Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 6
Mannréttindadómstóll
Evrópu dæmdi í gær íslenska ríkið
til að greiða níu ára stúlku, Söru
Lind Eggertsdóttur, rúmar sex
milljónir króna í bætur auk einnar
og hálfrar milljónar í málskostnað
fyrir mannréttindabrot. Dómnum
þótti ljóst að Sara Lind hefði ekki
hlotið réttláta málsmeðferð þegar
Hæstiréttur sneri við úrskurði
Héraðsdóms í læknamistakamáli
gegn ríkinu.
Stúlkan veiktist strax eftir fæð-
ingu árið 1998 og var metin með
hundrað prósent örorku. Árið 2002
komst Héraðsdómur Reykjavíkur
að þeirri niðurstöðu að örorku stúlk-
unnar mætti rekja til mistaka
starfsfólks Landspítalans og dæmdi
foreldrum hennar tæpar þrjátíu
milljónir í bætur. Hæstiréttur sneri
þessum dómi við árið 2004 og sýkn-
aði ríkið.
Samkvæmt úrskurði mannrétt-
indadómstólsins var brotið á Söru
Lind þegar Hæstiréttur leitaði upp
á sitt einsdæmi til Læknaráðs stuttu
áður en málflutningur hófst. Byggði
Hæstiréttur úrskurð sinn að miklu
leyti á áliti Læknaráðs, þar sem
meðal annars sátu fjórir starfs-
menn Landspítalans.
Með því að byggja úrskurð sinn á
áliti starfsmanna varnaraðila braut
Hæstiréttur sjöttu grein mannrétt-
indasáttmálans, sem kveður meðal
annars á um rétt manna til réttlátr-
ar málsmeðferðar fyrir óvilhöllum
dómstóli.
„Þetta er mikill áfellisdómur yfir
Hæstarétti,“ segir Eggert Ísólfs-
son, faðir stúlkunnar. „Það er varla
hægt að hugsa sér að hann geti lagst
lægra en að brjóta gróflega á mann-
réttindum á fjölfatlaðs barns.“
Hann segir niðurstöðuna sigur fyrir
fjölskylduna, þó bæturnar séu
vissulega lægri en þær sem héraðs-
dómur dæmdi stúlkunni árið 2002.
Heimir Örn Herbertsson, lög-
maður stúlkunnar, segir sjálfsagt
að í kjölfar dómsins verði skoðað
hvort hún fái ekki frekari úrlausn
sinna mála. Hann hyggist leita til
íslenskra stjórnvalda eftir því að
hlutur hennar verði réttur. „Það eru
einnig heimildir í íslenskum lögum
fyrir því að leita eftir endurupp-
töku mála fyrir dómstólum, og ég
tel sjálfsagt að skoða það.“
Ekki náðist í Gunnlaug Claessen,
forseta Hæstaréttar og sitjandi
dómara í máli stúlkunnar, við
vinnslu fréttarinnar. Hjá dóms-
málaráðuneytinu fengust þau svör
að ekki verði rætt um dóminn fyrr
en hann hefur verið þýddur.
Er kominn tími
á rigningu og rok?
Heldur þú að lækkun lánshlut-
falls hjá Íbúðalánasjóði muni
slá á þensluna?
Hæstiréttur braut á
fjölfatlaðri stúlku
Hæstiréttur braut á mannréttindum níu ára stúlku með vinnubrögðum sínum
í skaðabótamáli hennar. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt ríkið til að
greiða henni átta milljónir. Áfellisdómur yfir Hæstarétti, segir faðir stúlkunnar.
„Vímuefna- og áfengis-
neysla í þessu óhófi er geðröskun.
Hvort sem það er orsök eða afleið-
ing viðkomandi manneskju kemur
málinu bara ekkert við,“ segir
Sveinn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Geðhjálpar.
Mál heimilislausra með geðfötl-
un eru í ólestri að mati Sveins en
hann segir að félagsmálayfirvöld
og heilbrigðisyfirvöld verði að
samræma aðgerðir sínar í þessum
málum. „Ég er með sjötíu og sjö
manns á skrá hjá mér yfir heimil-
islausa einstakl-
inga og sá listi er
ekki tæmandi.
