af ætluðu amfetamíni og var par á fimmtugsaldri handtek- ið. Fólkinu var sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Farið var með hundinn til aðhlynningar á Dýraspítalann. Úðaði á hund sér til varnar Frjókorn mældust í óvenjulega miklu magni í Reykja- vík síðustu dagana í júní, þegar veður var hlýtt og þurrviðrasamt. Í frjómælingum Náttúrustofnun- ar Íslands kom í ljós að heildar- fjöldi frjókorna í lofti var yfir meðallagi bæði á Akureyri og Reykjavík. Mælingarnar áttu sér stað í maí og í júní. Aðalfrjótími grasa á Íslandi er þó enn eftir. Hámarki er yfirleitt náð annað hvort í síðari hluta júlí eða í byrjun ágúst. Óvenju mikið af frjókornum Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum á Suð- urlandi þegar jeppi fór fram af gígbarmi og hafnaði ofan í Ljótap- olli skammt frá Landmannalaug- um í fyrrakvöld. Þyrla Landhelg- isgæslunnar var kölluð út enda bentu fyrstu fréttir af slysinu til þess að mikil hætta væri á ferð- um. Fernt var í bílnum þegar atvikið átti sér stað, feðgar og tvær litlar telpur – dóttir yngri mannsins og vinkona hennar. Farþegunum þremur tókst að koma sér út úr bílnum áður en hann fór fram af gígbarminum og hafnaði í vatninu en ökumaðurinn fór niður með bílnum. Hann slasaðist lítillega og var fluttur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á slysadeild Landspít- alans í Fossvogi. Stúlkurnar, sem eru átta og níu ára, voru fluttar með sjúkrabíl á Selfoss óslasaðar en nokkuð skelkaðar. Lögreglan á Hvolsvelli fer með rannsókn málsins og að sögn Atla Árdal, varðstjóra á Hvolsvelli, bendir ýmislegt til þess að um glannaskap og ölvun hafi verið að ræða. „Þarna sköpuðust engar óviðráðanlegar aðstæður sem voru örsök slyssins og þeir sem hafa komið á þennan stað vita að það er nær ómögulegt að fara þarna fram af fyrir slysni,“ segir Atli. Feðgarnir hafa áður komið við sögu lögreglunnar á Hvolsvelli fyrir ýmis brot og höfðu báðir verið sviptir ökuleyfi ævilangt. Annar var síðast sviptur í nóvem- ber á síðasta ári en hinn í júní síð- astliðnum. Þá hafa báðir mennirn- ir setið inni fyrir ýmis brot og eiga feril um fjársvik, kynferðisbrot og líkamsárásir auk ítrekaðra umferðarlagabrota. „Það sem er alvarlegast við þetta mál er að börn voru með í för. Þarna hefði getað orðið mjög alvarlegt slys,“ segir Atli. Fulltrúar barnaverndaryfir- valda tóku á móti stúlkunum á Sel- fossi. Anný Ingimarsdóttir, verk- efnisstjóri félagslegrar ráðgjafar hjá sveitarfélaginu Árborg, segir að stúlkurnar séu komnar í örugg- ar hendur og að málið verði kann- að, meðal annars hvort fleiri börn séu í umsjá þessara manna. Hún segir að það sé alltaf litið alvarleg- um augum þegar menn aka undir áhrifum áfengis með börn í bíln- um en ítrekar að enn sé aðeins um grun að ræða. Fjölmörg vitni voru að slysinu því nokkuð var um ferðamenn við Ljótapoll. Lögreglan hefur rætt við nokkra og ber þeim flestum saman um atburðarásina. Kristján, var þetta mark tækt? Ekkert bendir til þess að meintur hryðjuverkamað- ur sem lögreglan í Bretlandi leitar að sé staddur hér á landi, að því er segir í frétt frá ríkislög- reglustjóra. Netúgáfa indverska dagblaðs- ins The Hindu greindi frá því í gærmorgun að indverskur maður, Kafeel Ahmed, sem talinn er tengjast sprengjutilræðunum í Englandi og Skotlandi fyrir skemmstu, væri að líkindum staddur hér á landi. Í tilefni af frétt þess efnis hefur greiningar- deild ríkislögreglustjóra kannað sannleiksgildi fréttarinnar, sem virðist ekki á rökum reist. Hryðjuverka- maður ekki hér Stofnuðu lífi tveggja ungra telpna í hættu Feðgar sem höfðu verið sviptir ökuleyfi ævilangt óku jeppa út í Ljótapoll á mið- vikudagskvöld. