Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.07.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 06.07.2007, Qupperneq 24
greinar@frettabladid.is Enginn múr er svo hár að asni, klyfjað-ur gulli, komist ekki yfir,“ er haft eftir Filipposi II Makedóníukonungi enda lágu nærliggjandi borgríki marflöt fyrir honum. Ekki var herkænskan minni hjá syninum. Sá lagði fleiri lönd að fótum sér en flestir enda enginn annar en Alexander mikli. Ekki er ofmælt að álfurstar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi verið klókir að láta sveitarfélög ein um þá freistingu að sökkva fóstur- jörðinni með dyggri aðstoð orku- og virkjanafyrir- tækja. Um leið var sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær seldu þjóðarsálina við litlu verði og það þótt smjör drypi af hverju strái í heimahög- unum. En varla er von á góðu þegar asnar Lands- virkjunar og Alcans vaga um héruð, skakkir og skældir af gullklyfjum. Á dögunum höfðu gullasnar Landsvirkjunar þröngvað sér inn í tvö múruð sveitarfélög við Þjórsá þegar undur og stórmerki urðu: Þriðja sveitarfélagið, Flóahreppur, hækkaði sinn múr. En viti menn! Áður en haninn galaði fyrsta sinni kom asni kjagandi að skansinum. Áður en haninn galaði öðru sinni tók hinn klyfjaði útsendari að hrína af miklum móð, áfjáður í að vera leystur undan byrði sinni. Áður en haninn galaði þriðja sinni fór að gnesta í veggjum og marra í hlið- um: Sveitarstjórnin mátti auðvitað ekkert aumt sjá! En þá brá svo við að þorri sam- sveitunganna sá í gegnum Trójuhestinn og vildi ekki líta við gýligjöfunum. Vonandi verður meira lagt upp úr áliti hins almenna borgara í Flóa en í Ölfusi og víðar. Hvernig skyldi nú allt virkjanabröltið – með til- heyrandi koltvísýringsblæstri – falla að háleitum sáttmálsorðum Þingvallastjórnarinnar um „sam- drátt í losun gróðurhúsalofttegunda“? Og hversu grátt gæti hátt gengi leikið greinar eins og þekk- ingariðnað, ferðaþjónustu eða aðkrepptan sjávar- útveg? Á Ísafold að vekja aðdáun fyrir ósnortna nátt- úru, sjálfbærni og framsýni eða ímugust fyrir spjallaða náttúru, sérplægni og skammsýni? Höfundur er íslenskufræðingur. Víða rata gullasnarnir Ég var í Darfur fyrir 20 árum. Flóttafólk, hungursneyð, börn á vergangi og mæður sem enga hjálp sér gátu veitt, bænd- ur þeirra á hrakningi undan víga- sveitum. Hljómar kunnuglega? Reyndar eru sögurnar frá Darfur núna miklu verri. Hópnauðgan- ir, fjöldamorð – og ennþá er hung- ursneyð, stríð, og vanmáttugt al- þjóðasamfélag. Ég veit ekki hvort margir Ís- lendingar hafi komið til Darfur í Súdan, sem nú er svartasti blett- urinn á samvisku heimsins. Ég var þar þá, og þóttist sjá tvennt: Ótrúlegar hörmungar á „mel manna“ sem ég kallaði svo eftir Þorsteini frá Hamri í bók minni „Guðirnir eru geggjaðir“. Og bar- áttu um lífsbjörg. Síðan hef ég fylgst með í baksýnisspeglinum og reynt að átta mig á því sem þar gerist. Það virðist flókið, en er einfalt. Margar fréttir af Darfur segja sögur af ólíku fólki til að skýra út þær hörmungar sem dynja yfir. Þarna eiga að vera arabar sem ráðast á svertingja og ólík- ir trúarflokkar sem eiga ekki saman. Þetta eru einfaldar frétta- skýringar sem eru frekar til þess fallnar að fólk líti undan en reyni að skilja veruleika sem býr