Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 54
Í Árnasafni í Kaupmannahöfn er varðveitt sautjándu aldar handrit sem lætur lítið yfir sér en geymir fjársjóð sem tengir íslenskt þjóðlíf á þeim tímum og jafnvel fyrr við menningarheim Evrópu. Það er úr fórum Rasmusar Rask málfræðings en ýmsum getum hefur verið leitt að því hver skrif- aði handritið upp: það geymir nótur að 223 lögum við íslensk ljóð, sum frumsamin, en önnur uppsuðu úr erlendum textum: söngva við erlend þjóðkvæði, tvísöngva, sálma, drykkjuvísur og margt fleira. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarmaður, tónlistarfræð- ingur og pistlahöfundur hér í Fréttablaðinu til skamms tíma, hefur eytt drjúgum tíma í að rannsaka handritið og grafast fyrir um hvaðan þessi tónlist sem það geym- ir sé upprunnin. Fyrir skömmu greindi Árni Heimir frá því í erindi um Melódíu að handritið bæri öll merki þess að vera ætlað skrifaranum sjálfum, sem hefði líklega langað til að eiga öll uppáhaldslögin sín á sama stað. „Það hljómar kannski einkennilega, en þetta gamla íslenska handrit er iPod síns tíma. Þarna safnaði ein- hver óþekktur einstaklingur öllum uppáhaldslögun- um sínum í eina bók sem hann gat farið með hvert sem var og sungið fyrir sjálfan sig og aðra. Kannski getum við sagt að lögin þarna séu „topp 200“ lög 17. aldarinn- ar á Íslandi, og það gerir handritið auðvitað einstakt í sinni röð. Þetta voru lögin sem nafntoguðustu menn og konur þessa tíma hafa eflaust raulað fyrir munni sér, t.d. Hallgrímur Pétursson, Brynjólfur Sveinsson bisk- up og Ragnheiður dóttir hans,“ segir Árni Heimir. Nú hefur Árni bætt um betur: Sönghópurinn Carm- ina hefur nú hljóðritað 33 þeirra laga sem er að finna í Melodiu og komið á disk. Þar með eru tónsmíðarnar úr handritinu komnar hringinn: þær lifnuðu við fyrir mörgum öldum í hugum Íslendinga og komast nú aftur til sinna heimkynna, í íslensk eyru. Diskurinn er af- rakstur rannsókna sem Árni Heimir og Guðrún Laufey Guðmundsdóttir sagnfræðingur hafa unnið að í nokkur ár og hlutu meðal annars styrk úr Rannsóknasjóði. Að sögn Árna Heimis lá mesta vinnan í að grafast fyrir um hvaðan lögin væru upphaflega komin. „Lengi vel var talið að flest ef ekki öll lögin í Melódíu væru íslensk þjóðlög, en nú er komið í ljós að málið er ekki alveg svo einfalt. Mörg þeirra eru komin frá meginlandi Evrópu og nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Okkur hefur tekist að finna lögin í handritum og prentuðum bókum meðal annars frá Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Frakklandi og Spáni, sem þýðir að við getum notað upp- runalegu útsetningarnar sem stundum fylgdu ekki lög- unum til Íslands. Þetta gefur diskinum skemmtilegan blæ og greinilegt að miklu meira var um alþjóðlega tón- listarstrauma á Íslandi á 16. og 17. öld en nokkurn hafði órað fyrir.“ Það er Smekkleysa sem gefur diskinn út og honum fylgir ítarlegur bæklingur þar sem saga hand- ritsins og laganna er rakin. Auk þess fylgja söngtextar á íslensku og í enskri þýðingu Bernards Scudder. Carmina er annars nýkomin úr tónleikaferð til Sví- þjóðar þar sem hópurinn flutti efnisskrá úr Melód- íu á Stockholm Early Music Festival, sem er ein virt- asta endurreisnartónlistarhátíð Norðurlanda. Tónleik- ar Carminu vöktu mikla athygli og var mál manna að söngur Íslendinganna hafi slegið rækilega í gegn, en meðal annarra gesta hátíðarinnar voru spænski gömb- uleikarinn Jordi Savall og sveit hans, Hesperion XXI. „Það hefur mikið verið spurst fyrir um þetta verkefni frá alþjóðlegum tónlistarhátíðum og við erum strax komin með fleiri boð sem við erum að vinna úr. Það er gífurlegur áhugi erlendis á því að gægjast inn í gamla íslenska tónlistarheiminn og mjög spennandi að fá að taka þátt í þessari miklu endurreisn á okkar gamla söngarfi.“ Útgáfa disksins er menningarsögulegur viðburður og í flutningi Carmina vakna lögin og ljóðin á ný og bæta stórri vídd inn í íslenska menningarsögu. Um helgina lýkur sýningu í Nýló á risastóru rýmisverki sem listakonan Anna Sigmond Guðmundsdóttir vann sérstaklega fyrir Nýlistasafnið. Þar má sjá æpandi liti í bland við óhugnanlegar myndir og skær ljós inni í lokuðu rými með þykkum svörtum leiktjöldum. Hljómsveitin Kolber Kolkoba mun enda hana með tónleikum á laugardag. Anna Sigmond Guðmundsdóttir er hálf-íslensk en hefur aldrei áður sýnt á Íslandi. Nýlistasafnið er á Laugavegi 26 en gengið er inn Grettisgötumegin. Opið er mið.-sun. milli 12-17. Handverk og hönnun hefur nú haft aðsetur í nýuppgerðu húsi Innrétt- inganna í Aðalstræti 10 í Reykja- vík um nokkurt skeið. Á fimmtu- dag var þar opnuð ný sýning á vegum samtakanna. Hún kall- ast Á skörinni. Þar sýna Margrét Þórarinsdóttir handgerða fugla, Snjólaug Sigurjónsdóttir sýnir útsaumaðar myndir og Fitjakot sýnir púða. Margrét hefur búið til fugla í hátt í tuttugu ár og feng- ist við ýmist annað handverk. „Frá fjöru til fjalls“ kallar Mar- grét fuglasýninguna. Útsaumur- inn er henni mjög hjartfólginn, þar leikur hún sér með liti, form og áferð og má segja að Snjólaug sé að reyna að mála með nálinni. Á sýningunni „Á skörinni“ sýnir hún myndaröð sem kallast „Hjart- ans mál“. Okkar margbreytilegu tilfinningar eru tengdar við hjart- að og er Snjólaug í myndum sínum að túlka þær í litum, formi, efni og áferð. Guðrún Hannele Henttinen og Rannveig Helgadóttir vinna saman undir nafninu Fitjakot. Á sýningu Fitjakots verða púðar með hinum mörgu andlitum Fridu Kahlo. Kveikjan er hið sterka og litríka myndmál listakonunnar sem málaði m.a. margar sjálfs- myndir. Púðar hafa það hlutverk að vera til þæginda en ekki síður augnayndi. Sýningin stendur til 2. ágúst 2007. Sýnt í Innréttingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.