Fréttablaðið - 06.07.2007, Síða 58

Fréttablaðið - 06.07.2007, Síða 58
Nú þegar árið 2007 er hálfnað er ekki úr vegi að staldra við og skoða stöð- una í tónlistarheiminum. Og þá kemur tvennt upp í hugann. Í fyrsta lagi að hnignun tónlistariðnaðarins heldur áfram og í öðru lagi að árið stefnir í að verða yfir meðallagi hvað gæði útgefins efnis varðar. Það fyrrnefnda þrátt fyrir það síðarnefnda... Plötusala í Bandaríkjunum hefur dregist saman um sextán prósent það sem af er ársins og samdrátturinn er mun meiri ef litið er til baka til ársins 2000. Annarsstaðar í heiminum er líka samdráttur þó að hann sé heldur minni. Á Íslandi hefur verið aukin sala á innlendum plötum undanfarin ár, en minni sala á erlendu efni. Tölur fyrir árið 2007 liggja ekki á lausu. Samkvæmt úttekt Rolling Stone hefur 5.000 starfsmönnum í plötuiðnaðinum í Bandaríkj- unum verið sagt upp störfum á síðustu sex árum (nú síðast 400 manns hjá Warner í maí) og stóru plötufyrirtækin eiga í verulegum vandræðum. Niðurhal og samkeppni við aðra afþreyingu eru helstu ástæður. Plötubúðum hefur líka fækkað mikið bæði í Bandaríkjun- um og Evrópu og nú sem fyrr eru uppi kenn- ingar um að dagar plötunnar séu senn taldir. Ef gæði útgáfunnar er einhver vísbending þá er hinsvegar ekki ástæða til að óttast. Í ár eru þegar komnar út fjölmargar frábærar plötur bæði íslenskar og erlendar. Ég nefni sem dæmi nýjar plötur LCD Soundsyst- em, Battles, Of Montreal, The National, Dizzee Rascal, Deerhunter, Ju- stice og Rufus Wainwright í erlendu deildinni og plötur Seabear, Skáta, Ólafar Arnalds, Aminu, Bjarkar, Gus Gus og Ölvis í þeirri innlendu. Það hriktir í stoðum gömlu útgáfurisanna og útgáfulandslagið á kannski eftir að gjörbreytast á næstu árum. Persónulega er ég hinsveg- ar engan veginn tilbúinn að samþykkja þær hrakspár að platan sem slík leggist af og tónlistarmenn fari bara að gefa út stök lög og spila á tónleik- um. Allar bestu plöturnar eru heildstæð verk, ekki bara safn af lögum og ég held að hvort sem þær verði seldar á diskum eða MP3-skrám eða hreinlega gefnar þá muni tónlistarmenn áfram finna hjá sér þörf til að búa til plötur. Gott plötuár þrátt fyrir samdrátt Margverðlaunaður danshöfundur og einn af dómurum So You Think You Can Dance DANSFESTIVAL DWC 21.-22. JÚLÍ Allar nánari upplýsingar í síma 553 0000 í World Class, Laugum. Sjá einnig www.worldclass.is Hefur hlotið American Dance Music Awards og MTV Awards, sem besti danshöfundurinn. Dan Karaty kemur sérstaklega á vegum: NÁMSKEIÐIN ERU FYRIR ALLA! SKIPT Í BYRJENDA- OG FRAMHALDSHÓPA ÞAÐ HEITASTA FRÁ NEW YORK ! VILT ÞÚ EIGA DANSTÍMA MEÐ DAN KARATY? EINUNGIS ÞESS A HELGI! 100% SKEMMTU N LOFAÐ!!! SJÓÐHEITAN Danshöfundur m.a. Jessicu Simpson, Kylie Minogue og Britney Spears. GÓÐUR OG SVALANDI DANSGLEÐI með: Þriðja plata Interpol er væntanleg í búðir eftir helgi en þriðja plata ýmissa listamanna hefur oft reynst þeim þrautinni þyngri. Steinþór Helgi Arnsteins- son athugaði málið betur. Hljómsveitin Interpol byrjaði fyrst að vekja athygli upp úr síðustu aldamótum og eftir stuttan túr um Bretland var sveitin meðal annars fengin til að spila hjá útvarpsmann- inum John Peel hjá BBC. Hljóm- sveitin samdi loks við plötuútgáf- una Matador sem þykir með þeim virtari í sínum bransa (hefur haft á sínum snærum sveitir eins og Yo la tengo, Pavement, Belle & Sebastian og fleiri). Í lok árs 2002 leit síðan platan Turn on the Bright Lights dagsins ljós sem er án nokkurs vafa ein af betri plötum áratugarins. Önnur platan, Antics, kom út tveimur árum seinna og fékk ekki nærri eins góðar viðtökur hjá gagnrýnendum. Nýlega var platan meira að segja valin ein af mestu vonbrigðum seinni ára hjá einum blaðamanni Stylus Magazine. Við- tökurnar voru samt sem