að baki. Þegar ég var í Darfur fannst mér málið einfalt: Þurrbrjósta mæður, veinandi brjóstmylk- ingar, sveltandi börn, horfallnir eiginmenn og feður; en stríðið var barátta um auðlindir. Sahara, þessi ógnvænlega eyði- mörk, skríður stöðugt suður og inn í Darfur. Undan eyðimörk- inni hrekjast hirðingjar, sem eru arabar, með stórar hjarðir bú- smala sem ekki finna beitiland. Svartir bændur sem erja land, lifa af skógi og því sem rækt- að er, finna fyrir því: hjarðir ráð- ast á akra, skógum er eytt, þurrk- ar tæma vatnsból – lífið er búið. Svo koma óðar sveitir morðingja sem kallast undarlegum nöfnum, en eru gerðar út til að hreinsa til í stríði um þverrandi auðlindir. Úrkoma í Darfur minnkaði um helming á liðinni öld. Fólksfjöldi hefur sexfaldast á fjórum áratug- um. Nú eru 6,5 milljónir manna á svæði sem brauðfæðir helm- ingi færri. Nei, þetta er ekki flók- ið og snýst ekki um trúarbrögð, kynþætti eða „pólitík“ – nema þá pólitík sem er æðri allri annarri og er baráttan um þverrandi auð- lindir. Í Darfur horfum við upp á verstu merki loftslagsbreytinga: Úr- koma minnkar, vatnsból tæm- ast, hjarðir sækja á skóga og eyða, jarðvegur eyðist þegar tré binda hann ekki lengur og bænd- ur flosna upp, allir tapa. En eng- inn getur snúið dæminu við. Til að byggja hús þarf tugi trjáa, til að elda mat þarf meiri eldivið, til að næra hjarðir þarf vatn... en jafnvel ný vatnsból þorna upp. Í stríðinu sem af hlýst hafa 250.000 manns misst lífið og 2,5 milljón- ir manna farið á vergang; og nú þarf að flytja flóttamannabúðir í Tjad og El Fasher, höfuðstað Dar- fur, vegna vatnsskorts. Ég man þegar ég flaug með Herkúlesar- flugvél frá Khartúm yfir til El Fasher og sat á matargjöfum sem voru kornpokar. Svo fór ég með þyrlum sem hentu niður matvæl- um til fólks þar sem þær flugu meðfram uppþornuðum árfarveg- um. Á jörðu niðri reyndu starfs- menn líknarfélaga að bjarga því sem bjargað varð. Síðan eru liðn- ir tveir áratugir og heimurinn stendur frammi fyrir enn einni „krísunni“. Fyrir 20 árum var þetta algjörlega augljóst dæmi og er það enn. Baráttan um auðlind- irnar hefur leyst úr læðingi allt það versta sem býr í mannskepn- unni. Ég kom til El Fasher og man eftir flóttamannabúðunum sem þar voru. Ef að líkum lætur eru öll börnin sem þar voru þá löngu látin og hin sem bæst hafa í hóp- inn verða nú að hrekjast enn lengra undan stríði og þurrki. Á dögunum kom út spá alþjóða- samtaka sem fullyrða að megin- breytingin sem hlýnun loftslags valdi á komandi áratugum verði fleiri stríð. Er talið að 150 millj- ónir manna verði að hörfa undan þurrkum, flóðum eða öðrum nátt- úruhamförum, frá landsvæðum sem nú eru byggileg, en verða það ekki lengur. Þessi fólksfjöldi muni setja óbærilegan þrýst- ing á nærliggjandi svæði sem einnig verði illa úti og þar með valda átökum á borð við þau sem við nú sjáum í Darfur. Hvað ætla menn að gera þar? Mátt- ur alþjóðasamfélagsins virðist ekki mikill gagnvart einni svona styrjöld. Hvernig ætla menn að svara tíu eða tuttugu slíkum auð- lindastyrjöldum eftir álíka mörg ár og nú eru liðin frá því menn hófu fyrst að kasta korni úr lofti á Darfur? Höfundur starfar fyrir Þróunar- samvinnustofnun í Namibíu. Það sem koma skal? Baráttan um auðlindirnar hefur leyst úr