Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 27
Sólveig Guðmundsdóttir leikkona er skynsöm á flestum sviðum, nema hvað skókaup- um viðvíkur. „Ég gerði tvímælalaust mín bestu kaup þegar ég keypti íbúðina mína. Hún er einfaldlega svo björt og falleg og ekki spillir einstakt útsýnið fyrir,“ segir Sólveig Guð- mundsdóttir leikkona, sem býr í 70 fermetra stórri íbúð á Laufás- vegi. Sólveig hefur átt íbúðina í fimm ár og þakkar móður sinni kaupin, þar sem hún fann íbúðina á meðan dóttirin var í námi erlendis. „Það var verið að gera íbúðina upp þegar mamma leit við en það kom ekki að sök og hún féll kylliflöt fyrir henni. Ég átti þá íbúð fyrir, sem ég hafði aldrei búið í heldur leigði út. Hún var seld og þessi keypt í stað- inn. Hér er frábært að búa og óhætt að segja að mamma hafi hitt naglann á höfðuðið. Kannski ætti hún bara að stofna ráðgjafarfyrir- tæki fyrir fólk í húsnæðisleit.“ Sólveig er jafnframt að velta því fyrir sér hvort skynsemi móð- urinnar komi að eins góðum notum í skókaupum, sem eru yfir- leitt verstu kaup sem leikkonan gerir. „Mamma gæti þá kannski afstýrt því að ég keypti enn eitt skóparið í of litlu númeri,“ segir hún hlæjandi. „Ég skil ekki hvernig á þessu stendur, en ég er alveg hrikaleg á þessu sviði og stundum er ég með hælsæri undan skónum. Kannski er þetta eins og með stjúpsystur Öskubusku, sem tróðu sér í of litla skó. Ég er samt að reyna að venja mig af þessu og um daginn hafði ég vit á að skila of litlum afmælis- skóm. Ætli ég þurfi ekki bara hjálp.“ Sólveig segist vita til þess að fleiri eigi við þennan vanda að stríða en vill þó ekki meina að skynsamlegt sé að stofna stuðn- ingshóp í kringum þolendurna. „Það gæti nú orðið svolítið hættu- legt,“ segir hún. „Við værum vísar með að enda í einhverri skó- kaupavitleysu.“ Kaupir alltaf of litla skó Í Byko fást alls konar sumarvörur. Í verslunum Byko er nú hægt að fá ýmsar sumarvörur á góðu verði. Má þar nefna ferðagasgrill á 5.880 krónur, kælibox á 5.990 krónur og sláttuvél á 19.900 krónur. Auk þess er 25 prósenta afsláttur af allri viðarvöru og málningu í verslununum. Betra sumar í Byko Harðir diskar, margmiðlun- arspilarar og ferðatölvur á tilboði. Tölvutek í Borgartúni er með nokkur sumartilboð í gangi. Til að mynda má fá Acer 2480 á 59.900 krónur. Sarotech-margmiðlunar- spilari með fjarstýringu sem les og spilar flest alla staðla fyrir mynd og hljóð fæst á 23.900 krónur en 14.900 án harðs disks. 25 stykki af DVD-diskum frá Samsung og Ver- batim kosta 1.990 krónur. Tölvur á tilboði Reiðskólinn Faxaból, Reiðhöllinni í Víðidal Eigum laus pláss á námskeið sem hefjast 9. júlí, 23. júlí og 7. ágúst fyrir byrjendur og framhaldshópa Nánari upplýsingar og skráning í síma 822-2225 eða á faxabol.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.