Fréttablaðið - 14.07.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 14.07.2007, Síða 26
Loftleiðarútan hjá Guðmundi Jónassyni ehf. er hátt í hálfrar aldar gömul. Hún er samt í fullu fjöri enda nýuppgerð. Fyrrum starfsmenn Loftleiða hafa þann sið að hittast í Keilu- höllinni í Öskjuhlíð fyrsta fimmtu- dag hvers mánaðar til að rabba saman og rifja upp gamlar minn- ingar. Eftir júlíhittinginn fengu þeir óvænta heimsókn. Þá kom Gunnar Guðmundsson forstjóri hjá Guðmundi Jónassyni ehf. á nýuppgerðri rútu af árgerð 1960 með merki Loftleiða framan á og bauð hópnum á rúntinn. Bifreið sú var mikið notuð til flutnings flug- áhafna og farþega milli Reykja- víkur og Keflavíkurflugvallar á tímum gamla Keflavíkurmalar- vegarins. Einnig voru farþegar á leið frá Lúxemborg til Bandaríkj- anna ferjaðir í henni frá Reykja- víkurflugvelli niður í Tjarnar- kaffi í Oddfellowhúsi til að borða kvöldverð á meðan eldsneyti var sett á vélarnar. Allir Loftleiðamennirnir mundu vel eftir bílnum, flestir höfðu verið farþegar í honum fyrr á árum og glöddust yfir að hitta þennan gamla farkost aftur. Bifreiðin er af gerðinni Mer- cedes Benz LP 322 og tekur 34 farþega. Guðmundur Jónasson festi kaup á henni af Ræsi hf árið 1960 og kom undirvagninn til landsins þá um sumarið en yfir- byggingin var smíðuð í Bílasmiðj- unni á Laugavegi 176. Smíðinni lauk í nóvember og var bifreiðin skráð R 373 og tekin strax í notkun. Auk ferða með flugfarþega til og frá Keflavík voru farnar áætl- unarferðir á rútunni til Hólmavík- ur og ferðir með hópa vítt um landið. Eftir að reglur um hægri umferð tóku gildi, 26. maí 1968, var farþegahurðin færð af vinstri hlið á þá hægri en stýrið var áfram hægra megin. Upphaflega var rútan með afturdrifi en var breytt um 1970 í framdrifsbifreið og var eftir það meira notuð til fjallaferða. Alan Mytton, breskur ferðafrömuður sem kom með hópa til landsins í áratugi, fór að nota hana um 1980 fyrir ferðir sínar um Ísland og vildi enga aðra bifreið og var hún í ferðum fyrir hann til aldamóta. Í dag hefur hún að mestu sitt upp- haflega útlit, sömu sætin, sama lit og sömu farangursþakgrind. Vél- inni hefur þó verið breytt úr 120 hestöflum í 140. Nýuppgerð eðalbifreið með íslensku húsi Undanfarin ár hefur hjólhýsum fjölgað verulega á Íslandi og samhliða því merkja forráða- menn Norrænu að fólk ferðist í auknum mæli með slík híbýli til útlanda. „Ég hef voðalega lítið tölulegt fyrir mér en við sjáum auðvitað mikið af hjólhýsum koma og fara með skipinu,“ segir Jóhann Jóns- son framkvæmdastjóri Austfars á Seyðisfirði og bætir því við að það sé engin spurning um að aukning hafi verið á þessum ferðamáta á undanförnum árum. „Fólk byrjar oft á að ferðast innanlands þegar það fær hjólhýsi en leitar síðan út fyrir landsteinana með það. Eins hefur alltaf verið eitthvað um það í gegnum tíðina að fólk kaupi sér hjólhýsi erlendis og flytji hingað heim með Norrænu.“ Jóhann segir að auðvitað þurfi að borga aukalega fyrir aftaní- vagna enda taki þeir oft heilmikið pláss. „Þetta eru oft mjög stórir vagnar og það þarf auðvitað að borga fyrir það. Venjulegur fólks- bíll er oft í kringum 4,5 metrar en hjólhýsin eru jafnvel sex til sjö metra löng,“ segir hann og bætir því við að ferðamáti fólks sé mjög mismunandi en þeir sem kjósi að ferðast með Norrænu séu almennt á eigin vegum. „Við höfum boðið upp á pakka með ferð og gistingu úti en það hefur verið mjög lítil eftirspurn eftir því. Það er erfitt að segja til um það hvort hagstæð- ara sé fyrir fólk að ferðast með hjólhýsin með sér eða kaupa sér gistingu þegar út er komið enda eru margir þættir sem vega þar á,“ segir Jóhann og bætir því við að það færist í vöxt að fólk ferðist með Norrænu. „Við höfum merkt aukningu ár frá ári í nokkurn tíma. Skipið siglir allt árið svo við getum ekki bætt við ferðum en erum að ná betri og betri nýtingu á skipinu þannig að þetta vinnst á því,“ segir Jóhann. Fjöldi hjólhýsa með Norrænu SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Garðtraktorar Nú er tækifæri að eignast Sentinel garðtraktor á betra verði! Úrval garðtraktora með eða án grassafnara, stærðir 12,5 - 18 hö.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.