Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 25

Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 25
Brynhildur Pálsdóttir á það til að baka vand- ræði. Raunar ekkert minna en náttúruhamfarir. „Þetta er hugmynd sem ég fékk þegar ég var í hönn- unarnámi úti í Hollandi,“ segir Brynhildur sem búið hefur til uppskrift að köku sem líkja má við virkt eldfjall. „Ástæðan fyrir því að ég hugsaði um hönn- unarverk úr deigi en ekki einhverju öðru efni er sú að ég hef áhuga á bakstri og finn að hann er eitthvað sem ég get gert betur en að logsjóða eða eitthvað slíkt. Mér finnst líka matargerð og matarhönnun spennandi viðfangsefni. Allir þurfa að borða og öllum finnst gaman að borða. Sem hönnuður er skemmtilegt að gera eitthvað sem allir geta notið. Í Hollandi er varla til lófastór blettur ósnortinn. Því fór ég að hugsa um hvort það væri í lagi að mað- urinn setti mark sitt á náttúruna að eigin geðþótta og í framhaldinu að hugsa um náttúruhamfarir í heimi þar sem maðurinn er að reyna að stjórna öllu. Mig langaði að búa til köku sem væri eins og náttúruham- farir á matarborðinu. Þegar skorið væri í hana þá gæti hún sprungið, runnið niður á dúkinn, jafnvel eyðilagt borðið – eða ekki. Væri óútreiknanleg eins og náttúran. Þess vegna bjó ég til leiðarvísi að virkri eldfjallaköku sem er til sölu á Kjarvalsstöðum.“ – Má þá ekki heimfæra svona sprengingu upp á allt sem mistekst í eldhúsinu? „Jú, það getur verið ótrúlega fallegt að leyfa matn- um að vera eins og hann vill. Þar sem við erum alltaf með völdin og að reyna að stjórna getur verið gott að leyfa hlutum að gerast bara. Við getum kallað það stjórnlausa matargerð.“ Virk eldfjallakaka með hamrabelti úr súkkulaði SKY ÁSKRIFTARKORT AÐEINS 1 KR. EF KEYPTUR ER MÓTTAKARI! SKY HD MÓTTAKARI aðeins 79.000 kr. EINSTAKT TILBOÐ: Sky HD er bylting í sjónvarpstækni Upplýsingar í símum: 820 3712 og 820 5280 og sky@internet.is F A B R IK A N Jói Fel Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.