Fréttablaðið - 06.07.2007, Page 36

Fréttablaðið - 06.07.2007, Page 36
BLS. 8 | sirkus | 6. JÚLÍ 2007 HELGA DÝRFINNA MAGNÚSDÓTTIR er á leið í Miss Tourism fegurðarsamkeppnina sem fram fer í Kína næsta mánuðinn. VONAST EFTIR VIÐURKENNINGU ÉG VEIT EKKI ALVEG HVAÐA TITIL MIG LANGAR Í, ÆTLI MIG LANGI EKKI BARA Í ÞÁ ALLA FYRIR FALLEGAN VÖXT Helga Dýrfinna fór af landi brott í gær en hún lendir í Shanghai á morgun, þar sem fyrsti hluti keppninnar fer fram. Um 110 stúlkur taka þátt í keppninni víðs vegar að úr heiminum. „Ég er orðin rosalega spennt fyrir keppninni og öllu því sem henni fylgir,“ segir Helga Dýrfinna í spjalli við Sirkus. „Þetta er náttúrlega rosalega stór keppni en hún leggst vel í mig og þetta er mikið tækifæri til að komast út. Þetta er bara þetta eina skipti og ég ætla að reyna að njóta þess og vera bara ég sjálf – það virkar yfirleitt best.“ Stífar æfingar Það er ekki auðvelt að taka þátt í svona fegurðarsamkeppni. Helga Dýrfinna hefur stundað stífar æfingar síðustu mánuði til að líta sem best út þegar keppnin sjálf hefst. „Ég hef tekið mataræðið í gegn og svo reyni ég að fá húðina sem fallegasta. Ég lyfti tvisvar í viku til að fá vöðvana fallega og fer einu sinni í viku í smá brennslu en ég þarf samt ekki að grenna mig,“ segir Helga Dýrfinna. Helga Dýrfinna fór í smá kínversku kennslu áður en hún flaug út. „Það er kínversk kona að vinna með mér og hún hefur verið að kenna mér svolítið,“ segir fegurðardrottningin sem starfar sem sjúkraliði á Landspítalanum í Kópavogi. Fimm titlar í boði Fegurðarsamkeppnin samanstend- ur í raun af fimm titlum. Ungfrú bik- iní, Ungfrú diskó, besti þjóðbúningur- inn, hæfileikaríkasti keppandinn og svo aðaltitillinn Miss Tourism. Í hæfileikakeppninni ætlar Helga Dýrfinna að syngja lagið Somewhere over the Rainbow. Hún er þegar búin að taka undirspilið upp hjá Þorvaldi Bjarna. „Það gekk alveg rosalega vel. Ég syng lagið úti en verð að taka disk með mér út til að leyfa aðstandendum keppninnar að heyra,“ segir Helga sem spilaði á orgel þegar hún var yngri. „Ég get nú bara aðeins glamrað á það núna. En ég hef sungið síðan ég var sex ára og var meðal annars í Kársnes- kórnum hjá Tótu.“ Helga Dýrfinna hefur einnig látið sauma á sig diskókjól fyrir diskó- keppnina. „Ég veit samt ekki alveg hvað á að gera í þeirri keppni. Kannski á ég að dansa svo ég ætla að taka lag með mér sem ég get dansað við,“ segir hún hlæjandi. „Ég ætla bara að reyna að vera áberandi, það virkar vel. Ég er algjör glimmer og glamúr gella og get verið áberandi ef ég vil,“ segir Helga Dýrfinna kokhraust. Heiður að vinna hæfileikakeppnina „Ég veit ekki alveg hvaða titil mig langar í, ætli mig langi ekki bara í þá alla,“ segir hún hlæjandi. „En mig lang- ar ekkert endilega í diskódrottningar- dótið. Það væri mikill heiður að vinna hæfileikakeppnina fyrir sönginn og það er ábyggilega gaman að vinna bik- iníkeppnina – fá viðurkenningu fyrir það að vera flott vaxin.“ Helga Dýrfinna mun ekki prýðast hefðbundnum íslenskum skautbún- ingi í þjóðbúningakeppninni. „Þetta er kyrtill, blái búningurinn, sem er rosalega flottur. Búningurinn kemur mjög vel út og saumakonan sagði að ég væri með grannt mitti alveg eins og þær í gamla daga.“ Á leið í heilbrigðisverkfræði Helga Dýrfinna verður ekki alveg ein þennan mánuð sem keppnin stendur. Kærastinn hennar mun þó heimsækja hana sem og fjölskylda hennar. En á hún ekki eftir að sakna kærastans? „Jú, alveg pottþétt en ég vona bara að það verði svo mikið að gera að tíminn verði fljótur að líða.“ Helga Dýrfinna er þegar byrjuð að plana framtíðina. Hún er búin að skrá sig í heilsuverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. „Það hentar mér vel að vera í skóla. Mér finnst líka alltaf gaman að módel- ast og væri til í að halda því áfram. Svo ætla ég að halda áfram með sönginn og ætla í skólann hjá Þor- valdi Bjarna í haust,“ segir þessi glæsilegi fulltrúi Íslands í Miss Tourism-keppninni. SIR K USM YN D IR /AN TO N BR IN K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.