Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 32
BLS. 4 | sirkus | 6. JÚLÍ 2007
Þ essi dagur var akkúrat eins og ég vildi hafa hann,“ segir Emil-ía Björg Óskarsdóttir, söng-
kona úr stúlknasveitinni Nylon, sem
var gæsuð af vinkonum sínum um
miðjan maí og það allsvakalega.
„Stelpurnar plötuðu mig í viðtal hjá
Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni og
það er kjánalegasta viðtal sem ég hef
farið í,“ segir Emilía hlæjandi þegar
hún rifjar upp daginn eftirminnilega.
Emília fór í viðtalið ásamt stöllum
sínum úr Nylon en viðtalið fór ekki
fram eins og hún er vön.
„Ívar spurði mig rosalega persónu-
legra spurninga og stelpurnar voru
alltaf að koma með einhver „nasty
comment“. Ég skildi ekki hvað var í
gangi – af hverju þær voru að taka
mig svona fyrir – og svo var rauða „on
air“ ljósið alltaf logandi,“ segir Emilía.
„En eftir nokkra stund spurði Ívar mig
allt í einu hvernig mér litist á að gæsa-
dagurinn byrjaði svona og þá komu
allar hinar stelpurnar inn.“
Eftir sprellið á Bylgjunni lá leið
Emilíu og vinkvenna hennar í Laugar.
Þar fóru þær í hópeflisleiki áður en
brúðurin verðandi var dregin niður í
matsal og látin setjast á stól sem hún
mátti ekki fara af, sama hvað tautaði
og raulaði. „Allt í einu stóð Friðrik
Ómar upp og söng til mín tvö lög. Það
var alveg geðveikt,“ segir Emilía sem
fékk nudd og annað dekur að söng
loknum.
„Svo enduðum við uppi í sumarbú-
stað hjá vinkonu minni. Það var búið
að skreyta allan bústaðinn og það var
tekið á móti okkur með mojito. Svo
fengum við okkur grillaðan humar og
skemmtum okkur konunglega fram
eftir nóttu.“ Það er óhætt að segja að
söngkonan sé vinamörg en á annan
tug vinkvenna tók þátt í að gæsa
hana.
Emilía gengur að eiga unnusta sinn,
Pálma Sigurðsson, við hátíðlega athöfn
í Breiðholtskirkju á næstunni. Það
verður séra Valgeir Ástráðsson, fóstur-
pabbi Emilíu, sem gefur brúðhjónin
saman. Emilía vildi sjálf ekki tjá sig um
brúðkaupið en sagði þó: „Það er mikil
spenna og voða gaman.“
NYLON-STELPURNAR BRUGÐU Á LEIK FYRIR VÆNTANLEGT BRÚÐKAUP
Geggjuð gæsun
hjá Emilíu í Nylon
EMILÍA Gengur að eiga unnusta sinn í Breiðholtskirkju á morgun.
NYLON Stelpurnar í Nylon hrekktu Emilíu
allsvakalega á gæsadaginn.
É g og Valdimar Kristjónsson, hljóm-borðsleikari Jeff Who?, vorum að
leika okkur og úr varð þessi sum-
arsmellur,“ segir Þorvaldur Davíð
Kristjánsson leikari sem var að láta frá
sér nýtt lag, Waiting there. Um splunku-
nýtt lag er að ræða sem aðeins kom inn
á tonlist.is í gær.
„Við erum að vinna í þessu og erum
að fara að henda því í spilun hjá útvarps-
rásunum og leyfa fólki að hlusta. Er það
ekki alltaf tilgangurinn með sköpun-
inni, að leyfa fólki að heyra eða horfa á
það sem maður skapar?“ spyr Þorvald-
ur Davíð og bætir við að þeir félagar séu
mjög ánægðir með árangurinn.
Valdimar samdi lagið en Þorvaldur
Davíð samdi textann og syngur en það
var Þórður Gunnar Þorvaldsson sem
tók upp lagið og hjálpaði til við útsetn-
ingar. Þorvaldur Davíð getur ekki sagt
hvort von sé á meira efni frá þeim félög-
um en segir að það sé aldrei að vita.
