Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 4
edda.is vinsÆlasta Íslenska unglingabÓk allra tÍma komin Í kilju! Aðeins 1.290 kr. „Honum hefur hrakað mjög mikið og er farinn að sýna mikla áráttuhegðun sem ekki var til staðar í Englandi þar sem hann naut þjónustu. Hér fáum við ekki einu sinni pláss fyrir hann á leik- skóla,“ segir Halla Rut Bjarnadótt- ir, móðir Ívans Victors, fjögurra ára einhverfs drengs. Ívan var ásamt yngri bróður sínum á biðlista eftir leikskólaplássi á leikskólanum Heiðarborg. Í maí var komið að drengjunum en þá tilkynnti Emelía Möller leikskólastjóri Höllu að aðeins yngri drengur- inn hennar fengi inni í leikskól- ann. Ekki væri til nægur mann- skapur til að sinna jafn veiku barni og Ívan, þótt reglur Reykjavíkur- borgar kveði á um að fötluð börn eigi að njóta forgangs fram yfir heilbrigð börn. Halla segist hafa fengið þau svör frá borginni að barnið fái inni í haust í öðru hverfi en fjölskyldan býr í. Hún segir þessa löngu bið þó reyna mjög á, sérstaklega í ljósi þess hve þjónusta og þjálfun sem á að vera veitt á leikskóla er mikil- væg börnum með jafn alvarlega fötlun. „Mér er sagt að leikskólinn hafi ekki mannafla til að veita honum þjónustu og því þykir mér furðulegt að það eina sem mér er boðið upp á er gæsla á gæsluvelli þar sem hann getur verið hjá ófag- lærðu fólki í um þrjá tíma á dag. Það þykir svo allt í lagi,“ segir Halla. „Mér finnst ótrúlegt að heyra þetta. Og ótrúlegt að ekki hafi verið leitað frekari leiða til að leysa vanda þessarar fjölskyldu. Það er margsannað að snemmtæk og markviss íhlutun er einhverfum börnum afar mikilvæg, fyrir færni þeirra og vellíðan. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg það í reglum sínum að börn með sérþarfir eigi að njóta forgangs,“ segir Gerður Aagot Árnadóttir, læknir og formaður Landssamtaka Þroskahjálpar. Halla og eiginmaður hennar geta ekki unnið nema hálfa vinnu vegna þess að leikskólapláss skortir. Hún segir fjölskylduna undir miklu álagi vegna veikinda Ívans en kvíð- inn vegna þeirra afleiðinga sem hljótist geti af því að hann fari á mis við þjálfun sem honum er nauðsynleg sé þó enn meiri. „Það var svo afar kaldhæðið að þegar ég ætlaði að fara með hann á gæsluvöllinn hafði leikskólinn Heiðarborg fengið lóðina þar lánaða þar sem Brúðubíllinn var að koma í heimsókn. Þar sem börnin á leik- skólanum áttu að fá að horfa á sýn- inguna var okkur vísað frá þennan dag,“ segir Halla. Fær ekki hjálp þótt heilsunni hraki Fjögurra ára einhverfur drengur sem þarf á mikilli þjónustu og þjálfun að halda hefur ekki fengið inni á leikskóla. Samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar á hann þó að njóta forgangs. Heilsu hans hrakar. Læknir segir aðstæðurnar algerlega óviðunandi. Nítján ára gamall Íslendingur brotnaði illa á báðum fótum í Amsterdam um síðustu helgi þegar hann stökk af svölum hótelsins sem hann dvaldi á, undir áhrifum ofskynjunarsveppa. Fram kemur á vef hollenska blaðsins De Volkskrant að maðurinn, sem var á ferðalagi í borginni, hafi borðað þrettán ferska ofskynjunarsveppi ásamt félaga sínum. Hann hafi þá fyllst ofsóknar- æði, hulið eyru sín með höndunum, hlaupið að svölunum og stokkið fram af. Hann reyndi að skríða áfram eftir að hann lenti en komst ekki langt sökum