Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 42
BLS. 14 | sirkus | 6. JÚLÍ 2007
Uppáhalds
staðurinn minn
FÖGNUÐUR Gestir Eyþórs og Dagmarar Unu fögnuðu þeim ákaft þegar þau komu út úr kirkjunni. MYND/KATRÍN JÓNSDÓTTIR
PÁLL ÓSKAR
HJÁLMTÝSSON
„Auðvitað mun
maður einnig
grípa í míkrafón-
inn og troða upp
þegar leikar
standa sem hæst
en ég ætla að
spila sem mest
af þeim lögum
sem hafa höfðað
til homma og
lesbía í gegnum
tíðina.“
M aður hristir ekki hátíð eins og Gay pride fram úr erminni og þetta styrktarball er einn liður í
því að koma hátíðinni heim og saman
enda starfa allir sem að henni koma í
sjálfboðavinnu,” segir Páll Óskar Hjálm-
týsson sem mun halda uppi fjörinu á
NASA laugardaginn 07.07.07 á árlegu
styrktarballi hátíðarinnar. Páll Óskar
tekur undir að með styrktarballinu sé
um nokkurs konar forskot á sæluna að
ræða en sjálf Gay-pride-hátíðin fer fram
eins og venjulega annan laugardag í
ágúst. „Gay-pride byrjaði sem kröfu-
ganga en nú þegar helstu mannréttindi
eru komin í gegn hér á landi breytist
hátíðin í þakkargjörð og því frábær leið
til að halda partí en Ísland er náttúrlega
lúxusstaður fyrir homma og lesbíur til
að búa á,“ segir Páll Óskar sem verður
plötusnúðurinn á ballinu annað kvöld.
„Auðvitað mun maður einnig grípa í
míkrafóninn og troða upp þegar leikar
standa sem hæst en ég ætla að spila sem
mest af þeim lögum sem hafa höfðað til
homma og lesbía í gegnum tíðina,“ segir
hann en bætir við að ballið sé að sjálf-
sögðu fyrir alla þótt fókusinn sé á
homma, lesbíur, tvíkynhneigða og trans
gender fólk. Ballið er á morgun laugar-
dag, en hægt er að kaupa miða í forsölu
í dag á NASA. Miðaverð er 1000 krónur
sem rennur óskipt til Gay-pride.
indiana@frettabladid.is
BALLIÐ ER FYRIR ALLA
B rúðkaupið var alveg ljómandi vel heppnað og það voru allir himinlifandi. Þetta gekk fram-
ar vonum,“ segir Dagmar Una Ólafs-
dóttir sem gekk að eiga athafnamann-
inn Eyþór Arnalds á laugardaginn var.
Athöfnin fór fram í Selfosskirkju og
það var séra Gunnar Björnsson sem
gaf þau saman. Veislan fór hins vegar
fram í Listasafni Reykjavíkur og þar
var engu til sparað. Stórleikarinn
Benedikt Erlingsson var veislustjóri
en meðal þeirra tónlistarmanna sem
komu fram má nefna Stefán Hilmars-
son úr Sálinni hans Jóns míns sem og
hljómsveitina Todmobile með brúð-
gumann sjálfan í broddi fylkingar.
Todmobile lék meðal annars Brúð-
kaupslagið sem sveitin gerði frægt á
árum áður.
„Það var alveg yndislegt að heyra
lagið enda er það alveg ótrúlega fal-
legt. Ég var náttúrlega búin að heyra
það áður en það var sérstaklega
gaman að heyra það á sjálfan brúð-
kaupsdaginn,“ segir Dagmar Una.
Dagmar Una þótti skarta sínu feg-
ursta á brúðkaupsdeginum, klædd
gylltum brúðarkjól prýddum Swarov-
sky-steinum, sem hönnuðurnir
Munthe og Simonsen gáfu henni í til-
efni dagsins. Og Dagmar var að
vonum ánægð með vel heppnaðan
dag.
„Við stungum af aðeins fyrr en þetta
fór allt vel fram. Ætli fólk hafi ekki
skemmt sér fram undir miðnætti,“
segir Dagmar Una en það kom í hlut
kántrísveitarinnar Klaufa að halda
uppi fjörinu fram eftir kvöldi.
