Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 26

Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 26
Brynhildur Pálsdóttir kveðst nota hefðbundna uppskrift að amerískri súkkulaðiköku. Þessi dugar í eitt gott fjall. Þurrefnunum er blandað saman. Þá er smjörinu og mjólkinni bætt útí og hrært í tvær mínútur. Síðan koma eggin og vanilludroparnir og þá aftur hrært í tvær mínútur. Deigið er sett í mót sem búið er til úr álpappír og bakað við 180 gráðu hita. Síðan þarf að fylgjast með hvenær kakan er bökuð í gegn, til dæmis með því að stinga í hana prjóni. Lögunin á mótinu hefur áhrif á bökunartímann. Meira vill Brynhildur ekki gefa upp um gerð kökunnar en tekur fram að leiðarvísir um framhald- ið fáist á Kjarvalsstöðum. „Þetta er auðvitað svolítið brútal terta. Hún er mjög bragðgóð en þó meira gerð til að skapa stemn- ingu,“ segir hún að lokum. Súkkulaðieldfjallið góða Á Lifandi.is á Ingólfsstræti 8 er boðið upp á hráfæði og aðra hollustu. „Lifandi.is er veitingahús þar sem boðið er upp á hráfæði en á bakvið hann stendur áhugafólk um hollustu og hráfæði,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmunds- son, einn eigenda staðarins, og bætir við að heitið sé tilkomið þar sem hópurinn líti frekar á fæðuna sem lifandi en hráa. Orðið hrátt sé þar að auki gjarn- an notað yfir kjöt, sem ekki verði á boðstólum í Lifandi.is. „Hér verða hins vegar alltaf góðir aðalréttir í boði, grænmet- isbuff ásamt vel útilátnu með- læti,“ segir Guðmundur. „Það er þó alveg viðbúið að fólk sjái í fyrstu ekki muninn á því og jurta- fæði. Svo verður hægt að fá súpu dagsins og eins orkusúpur, eins og fólk lærir gjarnan um á nám- skeiðum um hráfæði. Þá eru óupptalin salöt, smoothies, ávaxtasafar, kökur og te. Það er kannski rétt að taka fram að teið er það eina sem ekki er hundrað prósent hrátt á staðnum.“ Að sögn Guðmundar er hug- myndin með neyslu hráfæðis sú að borða minna af unninni mat- vöru, þar sem talið er að hún hafi skaðvænleg áhrif á heilsuna. „Það sama gildir um eldaðan mat. Við teljum að hann glati næring- arefnum við of mikla hitun, auk þess sem ákveðin efnasambönd myndist, sem líkaminn getur ekki unnið úr. Svo hafa efnasambönd í brenndum mat slæm áhrif á lík- amann. Þess vegna er ekki farið yfir 46 gráður þegar hráfæði er hitað.“ Guðmundur hvetur sem flesta til að kíkja í heimsókn og smakka á matnum, þótt það sé ekki nema til að fá smá tilbreytingu, en til að lesendur hafi skýrari hug- mynd um matinn var hann svo vænn að gefa uppskrift að girni- legum bollum. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið (með hnífi). Gerið um það bil 24 litlar kúlur. Setjið í þurrkofn í átta tíma. Snúið kúlunum reglulega svo þær verði stökkar á öllum hliðum. Borið fram með grænu salati og ananas/hvítkálssalati. Allt skorið í bita og blandað saman. Hvítkálið skorið fínt. Lifandi, ekki hrátt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.