„Við erum með nokkur lög í vinnslu
en tíminn verður að leiða í ljós hvort
eitthvað verður úr þeim. Mér fannst
ekkert mál að semja textann, hann
rann í gegn auðveldlega en þetta er
enginn Megasar-texti,“ segir hann
hlæjandi. Þorvaldur flokkar lagið
sem popplag en að finna megi skír-
skotanir í smá djass, funk og soul.
„Sjálfur er ég alæta á tónlist en ég
hef fyrst og fremst alltaf litið á
mig sem leikara frekar en
söngvara en ef maður
dettur í rétta gírinn er
skemmtilegt að
syngja líka, sér í lagi
ef það er eitthvað sem kemur beint frá
manni sjálfum,“ segir Þorvaldur sem
heldur út til New York í lok ágúst til að
setjast á skólabekk í hinum virta Julli-
ard-skóla.
Þorvaldur hefur tekið sér pásu frá
leiklistinni þar til hann byrjar í skól-
anum og segir nauðsynlegt að hreinsa
þannig hugann.
„Ég held það sé mjög hollt að taka
pásu en ég er að vinna að öðrum verk-
efnum í staðinn enda verður maður
ekki milljónamæringur af leiklistinni og
verður að hala inn peninga á fleiri stöð-
um. Ég er voðalega rólegur yfir skólan-
um og er að klára pappírsvinnuna sem
honum tengist, safna mér pening og
gera mig ferðbúinn,“ segir hann en um
fjögurra ára nám er að ræða.
Hvað tekur við að námi loknu eða
hvort hann komi yfirhöfuð heim aftur
seg- ist Þorvaldur lítið spá í á
þessum tímapunkti.
„Ég ætla nú bara
að einbeita mér að
því að klára
námið. Ég held að
það sé ágætis
fyrsta skref í þessu
öllu saman,“ segir
leikarinn og tón-
listarmaðurinn Þor-
valdur Davíð að
lokum.
Þorvaldur Davíð með
sumarsmellinn í ár
ÞORVALDUR DAVÍÐ
KRISTJÁNSSON
Þorvaldur hefur gefið
út lagið Waiting there
en hann hefur tekið
sér pásu frá leiklistinni
til að hreinsa hugann
áður en hann sest á
skólabekk í hinum virta
Julliard-skóla.
Ýmsir 100 Íslensk 80’s lög
Ljótu Hálfvitarnir Ljótu Hálfvitarnir
Garðar Thor Cortes Cortes 2007
Jógvan Jógvan
Ýmsir Number 1 3CD
Mika Life in Cartoon Motion
KK og Maggi Eiríks Langferðalög
Ýmsir Pottþétt 43
Hvanndalsbræður Skást of
Gus Gus Forever
Q.T.S.A. Era Vulgaris
Björk Volta
Lay Low Please Don’t Hate Me
Ýmsir Óskalög Sjómanna (2CD)
White Stripes Icky Thump
Bon Jovi Lost Highway
Ýmsir Icelandic Folksongs & Other F.
Klaufar Hamingjan er björt
Amiina Kurr
Ólöf Arnaldsdóttir Við og við
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
Á toppnum trjónir nýjasta safnplatan í 100
seríunni. 100 íslensk 80´s lög sem enginn má láta
framhjá sér fara. Nostalgía af bestu gerð og ekki
skemmir að þarna er að finna lög sem aldrei hafa
komið út á geisladisk.
Spútknikk hljómsveitin er án efa Ljótu Hálfvitarnir
sem koma sterkir inn á sölulista Skífulistans. Gott
íslenskt grín í bland við góða tónsmíði…
Ljótu hálfvitarnir
100 íslensks 80’s lög
Nældu þér í eintak
Li
st
in
n
gi
ld
ir
vi
ku
na
28
.j
ún
í-
5.
jú
lí
20
07
VINSÆLASTA TÓNLISTIN