Aðstæður þessa
fólks eru vægt
til orða tekið
skelfilegar. Stór
hluti þess á við
vímuefnavanda
að stríða og það
ergilegasta er að
hluti af fólkinu
hefur ítrekað lýst því yfir að vilja
stuðning en höndlar ekki sjúk-
dómsins vegna að halda sér frá
vímuefnum.“
Hann segir tuttugu manns vera
á götunni og í neyslu af þeim þrjá-
tíu og einum sem voru í Byrginu
þegar því var lokað. „Hinir eru í
húsaskjóli hjá vinum og kunn-
ingjum og það er auðvitað hús-
næðisleysi út af fyrir sig.“
Sveinn hvetur yfirvöld til að
setjast niður og fara vandlega yfir
stöðuna en með réttum aðgerðum
telur hann vandamálið ekki óyfir-
stíganlegt.
Tuttugu manns úr Byrginu á
götunni og í fíkniefnaneyslu
Eftir að hafa setið
mánuðum saman undir harkalegri
gagnrýni á Bandaríkin og utan-
ríkisstefnu þeirra úr munni hins
rússneska starfsbróður síns bar
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti lof á Vladimír Pútín fyrir ein-
lægni hans og hreinskilni, er leið-
togarnir tveir hittust í sumarhúsi
Bush-fjölskyldunnar í Kenne-
bunkport í Maine í byrjun vikunn-
ar. Nú undrast bandarískir Rúss-
landsmálasérfræðingar hin
mildilegu viðbrögð Bush við hörð-
um orðum Pútíns.
Stjórnmálaskýrendur vestra
segja lof Bush í garð Pútíns til
merkis um að Bandaríkjastjórn
áliti Rússland nú aftur vera veldi
sem þurfi að taka tillit til. En
sumir Rússlandsmálasérfræðing-
ar, svo sem Michael McFaul við
Stanford-háskóla, segja að Bush
sé með þessu að verðlauna Rúss-
landsforseta fyrir hegðun sem
ráðamenn Vesturlanda ættu ekki
að láta óátalda.
Frá bæjardyrum Kremlverja
séð endurspegla hinar hlýju mót-
tökur sem Pútín fékk hjá Bush
bæði persónulega vináttu þeirra
og endurreistan styrk og áhrif
Rússlands í heimsmálum.
Stjórnarflokkur
Austur-Tímor, Fretilin, er stærsti
flokkur þingsins eftir kosningar
um helgina, en þarf að ræða við
aðra flokka um myndun meiri-
hlutastjórnar.
Flestir stjórnarandstöðuflokk-
anna lýstu því yfir að þeir vildu
ekki starfa með Fretilin. Þetta
gæti þýtt að flokkurinn lenti í
stjórnarandstöðu, þrátt fyrir 29
prósent atkvæðanna.
Líklegasta niðurstaðan verður
þá samsteypustjórn undir forystu
flokks sjálfstæðishetjunnar
Xanana Gusmao, sem fékk 26
prósent atkvæða.
Stærsti flokkur
þingsins í vanda
Munið bílastæðin í bílastæðahúsinu
í Traðarkoti, beint að baki versluninni
Kisan er opin í sumar mánudaga -
laugardaga frá kl. 10:30 til kl. 21:00
Laugavegi 7 101 Reykjavík
Sími 561 6262 www.kisan.is
Heimsþekkt vörumerki
eins og Sonia Rykiel,
Bonpoint, Jamin Puech,
Orla Kiely og fleiri ...
Útsalan er hafin
Átta húsbílum var lagt
á bryggjunni í Hólmavík í
fyrrakvöld, líklega til að sleppa
við að greiða fyrir tjaldstæði.
Stranglega bannað er að leggja
bílum á bryggjunni.
Þetta kvað ekki í fyrsta skipti
sem húsbílafólk reyni með
þessum hætti að losna undan því
að greiða gistingu með því að
leggja utan tjaldstæðisins í
bænum. Frá þessu er greint á
fréttavefnum Strandir.is.
Eigendur húsbílanna átta færðu
þá eftir að þeim var bent á að
ólöglegt væri að leggja á bryggj-
unni. Þeir fóru þó ekki langt
heldur lögðu bílunum næturlangt
í íbúðahverfi sem er staðsett á
móti tjaldsvæði bæjarins.
Lögðu húsbílum
á bryggjunni til
að spara pening