Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 52
lofttegunda frá gasvinnslustöðinni verði í algjöru lágmarki. „Með þessari tækni breytist þessi starfsemi úr því að vera hluti af vandamálinu [vegna gróður- húsaáhrifanna] í að vera hluti af lausninni,“ segir Sverre Kojedal. Annað dæmi um mikilvægar tækninýjungar í gasvinnslustöð- inni er gerð sjálfs „frystiskáps- ins“, kælibúnaðarins sem kælir síað jarðgasið niður í fljótandi form við 163 gráðu frost. Kælibún- aðurinn er tæknilegt hjartastykki stöðvarinnar. Hann var smíðaður í Cadiz á Suður-Spáni og síðan flutt- ur með stærsta flutningaskipi heims alla leið norður eftir, meira en 2.000 km langa leið, þar sem honum var síðan smellt í samband við annan búnað sem búið var að byggja upp á staðnum. Nú telst það magn gass sem hægt er að sækja upp úr borholunum á Mjallhvítarsvæðinu vera um 193 milljarðar rúmmetra. Á núverandi verðlagi er söluandvirði þess yfir 4.000 milljarðar íslenzkra króna. Gert er ráð fyrir að það muni taka 25-30 ár að koma þessu gasmagni í gegnum vinnsluferlið. Að sögn Kojedals er gasvinnslan á Mjallhvítarsvæðinu aðeins byrj- unin á gas- og olíuvinnslu í Bar- entshafi. Rannsóknir benda til að allt að fjórðung þeirra nýtanlegu jarðgas- og olíulinda sem eftir er að uppgötva í heiminum sé að finna í Norðurhöfum. Eftir því sem Norðurheimskauts- ísinn hopar í takt við hlýnun loftslags, og eftir því sem leitar- og borunartækninni fleygir fram, er þetta viðkvæma hafsvæði að opnast fyrir nýju olíu- og gasvinnslukapphlaupi. Með Mjallhvítarsvæðinu eru Norð- menn nú frumkvöðlar í slíkri vinnslu svo hátt í norðri og hafa þar með aflað sér tækni- og verk- kunnáttu sem skapar þeim forskot á aðra. Þar sem stærsti hluti olíu- og gaslindanna í Barentshafi er talinn vera í rússneska hluta þess skiptir þetta máli fyrir samskipti Norðmanna og Rússa á þessu sviði. Norsk fyrirtæki hafa sótzt eftir að taka þátt í að bora eftir gasi á svonefndu Shtokman-svæði í rússnesku Barentshafslögsög- unni. Gaslindirnar þar eru taldar geyma minnst 2.400 milljarða rúmmetra af jarðgasi – það er meira en tólffalt það magn sem vitað er um á Mjallhvítarsvæð- inu. En á Shtokman-svæðinu er hafdýpið og fjarlægðin frá landi mun meiri en á Mjallhvítarsvæð- inu – dýpið er um 350 metrar og fjarlægð frá landi um 550 kíló- metrar – sem gerir það að mjög krefjandi verkefni að koma gas- inu þaðan í vinnslu. Rússar hafa hins vegar mótað þá stefnu að hleypa engum erlendum fjárfest- um með beinum hætti að nýtingu orkulinda Rússlands. Að sögn Kojedals er hans fyrirtæki, Statoil, þó alveg rólegt yfir því þar sem staðreyndin sé sú að norsku fyrirtækin búi yfir þekkingu, tækni og reynslu sem Rússar munu þurfa á að halda þegar þeir fara út í að sækja til dæmis gasið á Shtokman- svæðinu. „Við trúum á þetta svæði,“ segir Kojedal, og á þar við hina miklu gas- og olíuvinnslumöguleika í Bar- entshafi. Reikna megi með því að það muni taka um 20 ár til viðbótar að fullkomna tæknina til gas- og olíuvinnslu við hinar erfiðu aðstæð- ur hánorðursins. Sú tækni þarf að gera unnt að gera borholur á allt að 500 metra hafdýpi, á svæðum þar sem jafnvel er hafís, og hún þarf að vera örugg svo að sem minnst hætta sé á mengunarslysi í hinu viðkvæma vistkerfi norður- hjarans. Kojedal bendir á að það losni miklu minni koltvísýringur út í andrúmsloftið við brennslu jarð- gass en kola, og þannig stuðli aukin gasvinnsla að því að gera orkubúskap margra landa umhverfisvænni, þar sem gas- orkuver koma í stað kolaorku- vera. Það sem sé þó ef til vill enn mikilvægara við að nýta gas- og olíulindir Norðurhafa tengist orkuöryggi Evrópu. Ríki Evrópu- sambandsins, sem eru mjög háð innflutningi á orku, eru mjög áhugasöm um að skjóta sem flestum stoðum undir orkuað- kaup sín. Í flestum tilvikum þýðir þetta í raun að viðkomandi lönd vilja verða minna háð inn- flutningi frá Rússlandi og Persa- flóalöndunum og því er áhuginn á að kaupa norska Barentshafs- gasið mikill. Megnið af gasinu frá Mjallhvít- arsvæðinu verður flutt til Banda- ríkjanna, þar sem Statoil hefur komið upp eigin móttökustöð fyrir fljótandi gasið frá Melköya. En vegna hins mikla áhuga í Evrópu verður gasið einnig selt þangað í gegn um gasbirgðastöðvar á Spáni. Síðustu mánuði hefur hver eining gasvinnslustöðvarinnar á Melk- öya verið í prófun. Verkefnið er níu mánuðum á eftir upprunalegri áætlun, sem Kojedal segir að sé skiljanlegt vegna þeirra mörgu nýjunga sem finna