Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 25
Arnar Sigurðsson er svo hrifinn af bílum að pabbi hans bjóst við því að framtíðareiginkona hans yrði að ganga fyrir mótor. Mótor, bílar og bensín er líf og yndi Arnars Sigurðs- sonar bifvélavirkja. Hann á þrjá bíla; einn hvers- dagsbíl Dodge Durango árgerð 1999, gamla Mözdu sem Arnar kallar kvartmíluapparatið og síðan sparibílinn Lexus IS 300 turbo. „Lexusinn var allt annar þegar hann var keyptur nýr árið 2003. Síðan þá er búið að bæta í hann túrbókitt, stærri spíssa, bensíndælu og túrbínu- grein. Þegar ég fékk hann fyrir rúmu ári bætti ég við annarri tölvu og fór að fikta í henni til að gera hann öflugri,“ segir Arnar Sigurðsson, bifvélavirki og bílaáhugamaður. Bíllinn var 200 hestöfl nýr, en hefur bætt við sig nokkrum hestöflum síðan hann komst í hendurnar á Arnari. „Ég nota Lexusinn eiginlega ekki neitt. Hann stendur mikið heima og er bara notaður um helgar. Kærastan mín er mikil bílaáhugakona og er mest á honum. Síðan förum við líka á kvartmílu- brautina í Hafnarfirði og leikum okkur,“ segir Arnar sem situr bara í hjá pabba sínum þegar hann fer í vinnuna. „Ég hef aldrei farið á Lexusnum í vinnuna. Hann er bara sparibíll og núna stendur til að selja hann svo ég geti keypt mér íbúð. Það verður mikil eftir- sjá en einhverju þarf maður að fórna,“ segir Arnar sem stefnir á að keppa í kvartmílu í sumar á gömlu Mözdunni. Arnar hefur lengi verið í rallíinu, fyrst sem aðstoðarmaður í fimm ár og síðan sem ökumaður. Kærastan, Kolbrún Gunnarsdóttir, er forfallin bíla- áhugakona eins og Arnar og að eigin sögn eru þau sannkallað bílapar. „Pabbi sagði alltaf að konan mín yrði að ganga fyrir mótor ef sambandið ætti að ganga. Enda eru bílar líf mitt og yndi. Það er ekkert blóð sem streymir um æðarnar á mér. Bara bensín,“ segir Arnar hlæjandi. Með bensín í æðunum Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.