læðingi allt það versta sem býr í mannskepn- unni. Sími 591 3100 - www.atlantsolia.is 5 kr. afsláttur þegar þú átt afmæli! Þeir sem eru með dælulykil Atlantsolíu fá 5 krónu afslátt af lítraverði þegar þeir kaupa eldsneyti á afmælisdaginn sinn. S ú ákvörðun félagsmálaráðherra að lækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs er mikilvægt innlegg í baráttunni gegn verðbólgu. Þar með leggur ráðherrann mikilvægt lóð á vogarskálar þess að verja skuldug íslensk heimili fyrir hárri verðbólgu og stuðlar að því að vextir geti lækkað fyrr en ella. Félag fasteignasala hefur barist fyrir því að lánshlutfall hald- ist hátt og fært fyrir því þau rök að þessi lán hafi ekki áhrif á eftirspurn á húsnæðismarkaði og valdi þar með ekki hækkun húsnæðisverðs og aukinni veltu. Nú er ljóst að fasteignasalar hafa af því nokkurn hag að mikið líf sé á fasteignamarkaði. Í ljósi slíkra hagsmuna má auðvitað velta því fyrir sér hvers vegna and- staða er af þeirra hálfu við lækkun lánshlutfalls, ef það hefur engin áhrif á markaðinn. Hinum rökum þeirra um að Íbúðalána- sjóður tryggi samkeppni mætti allt eins svara með því að telja æskilegt að ríkið stofnaði fasteignasölu. Staðreyndin er sú og það hefur komið fram í gagnrýni Seðla- bankans og alþjóðastofnana að það er fordæmi ríkisins og inn- grip á húsnæðismarkaði sem hvetur hann áfram og kyndir undir hækkun fasteignaverðs með tilheyrandi hækkunum. Vera ríkisins á markaði skekkir myndina og því fagnaðar- efni að félagsmálaráðherra taki á málum og hefji nú vinnu við að skerpa á félagslegum áherslum húsnæðiskerfisins á kostnað markaðsinngrips þar sem einkamarkaður á að vera fullfær um að veita almennilega þjónustu. Opinn og frjáls markaður snýst um væntingar. Þannig hefur ákvörðun um lækkað lánshlutfall áhrif á slíkar væntingar og dregur þar með úr spennu í hagkerfinu. Seðlabankinn ákvað í gær að halda vöxtum óbreyttum, en það sem olli styrkingu krón- unnar og breyttum væntingum á markaði var að í rökstuðningi bankans kom skýrt fram að ekki er fyrirhugað að óbreyttu að hefja lækkun stýrivaxta á þessu ári. Undirliggjandi verðbólga er enn töluverð og hægar hefur dregið úr einkaneyslu en vonast var til. Hækkandi fasteignaverð á sinn þátt í því að heimilin treysta sér í meiri skuldir sem aftur veldur meiri neyslu. Það er því mikilvægur liður í að ná tökum á þenslunni að fasteignamarkaður kólni. Stjórnvöld hafa undanfarin ár sýnt alltof lítinn skilning á mikilvægi þess að stýra væntingum á markaði í rétta átt. Þannig voru svartsýnisraddir jafnharðan kveðnar niður af ráðherrum á síðasta kjörtímabili. Afleiðingin er auðvitað sú að væntingavísi- tala sýnir taumlitla og óraunsæja bjartsýni. Framundan er mikill niðurskurður aflaheimilda sem mun bitna hart á landsbyggðinni. Þegar við bætist hátt vaxtastig og sterkur gjaldmiðill verður vandinn víða úti á landi verulegur. Lækkun hámarksláns ætti því að vera talsmönnum landsbyggð- ar sérstakt ánægjuefni þar sem það stuðlar að mýkri aðlögun hagkerfisins og lækkandi vöxtum. Hætt er við að skammgóður vermir hárra húsnæðislána kólni hratt í þjóðarskónum og fúlni í þokkabót þegar bakreikningur verðbólgunnar verður sendur. Hefur áhrif á væntingarnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.