þurfti upp á til að leysa öll vandamál sem upp komu við smíði norðlægustu gas- vinnslustöðvar heims. „Í ágúst hefst framleiðsla á fljótandi gasi í stöðinni,“ segir Kojedal. Fyrsta skipið sem sigli á markað með Mjallhvítargas leggi upp frá Melk- öya í haust og stefnt sé að því að framleiðslan og útflutningurinn verði síðan komin í fullan gang um áramótin. G asvinnslan í Hammerfest á sér langan aðdrag- anda. Það var í byrjun níunda ára- tugar síðustu aldar sem norsk yfirvöld gáfu út fyrstu leyfin fyrir gas- og olíuleit í norska hluta Barentshafsins. Strax árið 1981 fannst fyrsta gaslindin, sem fékk nafnið Askeladd. Skammt þar frá fannst síðan Albatross- svæðið og loks Mjallhvít árið 1983, en það svæði hefur að geyma mesta gasmagnið. Þessar gaslindir eru á 300-350 metra hafdýpi. Borholurnar eru síðan um tveggja og hálfs kílómetra djúpar. „Með þeirri tækni sem tiltæk var á þessum tíma gat nýting þess- ara linda ekki borgað sig,“ útskýr- ir Sverre Kojedal, upplýsinga- stjóri Mjallhvítarverkefnisins hjá Statoil, norska ríkisolíu- og gasfyrirtækinu. Málið hafi síðan verið tekið upp á ný árið 1997, en þá höfðu framfarir í borunar- og leiðslulagningartækni á hafsbotni, auk hækkandi verðs á jarðgasi, opnað nýja möguleika. Á næstu fimm árum þróaðist málið áfram, unz árið 2002 lá fyrir að ráðizt yrði í framkvæmdir. Ákveðið var að þannig yrði gengið frá borholunum og leiðslunum frá þeim á hafsbotni, að enginn bor- pallur þyrfti að vera varanlega yfir þeim, og hægt væri að stýra flæðinu upp úr þeim beint frá landi. Þannig er gengið frá borhol- unum, að hægt er að draga troll yfir þær án þess að þær eða trollið hljóti skaða af. Þetta er mikilvægt atriði til að gasvinnslan lendi í sem minnstum hagsmunaárekstri við aðalatvinnuveginn í Norður- Noregi, sjávarútveginn. Jafnframt var ákveðið að leiðsl- urnar yrðu teknar á land á eynni Melköya við Hammerfest og gasið unnið til útflutnings þar. Statoil festi kaup á eynni og hefur nú, í félagi við fleiri fyrirtæki, fjárfest alls 58 milljarða norskra króna, andvirði yfir 600 milljarða íslenzkra, í að breyta eynni í fyrstu gasvinnslustöðina af sinni gerð í Evrópu, og á hún reyndar engan sinn líka í heiminum. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í atvinnustarfsemi sem í hefur verið ráðizt í Norður-Noregi fyrr og síðar. Sú tækni að frysta jarðgas niður í fljótandi form og flytja það þannig á tankskipum er að vísu sem slík ekki ný – allnokkur reynsla er af slíkum flutningum í Austur-Asíu og víðar. En eins og gefur að skilja þegar ráðizt er í slíkt verkefni langt fyrir norðan heimskautsbaug – Hammer- fest er norðan við 70. breiddargráðu – þarf að leysa mörg vandamál sem ekki koma upp þegar framkvæmt er á suðlægari slóðum. Þess vegna hefur þurft að sérsníða margvísleg- ar nýjar tæknilegar lausnir til að reisa norðlægustu gasvinnslustöð heims. Meðal hinna fjölmörgu aðila sem komið hafa að framkvæmd- inni er íslenzka verktakafyrirtæk- ið Ístak, sem í umboði danska móð- urfyrirtækisins Pihl & Sön kom að byggingu brimvarnagarða í kring um athafnasvæðið á Melköya. Íslenzka fyrirtækið naut þar reynslu sinnar af að vinna við nátt- úrulegar aðstæður sem svipar mjög til þeirra sem eru þarna við norðausturjaðar Atlantshafsins. Alls hafa fram til þessa um 22.000 verkamenn og aðrir starfs- menn frá yfir 60 löndum komið að Mjallhvítar- og Melköya-verkefn- inu. Við smíði stöðvarinnar unnu þar að jafnaði um 3.000 manns en þegar hún verður komin í reglu- bundinn rekstur mun hann skapa um 500 manns atvinnu á Hammer- fest-svæðinu, að sögn Kojedals, þar af um 180 í stöðinni sjálfri. Kojedal útskýrir, að auk þess að þola veðurhörkur hánorðursins með tilheyrandi sjógangi þurfi búnaðurinn í gasvinnslustöðinni á Melköya að uppfylla margvísleg- ar aðrar kröfur. Þannig á til dæmis að vera hægt að fanga koltvísýr- inginn sem fellur til í vinnsluferl- inu og dæla honum aftur niður í borholurnar. Það hefur hvergi verið reynt áður. Kojedal segir að enn sé verið að vinna í því að þróa þessa tækni, en hún muni verða til þess að losun gróðurhúsa- Gasævintýrið í Norðurhöfum Í haust munu hefjast flutningar á frystu jarðgasi í risavöxnum tankskipum frá Hammerfest í Norður- Noregi. Siglingaleið þessa eldfima farms mun liggja framhjá Íslandi. Auðunn Arnórsson heimsótti nyrsta bæ heims og fræddist um gasævintýrið í Norðurhöfum, sem að sögn er aðeins að byrja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.