áður engan veginn falleinkunn fyrir sveitina enda seldist Antics frekar vel og er þrátt fyrir allt stórfín plata sem hefur margt upp á að bjóða. Nú, nærri þremur árum eftir Ant- ics, hefur Interpol kvatt Matador og er búið að flytja sig yfir til eins af plöturisunum. Ekkert óvenju- legt skref, ef út í það er farið, enda sveitin orðin eitt af stærstu nöfnun- um í tónlistarsenunni í dag. Þetta hafa einnig margar stórkostlegar sveitir gert við fínan orðstír (Sonic Youth, Modest Mouse og R.E.M til þess að nefna örfáar). Our Love to Admire heitir svo nýi gripurinn. Inniheldur ellefu lög og eiga þau að tryggja stöðu sveitar- innar og helst auðvitað að bæta um betur. Mörg bönd og margir tónlist- armenn hafa hins vegar lent í mikl- um vandræðum með þriðju breið- skífu sína. Interpol er samt þannig sveit að nánast engar líkur eru á því að nýja platan floppi. Mikið hefur samt gengið á hjá sveitinni enda viðurkenndi trommarinn Sam Fogarino í færslu á heimasíðu Int- erpol í fyrra að bandið hefði hætt fjórum sinnum á síðustu misserum. Lítið hefur verið skrifað um nýju plötuna enda eru meðlimir Interpol þekktir fyrir andúð sína á fjölmiðl- um. Aðalgítarleikari sveitarinnar, Daniel Kessler, sagði hins vegar nýlega í viðtali við NME að sveitin hefði notast við hljómborð frá upp- hafi til enda við gerð plötunnar, eitt- hvað sem Interpol hefur ekki gert áður. Þeir fáu miðlar sem skrifað hafa um plötuna til þessa lýsa henni sem mun útværari en fyrri plötur og hafi mun grófari áferð. Fyrsta smáskífa plötunnar, The Heinrick Maneuver, gefur til kynna að sveitin ætli að halda sínu striki og ber með sér þennan eitraða Interpol-keim. Kemst þó ekki upp á sama stall og mörg bestu lög sveitarinnar. Sveitinni hefur tekist líka stórvel að koma í veg fyrir leka á plötunni og erfitt hefur verið að nálgast hana, nánast ómögulegt. Fáir dómar hafa einnig litið dagsins ljós. Níu af tíu hjá Drowned in Sound og eingöngu þrír af fimm hjá All Music Guide gefa manni lítið meira en eitt stórt spurningarmerki. Sveitin hefur verið að spila vítt og breitt um Evrópu um þessar mundir og fer síðan til Bandaríkj- anna í haust. Ég sá sveitina spila í Noregi um síðustu helgi og varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Með- limir virtust hálf áhugalausir og spiluðu eingöngu þrjú lög af nýju plötunni. Undir lokin náði sveitin samt að framkalla þá töfra sem ég tengi við Interpol. Gefur manni von um að nýja platan valdi ekki von- brigðum en hún kemur í verslanir hérlendis næstkomandi mánudag. „Platan kom áður út fyrir tíu árum, þann sjöunda sjöunda 1997. Þetta er hugmynda- fræðileg plata sem geng- ur alfarið út á töluna sjö og verknaðinn við að gera plöt- una frekar en lögin sjálf,“ segir Curver sem endurút- gefur plötuna Sjö á morgun. Platan var tekin upp á sjö dögum árið 1997. Í 7 daga vaknaði Curver klukkan 7.00 á morgnana eftir 7 klukku- tíma svefn. Til að vakna tók hann 7 armbeygjur og fór svo í 7 mínútna sturtu. Frá klukkan 7.00 til 24.00 hafði hann 17 klukkutíma til að semja og taka upp grunn að lagi á 7 hljóð- rásir. Lögin eru allt að sjö mínútur á lengd en byrja á sjö mínútna fresti þannig að ef lagið er fjórar mínútur er þriggja mínútna þögn þar til næsta lag byrjar. „Ég hafði það alltaf í huga að endurútgefa plötuna 07.07.07. Mig langaði samt til að gera þetta einhvern veginn upp á nýtt þannig að hún kemur út á DVD disk. Á disknum er stafræn end- urhljóðjöfnun af plötunni, upptaka af plötuspilara að spila alla plötuna, viðtal sem Andrea Jóns tók við mig á sínum tíma í tilefni útgáf- unnar, alls konar myndir og fleira dót.“ Platan kemur út í 77 númeruðum eintök- um sem kosta 777 kr stykkið. Curver endurútgefur Sjö

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.