Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 18
Morgunninn fór í að pakka niður. Eins og fyrri daginn lenti það að mestu leyti á frú Sólveigu. Verka- skiptingin er í grófum dráttum þessi: Hún setur niður í töskur. Ég sé um að draga þær milli staða. Vit og strit í góðri sam- vinnu. Það er skemmst frá því að segja að starfsliðið á Forum kvaddi okkur eins og aldavini og ættingja með kossum og faðm- lögum. Það þótti mér skemmti- leg reynsla. Aldrei áður hefur þjónn kvatt mig með kossi og þakkað mér fyrir þá ánægju að fá að stjana við mig. Af norrænum hroka hafði ég spáð því að tyrknesk innritun í flug gæti tekið jafnvel ennþá lengri tíma en innritun í Kefla- vík. Það fór þó á annan veg. Næst hlakkaði í mér yfir því að vopnaleitarmenn væru hálf- sofandi við störf sín því að lítersflaska af vatni rann athuga- semdalaust gegnum skoðun. Við brottfararhliðið beið okkar önnur vopnaleit. Litla Sól, Andri og frú Sólveig fóru í gegn athuga- semdalaust en ég var umsvifa- laust leiddur á afvikinn stað af mjög alvörugefnum lögreglu- þjóni. Ástæðan kom í ljós augna- bliki síðar. Í svörtum bakpoka sem lögreglumennirnir töldu að væri á mínum vegum höfðu fund- ist tvö skotvopn. Annað þeirra var vatnsbyssa, gul og rauð að lit. Hitt vopnið var loftbyssa sem skýtur plastkúlum allt að tíu metra undan vindi. Andri minn sem er bara níu ára hefur greinilega ekki ennþá öðl- ast fullan skilning á því að full- orðið fólk notar byssur til annars en að leika sér að þeim. Ég get ekki sagt að ég sé hrifinn af því að börn leiki sér með byssur en það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Sem þýðir að það stendur upp á fullorðna fólkið að afvopnast á undan börnunum. Meðan ég rifjaði í huganum upp atriði um meðhöndlun fanga í Tyrklandi úr myndinni Mid- night Express handléku lögreglu- mennirnir vopnin fyrir framan mig og sneru þeim á ýmsa vegu. Síðan stungu þeir byssunum ofan í umslag og skrifuðu nafnið mitt utaná og höfðu vegabréfið mitt til hliðsjónar. Svo réttu þeir mér vegabréfið, klöppuðu mér á bakið og óskuðu mér góðrar ferðar. Hafandi gert ráð fyrir að eyða nóttinni í tyrknesku fangelsi fannst mér allt að því notalegt að hreiðra um mig í þrengslunum í flugvélinni. Litla Sól valt út af steinsofandi rétt fyrir flugtak en byssu- maðurinn ungi hélt sér vakandi ofurlítið lengur. Lagt var af stað skömmu eftir miðnætti, nokkurn veginn á áætluðum tíma. Í óðagotinu við að tína réttar ferðatöskur af færibandinu rétt náðum við að kveðja okkar indælu ferðafélaga, frænkurnar Ingu og Birtu og doktorana Árnýju og Össur. Félagsskapur- inn við þau var að minnsta kosti hálf ánægjan í ferðalaginu. Það var gott að koma heim. Krakkarnir voru glaðir að sjá foreldra sína og báru ömmu og afa merkilega vel söguna. Lífið er aftur að falla í sinn gamla farveg. Andri fór í sund í dag og hitti þar frænkur sínar frá Tyrklandi, Birtu og Ingu. Össur var ekki með þeim. Hann er vafalaust aftur tekinn til við að stjórna landinu. Í Tyrklandi gerði hann stormandi lukku fyrir hermigáfu sína. Einn aðgangsharður sölumað- ur var staðráðinn í að neyða inn á hann einhverjum teppisbleðli sem Össur sýndi lítinn áhuga. Þegar sölumaðurinn gerði hlé á máli sínu til að kasta mæðinni byrjaði Össur góðlátlega að herma eftir sölutalinu: „I swear to God that this is the best price. Ég sver til Guðs að þetta er gjaf- verð.