meiðslanna. Hann var fluttur á spítala og reyndist mikið meiddur. Ekki er víst að hann nái sér nokkru sinni að fullu af fótameiðslunum. Faðir mannsins flaug til Amsterdam til að sækja hann og var von á þeim til Íslands í gær. Fram kemur í fréttinni að ferskir ofskynjunarsveppir séu löglegir í Hollandi, en þurrkaðir ekki. Þá segir að tvö önnur alvarleg tilvik hafi komið upp á undanförnum mánuðum í kjölfar neyslu ferskra sveppa. Í mars lést sautján ára stúlka eftir að hafa stokkið niður af þaki húss. Í júní sturlaðist breskur ferðamaður, gekk berserksgang á hótelherbergi sínu og kastaði munum út um gluggann niður á gangstétt með þeim afleiðingum að gangandi vegfarandi slasaðist. Aðeins einn sótti um embætti sóknarprests Dóm- kirkjuprestakalls í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra; séra Hjálmar Jónsson. Umsókn- arfrestur rann út 10. júlí síð- astliðinn, en embættið er veitt frá 1. október næstkomandi. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumál- aráðherra, veitir embættið. Séra Jakob Á. Hjálmarsson, sóknarprestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, lætur af embættinu í haust að eigin ósk. Hann var skipaður sóknarprestur árið 1989 og hefur því gegnt embættinu í nítján ár. Hjálmar Jónsson er prestur við Dómkirkjuna. Hjálmar eini umsækjandinn Stjórn Heimdallar segir ótrúlegt að opinberir eftirlitsmenn noti þá sólardaga sem borgarbúar fá til þess að framfylgja reglum um borðafjölda veitingastaða. Kemur þessi yfirlýsing í kjölfar frétta um afskipti starfsmanna Víneftirlitsins af kaffihúsagestum og eigendum sem höfðu fleiri borð úti en leyfi voru fyrir á dögunum. Segir stjórnin það broslegt að yfirvöld hafi sett í lög þann fjölda borða sem kaffihús og veitinga- staðir megi hafa utandyra. Gestir sem sitji úti valdi hvorki truflun né hættu og hvetur Heimdallur starfsmenn eftirlitsins til að njóta veðurblíðunnar með öðrum. Víneftirlitið fari í sumarfrí Átta lóðir undir einbýlishús í Úlfarsárdal gengu af í nýafstaðinni úthlutun. Að sögn Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sóttu ýmist engir um þessar lóðir eða væntanlegir kaupendur hættu við. Dregið var um lóðirnar úr hópi umsækjenda. „Allir áttu að greiða jafnhátt verð, ellefu milljónir, fyrir einbýlishúsalóð- ina, óháð staðsetn- ingu lóðanna eða stærð væntan- legra húsa. Mesta athygli í nýjum úthlutunarreglum hefur þó vakið að hið fasta verð er margfalt gatnagerðargjald en það gengur gegn skýrum kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum um ódýrar lóðir fyrir alla,“ segir Dagur. Átta lóðir enn án kaupanda Úthlutun lóða í Úlfarsárdal hefur verið samþykkt í borgarráði. Úthlutað var bygging- arrétti fyrir 380 íbúðum í fjórum fjölbýlishúsum, ellefu raðhúsum, 27 parhúsum og 65 einbýlishúsum. Samtals eru þetta 107 lóðir og 380 íbúðir. Lóðir í vestari hluta hverfisins eru þegar byggingar- hæfar og eru sumir komnir af stað með framkvæmdir. Í eystri hlutanum verða lóðir byggingar- hæfar í október eða nóvember. Þar er nú unnið við gatnagerð og lagnir. Um tíu þúsund manns verða í Úlfarsárdal þegar hverfið verður fullbyggt. Sjá má lista yfir lóðarhafa í frétt á heimasíðu framkvæmdasviðs undir rvk.is. Gengið frá lóðaúthlutun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.