Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.07.2007, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 06.07.2007, Qupperneq 67
 Miðjumaðurinn Stefán Gíslason skrifaði í gær undir fimm ára langan samning við danska úr- valsdeildarliðið Bröndby. „Það er mikill léttir að vera búinn að klára þetta og ég er mjög sáttur,“ sagði Stefán en félagið hefur fylgst með honum í nokkurn tíma. Stefán var seldur frá Lyn í Nor- egi þar sem hann hefði orðið samn- ingslaus í haust. „Það voru nokk- ur félög sem sýndu mér áhuga en mér fannst Bröndby vera mest spennandi kosturinn og það var alltaf fyrsti kostur hjá mér. Ég lít á þetta sem skref upp á við fyrir mig. Ég var búinn að ákveða að færa mig um set frá Lyn fyrir nokkru síðan,“ sagði Stefán. Stefán skoðaði sig um hjá fé- laginu í gær og leist vel á það sem hann sá. „Þetta lítur virkilega vel út. Allar aðstæður eru eins og best verður á kosið og hér er mikið um hefðir. Markmiðin hjá klúbbnum eru skýr og metnaðurinn er mikill. Bröndby lenti í sjötta sæti á síð- asta tímabili sem er versta geng- ið er mér sagt síðan félagið var stofnað. Ég held að mér muni líða vel hér,“ sagði Stefán. Talið er að kaupverðið á Stef- áni nemi allt að 110 milljónum ís- lenskra króna. Lyn sá þann kost- inn vænstan að selja Stefán til að missa hann ekki frítt í haust en fé- lagið gaf það út að það vildi aldrei missa landsliðsmanninn. Valdi mest spennandi kostinn Forseti Real Madrid, Ramon Calderon, sagði á opin- berri heimasíðu félagsins í gær að rætt hefði verið við fjóra stjóra með það fyrir augum að þeir tækju við knattspyrnustjórastöð- unni hjá félaginu. Þetta eru þeir Bernd Schuster, Ronald Koem- an, Michael Laudrup og Arsene Wenger. „Við ræddum við þessa fjóra en það virðist rökrétt að Schuster verði næsti stjórinn okkar,“ sagði Calderon jafnframt en allar líkur eru á því að skrifað verði undir samninga þessa efnis í næstu viku. Rætt við fjóra mögulega stjóra Rúnar Kristinsson bað um skiptingu á 34. mínútu í leik KR og Fylkis á miðvikudaginn vegna veikinda. Rúnar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði verið slappur undanfarna daga en taldi sig tilbúinn í slaginn gegn Fylki. Annað kom þó á daginn. „Ég prófaði mig fyrir upphitun- ina sem ég tók svo þátt í en eftir að leikurinn hófst hafði ég litla krafta. Ég náði eiginlega ekkert að vakna í leiknum. Ég bað því um skiptingu til að setja frískan mann inn. Ég vona þó að ég sé að hress- ast,“ sagði Rúnar sem er vongóður um að geta leikið með KR-ingum í VISA-bikarnum gegn Val á þriðju- daginn. Fór út af vegna veikinda Stórleikur verður á Val- bjarnarvelli klukkan 19.15 í kvöld þegar topplið Vals og KR mætast í Landsbankadeild kvenna. Eftir sex umferðir hafa félögin unnið alla leiki sína og er því um algjör- an lykilleik að ræða fyrir fram- vindu deildarinnar. Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR, sagði við Fréttablaðið í vik- unni að Vesturbæjarliðið yrði að vinna alla leiki sína í deildinni og innbyrðisviðureignirnar við Val til að verða meistari. Elísabet Gunn- arsdóttir, þjálfari Vals, sagðist í gær hlakka mjög til leiksins og að öll einbeiting Valsstúlkna væri á orrustunni í kvöld. Stórleikur Vals og KR í kvöld U19 ára landslið karla stendur í ströngu þessa dagana þar sem það keppir í Gautaborg á Opna Evrópumótinu í handbolta. Liðið er komið í milliriðil þar sem það gerði tvö jafntefli í gær. Fyrst gerði liðið 22-22 jafntefli við Tékka og síðar 26-26 jafntefli við Slóvena. Í dag mætir Ísland svo Norð- mönnum og Eistum. Tvö jafntefli í Svíþjóð í gær Þessar vörur fást í verslunum 66°Norður í Faxafeni og Bankastræti. Vandaðir dún- og fibresvefnpokar sem halda þér heitum við íslenskar aðstæður. Verð frá 10.200 kr. REYKJAVÍK: Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 KÓPAVOGUR: Smáralind GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 www.66north.is Komdu og líttu á úrvalið Útilega framundan? EXPED Fold Dry Bag Snilldarlausn fyrir blauta íslenska veðráttu. Heldur öllu þurru sem í pokann fer! Margar stærðir og margir litir. Verð frá 1.900 kr. 66 °N o rð u r/ ju n i0 7 Hágæða ítalskir gönguskór. ARC TARP Eins og verönd við tjaldið þitt. Tekur 2 mínútur að setja það upp. 1,8 kg pakkað saman. Passar á öll tjöld og er frábært í garðinn eitt og sér. 24.500 kr. WALLCREEPER Wallcreeper svefnpokinn virkar sem svefnpoki, úlpa og teppi. Fullkomin með Bivy bag til að sofa undir berum himni. Gæsadúnn með ribstop skel 1,1 kg pakkaður. 27.800 kr. EXPED Down Mat Nauðsynleg fyrir ferðalög á Íslandi. Margverðlaunaðar dýnur með silikonhúðuðum dún sem gerir hann vatnsheldan og veitir þrisvar sinnum meiri einangrun en hefðbundin dýna. Tekur lítið pláss í bakpokanum. 13.900 kr. EXPED Bivy Bag Einstaklega léttur hlífðarpoki sem ver gegn veðri og vindum án þess að verða rakur að innan. 18.500 kr. SIM LIGHT dýnurnar fylla sig sjálfar af lofti. Léttar og þægilegar, 700 - 900 g pakkaðar. EXPED Down booty Gæsadúnsokkar, halda köldum tám hlýjum og kósý. Tilvalið í tjaldið, bústaðinn eða heima.Svefnpoki fyrir fæturna, léttir og þægilegir. 6.900 kr. SYN MAT 11.500 kr. eins og Down Mat nema með gervifyllingu SIM LIGHT Verð frá 8.800 kr. Grant Hill gerði í gær tveggja ára samning við Phoenix Suns. Hill fær um fjórar milljónir dala á samningstímanum en mikill missir er að honum fyrir Orlando Magic en Hill virti einnig fyrir sér til- boðum frá Detroit Pistons, Miami Heat, Dallas Mavericks og meist- araliði San Antonio Spurs. Hill fór til Suns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.