“ Þetta vakti mikla kátínu meðal kaupahéðna og ekki síst var sölumaðurinn stoltur af því hversu Össuri tókst vel að til- einka sér tjáningarmáta hans. Þetta var góð ferð. Tyrkland, sem áður var aðeins nafn á landakorti, er nú orðið að lifandi minningu um fólk sem þrátt fyrir aðrar aðstæður og aðra siði sýndi okkur gestrisni og vin- semd á borð við það besta sem þekkist í íslenskum sveitum. Og sumt af þessu fólki mun aldrei líða mér úr minni, eins og dugn- aðarforkarnir Fidan-bræður sem ég hlakka til að hitta aftur við fyrsta tækifæri. Tesshekkur ederim. Í dag hitti ég útgefandann minn, Jóhann Pál. Í heiðursskyni við Jóhann Pál er ég með bókaútgefanda í bók- inni minni. Sá heitir Hervar og á að sjálfsögðu ekkert skylt við minn forleggjara. Hervar þessi heldur sig mest í sumarbústað sínum úti í sveit og tekur köttinn sinn með sér og forðast eftir bestu getu að eiga samskipti við taugabilaða og metnaðarsjúka rithöfunda. Sú vera sem Hervar elskar mest í lífinu er kötturinn hans sem heitir Glámur og er vanur að færa húsmóður sinni einhvern smælingja í morgung- jöf sem hann hefur verið að kvelja og murka úr lífið. Að þessu sinni er morgungjöf- in frá kettinum Glámi í sumar- bústaðnum óvenjuleg því að hann kemur inn með afskorinn þumalfingur af manni. Hvort sem það er nú þessum kafla að þakka eða ekki er Jóhann Páll ákveðinn í að gefa „Engil dauðans“ út í haust. Fyrstu drög að kápunni eru til- búin. Nú stendur það bara upp á mig að nýta tímann. Það er því fyrirsjáanlegt að þetta verður mesta blíðviðrissumar í manna minnum úr því að ég neyðist til að sitja innanhúss við skriftir. Það er fátt í fréttum sem glepur mann frá vinnu. Mikið óskaplega er friðsælt í veröldinni meðan öll mikilmenni heimsins eru í sumarfríi. Enda tel ég sem sannur stjórnleysingi það mikilvægt hagsmunamál fyrir alla heimsbyggðina að stjórnmálamenn bæði nær og fjær fái sem allralengst sumar- frí, jólafrí, vetrarfrí, páskafrí og helst haustfrí líka. Neytendasamtökin eru að spyrja stjórnvöld þeirrar spurningar sem öll þjóðin er að velta fyrir sér: Hvað í dauðanum hafi orðið um þá kjarabót sem lækkun virðisaukaskatts á matvörur átti að hafa í för með sér? Það væri gott ef nýir ráðherr- ar legðu frá sér sólarolíuna um stundarsakir og reyndu að vinna fyrir kaupinu sínu. Sennilega á þetta sér yfirnáttúrulegar skýr- ingar því að jarðnesk skynsemi dugir ekki til að útskýra af hverju varningur hækkar þegar skattálagning á hann er lækkuð. Enda hefur mig lengi grunað að við hérna á sker- inu séum í ánauð hjá miskunnar- lausum Marsbúum sem hafi séð sér leik á borði og tekið sér hér bólfestu árið sem skrattinn hirti síðasta danska einokunarkaup- manninn. Ástæðan fyrir þessum grun- semdum mínum er sú að verðlag á matvöru hér á landi er stjarn- fræðilegt. Að lokum langar mig að senda íslenska lækninum Aðalsteini Arnarsyni baráttukveðjur sem rekur netsíðuna minlyf.net og býðst til að kaupa lyf fyrir Íslendinga á normal lyfjaverði í Svíþjóð. Ef þetta framtak Aðal- steins dugir til að koma höggi á þá glæpsamlegu verðlagningu á lyfjum sem hér viðgengst í skjóli einokunar eða fákeppni á tví- mælalaust að reisa styttu af honum við hliðina á Skúla fóg- eta. Svona menn eiga yfirvöld að styðja og reyna að læra af þeim – í stað þess að siga á þá kerfis- fólki og láta hanka þá á einhverj- um lagakrókum. Kjarni málsins er sá að flest okkar sem búum á þessu landi erum orðin hundleið á að láta okra á okkur. Á valdi Marsbúa? Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá handtöku fyrir vopnaburð á flugvelli, kossaflensi við tyrkneska þjóna, íslenskri hermi- kráku, blóðþyrstum ketti, afskornum þumalfingri og félagsfælnum bókaútgefanda. Einnig er spurt hvort Íslendingar séu á valdi Marsbúa. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.