Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 50
Auglýsingar sendist á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.
GULL-
BRÚÐKAUP
Hinn 13. júlí 1957 lögðu leið sína upp
að altarinu í Hóladómkirkju þau
María Pálsdóttir
frá Hofi og Þórarinn
Þórarinsson
frá Vogum til að vinna hvort öðru ævilangt hjúskaparheit. Síðan hafa
þau búið búi sínu í Vogum og meðal annars fætt og alið upp fimm mann-
vænleg börn. Í tilefni þessara tímamóta verða þau hjón með opið hús
til gestamóttöku í Skúlagarði föstudaginn 13. júlí næstkomandi frá kl.
19.00 og vænta þess að sem allra flestir vinir og vandamenn sjái sér
fært að gleðjast með þeim þessa kvöldstund.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Ingimundur Einarsson,
áður bóndi í Leyni, Laugardal, Fossvegi 4,
Selfossi,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni 4. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Lilja Guðmundsdóttir
Guðrún Ingimundardóttir Þórir Snorrason
Svanheiður Ingimundardóttir Magnús Guðjónsson
Guðmundur Óli Ingimundarson Roswitha M.
Hammermuller
Fjóla Ingimundardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Þorvaldur Þorvaldsson,
bílstjóri, Núpalind 2, Kópavogi,
lést á Landakoti þriðjudaginn 3. júlí.
Þorvaldur Þorvaldsson
Þorgerður Þorvaldsdóttir Jón Helgason
Arnbergur Þorvaldsson Hanna Margrét Geirsdóttir
Gróa María Þorvaldsdóttir Ingólfur Garðarsson
barnabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Svanlaug Þorsteinsdóttir,
Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eiri 29. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Aðalsteinsdóttir Sverrir Guðmundsson
Þorgerður Aðalsteinsdóttir Jón Björnsson
Ísfold Aðalsteinsdóttir
Þorsteinn Aðalsteinsson Kristín Egilsdóttir
Helga Aðalsteinsdóttir
Aðalsteinn Aðalsteinsson Unn Krogen
Birgir Aðalsteinsson Ásthildur Skjaldardóttir
Svanlaug Aðalsteinsdóttir Brynjar Viggósson
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Helgigöngur undir Jökli fara fram í
dag og á morgun á vegum Þjóðgarðsins
Snæfellsjökuls og Ingjaldshólskirkju.
Doktor Pétur Pétursson og Sæmund-
ur Kristjánsson leiðsögumaður og
landvörður munu fara fyrir göngunni,
ásamt Ragnheiði Karítas Pétursdótt-
ur, sóknarpresti í Ingjaldshólspresta-
kalli, sem sér um helgihald.
„Við göngum þarna Guði til lofs og
dýrðar, í lotningu og þökk fyrir sköp-
unarverkið og áminnum um mikil-
vægi þess að vernda náttúruna,“ út-
skýrir Ragnheiður. „Ég sem sóknar-
prestur mun annast helgistundir í
upphafi og lok ferðana. Sæmundur
Kristjánsson fléttar inn í þetta fróð-
leik um staðarhætti og fleira á leið-
inni. Á meðan verður doktor Pétur
Pétursson með andlegar hugleiðingar
og er því kannski rétt að kalla hann
andlegan leiðtoga gangnanna.“
Gangan í dag hefst klukkan 19.30
við forna kirkjustaðinn Saxhól. Þar
fer fram helgistund og ferðabless-
un. Að svo búnu er förinni heitið um
gamla þjóðveginn um Prestahraun og
endað á Ingjaldshólskirkju klukkan
hálf þrjú um nóttina, með helgistund
og klukknahringingu.
„Dagskrá seinni dagsins hefst
klukkan 15.30 með viðkomu í Einars-
lóni, sem er líka forn kirkjustaður,“
segir Ragnheiður. „Þar verður önnur
helgistund og ferðablessun. Þaðan
verður gengið upp Hellnakirkju, þar
sem göngunni lýkur formlega með
messuhaldi og altarisgöngu. Ekki er
gist um nóttina en skipulagðar rútu-
ferðir verða frá Ingjaldshóli að Sax-
hóli fyrri daginn og frá Hellnakirkju
að Djúpalónssandi þann seinni.“
Ragnheiður segist eiga von á góðri
þátttöku þar sem vel hafi verið mætt
í fyrra á Jónsmessu, þegar Helgi-
göngur fóru fram í fyrsta sinn. „Þá
slóst Jónína Bjartmarz, þáverandi
umhverfisráðherra, með í för sem
sérstakur heiðursgöngustjóri,“ rifjar
hún upp. „Ásamt björgunarsveitinni
Lífsbjörg í Snæfellsbæ, sem ætlar að
endurtaka leikinn í ár til að tryggja
örygga þátttakenda.“
Að lokum vill Ragnheiður benda
áhugasömum á að taka með sér góða
gönguskó, léttan bakpoka með regn-
fatnaði og nesti og drykkjarvatn,
þar sem ekki verði boðið upp á mat.
Fólki gefist hins vegar tækifæri til að
snæða þegar hlé verða gerð á göng-
unni, fyrir sögustundir og andlegar
hugleiðingar.
AFMÆLISBÖRN
Anna Frank og fjölskylda fara í felur
www.minningargreinar.is
„Ég mála sjálfsmyndir af
því að ég er svo oft ein ...
ég er viðfangsefnið sem ég
þekki best.“