Eyþór söng til Dagmarar Unu
„Seyðisfjörður er
einstaklega fallega
staðsettur og það er
vinaleg og mannleg
stemning í bænum. Mikið
er lagt upp úr
varðveitingu og upp-
gerð gamalla húsa
sem mér finnst vera
virðingavert og um
leið búa til ákveðna
stemningu og hjarta í
bæinn. Góð kaffihús og
frábært menningarlíf.
Ég mæli eindregið
með gistingu í
mongólska tjaldinu
en það er upplifun út
af fyrir sig.“
Dýrleif Örlygs-
dóttir
„Uppáhaldsstaðurinn minn er sveitin mín
rétt hjá Kirkjubæjarklaustri. Þetta er
sveitasetur sem er í ættinni og við erum
þarna eins mikið og við getum. Ég er
meira að segja á leiðinni þangað núna.“
Þórunn Högnadóttir sjónvarpskona
„Uppáhaldsstaðurinn minn er sundlaugin
í Laugaskarði í Hveragerði. Þetta er
besta sundlaug í heimi. Það er ótrúlega
fallegt og friðsælt í henni og gott að
vera.“
Rakel Magnúsdóttir söngkona
„Minn uppáhaldsstaður á landinu eru
heimahagarnir. Ég er alin upp í Merki á
Jökuldal og það er hvergi fallegra á
landinu, að mínu mati. Mér þykir
sérstaklega vænt um einn blett en það
er lítil laut sem er í stóru gili sem heitir
Tregagil. Í þessari laut er yndislegt að
sóla sig á góðviðrisdögum og stinga sér
til sunds í ískaldri Tregagilsánni sem
rennur þarna hjá.“
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fréttakona N4
SPURNINGAKEPPNI sirkuss
Sv
ör
:1
.Í
sa
be
lla
(H
en
ríe
tta
In
gi
ríð
ur
M
ar
gr
ét
).
2.
A
nn
an
la
ug
ar
da
g
í á
gú
st
e
ða
1
1.
á
gú
st
. 3
.
Ca
t D
ee
le
y.
4
.
Rú
m
ar
6
0
m
ill
jó
ni
r.
5.
K
A.
6
.
Is
ai
ah
W
as
hi
ng
to
n
eð
a
D
r.
Bu
rk
e.
7
. P
ál
l
Ó
sk
ar
. 8
. E
in
ar
M
ár
G
uð
m
un
ds
so
n.
9
. D
an
ie
l
Ra
dc
lif
fe
. 1
0.
E
va
L
on
go
ria
.
Logi Bergmann
1. Ísabella.
2. 11. ágúst.
3. Hef ekki hugmynd.
4. 20 milljónir.
5. Fjarðabyggð.
Ólafía Hrönn
1. Ísabella.
2. Annan laugardag í ágúst.
3. Susan.
4. 30 milljónir.
5. KA.
Ólafía Hrönn stöðvar hér með sigurgöngu Loga Bergmanns.
Logi Bergmann skorar á Helga Seljan í Kastljósinu. Fylgist með í næstu viku.
1. Hvað heitir dóttir dönsku krón-
prinshjónanna?
2. Hvaða dag verður Gay pride-
hátíðin haldin?
3. Hvað heitir kynnirinn í So you
think you can dance?
4. Hvað búa margir í Frakklandi?
5. Með hvaða 1. deildar liði í
knattspyrnu spilar Hjalti Már
Hauksson?
6. Hver var rekinn úr Gray’s Anatomy?
7. Hver gaf frá sér danslagið Allt
fyrir ástina á dögunum?
8. Hver skrifaði bókina Nafnlausir
vegir?
9. Hver leikur Harry Potter?
10. Hvaða aðþrengda eiginkona
mun ganga í það heilaga 070707?
LOGI BERGMANN EIÐSSON HEFUR VERIÐ ÓSIGRANDI SÍÐUSTU VIKURNAR. HANN
SIGRAÐI SÓLEYJU ELÍASDÓTTUR LEIKKONU SEM SKORAÐI Á HALLDÓRU GEIRHARÐS-
DÓTTUR SEM ER ERLENDIS OG ÞVÍ TÓK ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR ÁSKORUNINNI.
6. Isaiah Washington.
7. Páll Óskar.
8. Sjón.
9. Daniel Radcliffe.
10. Eva Longoria.
6 RÉTT SVÖR
6. Dr. Burke.
7. Páll Óskar.
8. Einar Már Guðmundsson.
9. Daniel Radcliffe.
10. Þessi dökkhærða.
7 RÉTT SVÖR