Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 64

Fréttablaðið - 06.07.2007, Side 64
 Knattspyrnuheimurinn logaði í gær vegna síðara marks Bjarna Guðjónssonar gegn Kefla- vík í fyrrakvöld. Þegar Keflvík- ingar bjuggust við því að Bjarni myndi láta þá fá boltann eftir að leikmaður ÍA fékk aðhlynningu vegna meiðsla hafnaði boltinn í marki Keflavíkur eftir langskot Bjarna. Sjálfur segir Bjarni að hann hafi aldrei ætlað að skora úr skotinu. Hann vildi losa pressuna og senda boltann aftur fyrir endamörk. „Ég er fyrsti maðurinn til að viðurkenna að ég ætlaði aldrei að skora. Ef það hefði verið ætlun mín væri líðan mín í dag ekki eins og hún er,“ sagði Bjarni. „Við- brögð mín eftir að ég skora hljóta að sýna og sanna að ég ætlaði ekki að skora.“ Keflvíkingar hópuðust að Bjarna eftir atvikið og þurfti að stía mönnum í sundur. Spurður hvort ekki hefði verið hægt að leiðrétta þetta mark með því að leyfa Keflvíkingum að skora strax í næstu sókn sagði Bjarni að það hefði sennilega verið hægt að gera einmitt það. „Hins vegar voru viðbrögð Kefl- víkinga ekki í lagi. Þeir réðust að mér, ekki bara einn eða tveir held- ur allir. Það er ekki þeim að þakka að ég var ekki sleginn niður, held- ur því að ég var dreginn í burtu.“ Bjarni sagðist hafa rætt þetta mál við þjálfara ÍA, Guðjón Þórð- arson. Sjálfur sagði Guðjón í sam- tali við Fréttablaðið að viðbrögð Keflvíkinga hefðu ekki gefið til- efni til þess að gefa þeim mark á móti. „Það varð allt vitlaust,“ sagði Guðjón. „Ef þeir hefðu bakkað frá á þessum tímapunkti og við hefð- um getað rætt málin, hefðum við getað leyft þeim að labba í gegn og skora. Sú staða komst hins vegar aldrei á koppinn vegna framkomu Keflvíkinga.“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, er ekki að kaupa af- sakanir feðganna. „Ég stend við það sem ég sagði í sjónvarpsviðtalinu eftir leik,“ sagði hann. Þá sagði hann að Bjarni hafi gert þetta með ásetn- ingi og væri honum til skammar. „Mér finnst einnig að ekkert skuli hafa verið gert í framhald- inu mjög óheiðarlegt og óíþrótta- mannslegt.“ Hann segir að ásetningur Bjarna hafi verið greinilegur. „Hann var búinn að reyna þetta áður en hitti bara ekki. Það er líka óeðlilegt að sparka boltanum frá miðju og koma honum þannig aftur fyrir endamörk. Það er bara óeðlilegt.“ Bjarni sagði aðspurður að hann myndu engu breyta fengi hann tækifæri til þess. „Ekki miðað við hvernig viðbrögð Keflvíkinga voru eftir leikinn. Það viðhorf sem þeir sýndu sérstaklega eftir leikinn finnst mér til háborinnar skammar.“ Skilaboð hans til Keflvíkinga voru skýr. „Markið sem ég skor- aði átti aldrei að verða mark. Ég biðst afsökunar á því. Sennilega hefði verið hægt að leysa málið öðruvísi. En úr því sem komið var er markið minnsta áhyggjuefnið af því sem gerðist í lok leiksins og eftir hann.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði að ekki hafi komið til greina að gefa Keflavík mark á móti marki Bjarna Guðjónssonar vegna viðbragða þeirra eftir markið. Þjálfari Keflvíkinga sagði framkomu Skaga- manna óheiðarlega og óíþróttamannslega. Bjarni segir að markið umrædda hafi verið slysamark. Aðstandendum ÍA og Keflavíkur ber ekki saman um atburðarrásina sem átti sér stað að loknum leik liðanna í fyrra- kvöld. Ljóst er að Bjarki Freyr Guðmundsson, varamarkvörður Keflavíkur og fyrrum leikmaður ÍA, og eiginkona Bjarna Guðjóns- sonar áttu orðaskipti. Sjálfur sagði Bjarni að eigin- kona sín hafi verið miður sín eftir atvikið. „Það er vægt til orða tekið. Þetta var mikið sjokk fyrir okkur. Ég hef spilað mikið af leikjum við misjafnar aðstæður en yfirleitt eru öll deilumál einfaldlega búin þegar leikurinn er flautaður af.