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun og lögreglu grunar að um glæfraakstur hafi verið að ræða. Með mönnunum í för voru tvö börn. Ísraelskir hermönnum og herskáum Palestínumönnum lenti saman á Gaza-svæðinu í gær. Níu manns féllu í átökunum, sem herþotur, skriðdrekar og jarðýtur Ísraelshers tóku þátt í. Palestínumennirnir lögðu jarð- sprengjur fyrir ísraelsku her- mennina. Abu Obeida, talsmaður Hamas- samtakanna, sagði að vopnaðir liðsmenn samtakanna hefðu hafið átökin með því að skjóta á ísra- elska hersmenn í njósnaleið- angri. Að minnsta kosti sex hinna látnu voru Hamas-liðar. Samtökin staðfestu að einn þeirra hefði verið Mohammed Siam, herstjóri Hamas á Mið-Gaza. Síðar skaut ísraelsk herþota eldflaugum á bækistöðvar skæru- liða á svæðinu, að því er talsmað- ur hersins upplýsti. Sjúkrahúss- starfsmenn sögðu tvo menn hafa farist. Talsmaður Hamas sagði þá báða hafa verið liðsmenn samtak- anna. Ismail Haniyeh, forsætisráð- herra palestínsku stjórnarinnar sem Mahmoud Abbas Palestínu- forseti vék frá í liðnum mánuði, og talsmaður Fatah-hreyfingar Abbas fordæmdu báðir þessar aðgerðir Ísraelshers og hvöttu Palestínumenn til að verjast. Palestínumenn hvattir til varna Reykjavíkurborg hefur samþykkt að greiða þrjár millj- ónir króna á ári vegna reksturs friðarsúlu listakonunnar Yoko Ono í Viðey. Orkuveitan og borgarráð ákváðu í fyrra að verja 15 milljón- um hvor aðili til þess að kosta framkvæmdir við friðarsúluna sem reist verður samkvæmt hönn- un Yoko Ono. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er kostn- aður við verkið kominn langt umfram fyrstu áætlanir, jafnvel að eitt hundrað milljónum króna, og Yoko hefur boðist til að greiða það sem á vantar auk þess sem hún gefur sína hugmyndavinnu við listaverkið sem ber heitið Imagine Peace Tower. „Það er ótvíræður heiður að jafn virt og áhrifamikil listakona og friðarsinni og Yoko Ono skuli kjósa að starfa með Listasafni Reykjavíkur að þessu verkefni. Það er ekki síður mikilvægt að bún bjóðist til að gefa Reykjavík- urborg stærsta hlutann af verki sem væntanlega mun vekja athygli víða um heim og verða minnisvarði til framtíðar um það hlutverk í málefnum friðar sem Reykjavík og Ísland hafa gegnt og gera vonandi í enn ríkari mæli til framtíðar,“ segir menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur, í ósk um heimild borgarráðs til að ganga frá samningum við Yoko. Listakonan gerir að skilyrði að borgin greiði kostnað við rekstur súlunnar og annist viðhald henn- ar. Þá vill hún að súlan verði tilbú- in fyrir 9. október í haust. Annars dragi hún fjárframlag sitt til baka. Þennan tiltekna Ono hefði eigin- maður hennar, Bítilinn John Lennon, orðið 67 ára hefði hann lifað. Endaleg mynd af hönnun súlunnar er ekki fáanleg hjá Reykjavíkurborg. Karlmaður sem handtekinn var fyrir að lokka til sín börn með hamstri í Efra- Breiðholti var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Hann er grunaður um að hafa beitt að minnsta kosti þrjár stúlkur á aldrinum sex til ellefu ára kynferðislegri áreitni á miðvikudagskvöld. Maðurinn er andlega vanheill að sögn lögregluvarðstjóra og mun geðlæknir skoða manninn og meta ástand hans á næstu dögum. Ef ástæða þykir til mun maðurinn fá þá aðstoð sem hann þarf innan veggja fangelsins. Ekki þykir ráðlegt að flytja hann á geðdeild vegna rannsóknarhagsmuna. Í gæsluvarðhald fyrir kynferðis- lega áreitni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.