Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 23
Gengi kínversku SCI-vísitölunnar féll um 5,25 prósent í kauphöllinni í Sjanghæ við lokun viðskipta í Kína í gær en fjárfestar telja auk- inn fjölda skráninga á hlutabréfa- markað og hlutafjáraukningu fyrirtækja veikja markaðinn. Þá ætla kínversk stjórnvöld að gefa út ríkisskuldabréf fyrir jafn- virði 120 milljarða króna í því augnamiði að fjármagna erlendar fjárfestingar. Stjórnvöld hafa markvisst dreg- ið úr þenslu á markaðnum, ekki síst eftir harða gagnrýni um bólu- myndun á kínverskum hlutabréfa- markaði. SCI-vísitalan hefur þre- faldast síðastliðið eitt og hálft ár, þar af tvöfaldast frá áramótum. Hún rauf 4.000 stiga múrinn fyrr á árinu en hefur lækkað hratt upp á síðkastið vegna aðgerða stjórn- valda, svo sem með snarhækkun stimpilgjalda í maí. Hún situr nú í 3.615,87 stigum. Greinendur hafa löngum varað við leiðréttingu á kínverskum hlutabréfamarkaði og gera ekki ráð fyrir því að markaðurinn austur frá hækki alveg á ný á næstunni. Fall á Kína- markaði Danska fjárfestingafélagið Prop- erty Group hefur fest kaup á 39 fasteignum í Danmörku, Straum- ur fjárfestingabanki var ráðgjafi við kaupin. Fasteignirnar voru keyptar af félaginu Sampension, sem fór með eignarhlut fyrir hönd lífeyr- issjóða dönsku sveitarfélaganna. Heildarstærð eignanna er tæp- lega 107 þúsund fermetrar. Property Group leggur áherslu á fasteignakaup í Danmörku og hefur sett sér að markmiði að komast í hóp öflugustu fasteigna- fyrirtækja á Norðurlöndum innan fimm ára. Straumur styður fasteignakaup Engin ládeyða hefur verið á inn- lendum hlutabréfamarkaði í sumar eins og oft gerist á þessum árstíma. Heildarvelta með hlutabréf í Kaup- höll Íslands nam 208 milljörðum króna í júní og jókst um 87 prósent á milli ára. Veltan í sama mánuði í fyrra var um 111 milljarðar króna. Velta á fyrri helmingi ársins var alls 1.444 milljarðar króna sem var 34 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Veltan í ár er nú þegar orðin um tveir þriðju hlutar þess sem hún var á metárinu 2006 þegar hún nam alls 2.192 milljörðum króna. Markaðsvirði hlutafjár var 3.565 milljarðar króna í lok júní og jókst um 87 prósent á milli ára. Samanlagt markaðsverð jókst um 83 milljarða frá maí eða um 2,4 prósent. Engin gúrkutíð á hlutabréfamarkaði Novator eignarhaldsfélag ehf. vekur athygli á því að yfirtökutilboð þess í hlutafé Actavis Group hf. rennur út næstkomandi mánudag, 9. júlí, kl.16. Yfirtökutilboð Actavis Group hf. Þeir hluthafar sem vilja samþykkja yfirtökutilboð Novators þurfa að skila rétt útfylltu samþykkiseyðublaði. Hægt er að skila eyðublaðinu með þrennum hætti: • Til Landsbanka Íslands hf., Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík, merkt „ACTAVIS YFIRTÖKUTILBOД • Á faxnúmerið 410 3002 • Á vefsíðu Landsbankans, www.landsbanki.is Samþykki hluthafa Actavis verður að hafa borist fyrir kl. 16:00 mánudaginn 9. júlí 2007. Hluthafar eru hvattir til að skila samþykkiseyðublaðinu rétt útfylltu hið fyrsta. Marel er stærsti hluthafinn í hollensku iðnsamstæð- unni Stork með 19,5 prósent hlutafjár. Verðmæti hlut- arins nemur 300 milljónum evra, jafnvirði tæpra 25,2 milljarða íslenskra króna. Eignarhluturinn er skráður á hollenska eignarhaldsfélagið LME Holding en í því fara Landsbankinn og Eyrir Invest saman með 40 pró- senta hlut hvor en Marel 20 prósent. Til samanburð- ar nemur markaðsvirði Marels rúmum 33 milljörðum króna. Þetta kom fram á hluthafafundi Marels í gær en þar var samþykkt að veita stjórn Marels heimild til að hækka hlutafé um 100 milljónir króna að nafnvirði í 18 mánuði. Heimilt verður að ráðstafa hlutunum sem greiðslu fyrir hluti í öðrum félögum eða til að fjár- magna ytri vöxt fyrirtækisins. Breska fjárfestingafélagið Candover hefur lýst yfir áhuga á því að gera yfirtökutilboð í Stork upp á 47 evrur á hlut. Tilboðið er háð samþykki 80 prósenta hlut- hafa og virðist fátt benda til að það hlutfall náist. Marel stærsti hluthafi Stork
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.