“ Bjarni gat ekki sagt frá því hvað þeim fór á milli en Guðjón Þórð- arson, þjálfari ÍA, sagði málið al- varlegt. Spurður um hvort hótan- ir um líkamsmeiðingar og þaðan af verra hafi átt sér stað svaraði hann því játandi. „Það er ekkert sem réttlætir þá framkomu að vaða á konu sem er með börnin sín á leikvelli með svívirðingum og hótunum. Það er eitthvað sem knattspyrnuyfirvöld geta ekki látið ótalið. Það verður fjallað um þetta í okkar garði því við munum aldrei geta sætt okkur við þetta. Það er ekkert sem ger- ist út á fótboltavelli sem réttlætir svona framkomu.“ Bjarki Freyr vísaði þessu alger- lega á bug í samtali við Fréttablað- ið. „Ég vil segja sannleikann sem er að þetta er helber lygi. Hún (eiginkona Bjarna) öskraði í and- litið á mér og var einfaldlega í móðursýkiskasti. Hún öskraði tóma vitleysu. Það síðasta sem ég sagði við hana er að hún ætti frek- ar að lesa yfir manninum sínum hvað heiðarleiki er.“ Bjarki vísaði einnig fullyrðing- um um áðurnefndar hótanir á bug. „Guðjón Þórðarson er þekktur lygari og gerir allt til að hreinsa sjálfan sig af einhverjum sökum. Hvar sem hann hefur verið hefur allt verið öllum öðrum en honum að kenna.“ Kristján Guðmundsson tekur undir orð Bjarka Freys. „Ég er orðlaus yfir þeirri umræðu sem hefur átt sér í stað í fjölmiðlum í dag og þeim orðum sem þeir feðg- ar hafa látið út úr sér.“ Sjálfur segist hann hafa átt orðaskipti við konu sem honum skilst að sé eiginkona Bjarna Guð- jónssonar. „Þegar ég labba upp að vallar- húsinu byrjar þessi kona að öskra á mig og spyr hvort ég ætli að standa við það sem ég sagði í sjón- varpsviðtalinu á Sýn. Hún hót- aði mér einnig málshöfðun vegna líkamsárásar. Þannig hefst þetta og ég veit að það var hún sem réðst að Bjarka, ekki öfugt.“ Hann ítrekaði furðu sína á um- mælum Skagamanna. „Menn eiga ekki að kasta steinum úr glerhúsi, sérstaklega ekki í þeirri aðstöðu sem þeir feðgar eru nú í eftir þetta atvik. Ég hef farið yfir þessi mál með leikmönnum okkar og við erum sjálfir með vitni að þessum atburði.“ Ásakanir á báða bóga hjá ÍA og Keflavík Stimpingar fyrir framan búningsklefa ÍA Síðara mark Bjarna Guð- jónssonar fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld er væntanlega eitt það umdeildasta sem hefur verið skor- að í íslenskri knattspyrnu. Þannig lýsir Bjarni markinu sjálfur en hann fékk boltann eftir að Skaga- menn taka innkast. Þá hafði leik- maður Keflavíkur sparkað boltan- um út af svo að hægt væri að hlúa að leikmanni ÍA sem lá meiddur á vellinum. „Ég fékk boltann eftir innkastið. Ég er að fara að sparka boltanum yfir til Keflvíkinga þegar ég heyri að Baldur (Sigurðsson) kemur utan í mig. Það fyrsta sem ég hugsa þá er að hann megi ekki fá boltann á þessum vallarhelmingi. Aðeins nokkrum mínútum áður gerði ég sama hlutinn og sparka boltanum þannig að markvörður- inn getur tekið markspyrnu. Þarna ætlaði ég að gera það ná- kvæmlega sama. Baldur hleypur tvö til þrjú skref og hættir svo. Ég vissi það ekki og er kominn á ferð með boltann þegar ég skýt honum. Ég vissi ekki af Ómari (Jó- hannssyni, markverði Keflavíkur) og horfi ekki á hann þegar ég tek skotið.“ „Má ekki missa boltann þarna“ Síðara markið sem Bjarni Guðjónsson skoraði fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld á sér ekki mörg fordæmi en svipað atvik átti sér stað í leik KR og Fram árið 1995. Í stöðunni 1-1 meiðist KR-ingur og Framarar sparka boltanum út af. KR tekur innkast og spila bolt- anum áfram í sókn þar sem Einar Þór Daníelsson skorar gegn óvið- búinni vörn Framara. „Við vildum meina að leikur- inn hefði aldrei stöðvast vegna meiðsla. Það getur vel verið að það hafi verið misskilningur í gangi,“ sagði Einar Þór þegar hann rifjar atvikið upp. Hann segir að aldrei hafi komið til greina að gefa Fram mark. „Framarar voru súrir en það voru engin slagsmál eða leiðindi sem fylgdu,“ sagði Einar. Þess má svo geta að Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, var þá þjálfari KR. KR skoraði líkt mark árið 1995

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.