Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 70
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Uppsetningu Vesturports á rokk- söngleiknum Jesus Christ Super- star hefur verið frestað fram til jóla, en upphaflega áform- aði hópurinn að frumsýna leikinn um mitt sumar. „Við stefndum svona á það, en sumarið er bara svolítið erfitt. Það er erfitt að draga fólk af veröndinni og inn í leikhús,“ sagði Björn Hlynur Har- aldsson, leikstjóri verksins, sem sett verður upp í Borg- arleikhúsinu. Hann mun kalla leikhóp- inn saman til æfinga í október. „Hljómsveitin er komin langleið- ina með tónlistina, svo þetta er komið langt á veg,“ sagði hann. Fjölmargir þekktir íslenskir tónlistarmenn og leikarar taka þátt í upp- setningunni. Krummi Björgvins leikur Jesú sjálfan, Jenni úr Brain Police bregður sér í hlutverk Júdasar og Bjarni Hall úr Jeff Who? leikur Pétur. Björn Hlynur segir það ekki gera hlutina auðveldari að þátt- takendur í sýningunni komi úr svo mörgum áttum. „Það er mikið af fólki í kringum þetta sem þarf að púsla saman,“ sagði hann. Björn Hlynur situr þó ekki aðgerðalaus á meðan. Hann situr nú við skriftir á nýju verki fyrir Leikfélag Akureyrar sem hann setur upp þar á bæ eftir áramót. „Ég fer þangað í janúar. Ég næ að ýta Jesus Christ úr vör áður en ég fer norður, svo þetta passar bara mjög vel,“ sagði hann. Í lok vetr- ar hefjast svo tökur á kvik- mynd eftir leikriti Jóns Atla Jónassonar, Brim. Jesus Christ Superstar frestað til jóla „Svona mál taka einfaldlega sinn tíma og ég er ekkert á tauginni,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker, sem bíður enn eftir rétta tilboðinu í einbýlishús sitt á Vatnsleysu- ströndinni sem nú hefur verið á sölu í fáeinar vikur. „Það hafa fjölmargir komið að skoða húsið en ég bíð ennþá sallarólegur eftir rétta tilboðinu. Fólk er náttúrlega svolítið upptekið um þessar mundir við að kaupa sér blokkaríbúðir í Skuggahverfinu á 250 milljónir,“ segir Sverrir í léttum dúr og hristir hausinn. Ekkert verð er sett á húsið heldur er óskað eftir tilboði og vísar tónlistarmaðurinn á Fasteignamarkað- inn í því sambandi. Samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins er viðmiðunar- verð hússins í kringum 49 milljónir og segir Sverrir að það hljóti að vera rétt en að öll tilboð séu að sjálfsögðu skoðuð. Hann segir glimrandi gott að búa á Vatnsleysuströnd. „Þetta er svona falin paradís rétt eins og Ell- iðavatnið sem menn uppgötvuðu fyrst fyrir 15 árum síðan. Maður er þarna í kyrrð og ró og fuglasöng rétt við golfvöllinn og ekki með nágranna uppi í nefinu á sér, en ef maður vill í stuðið þá er ekki nema korters keyrsla í Hafnarfjörð. Maður er nú ekki beint eins og einhver sauðaþjófur í afdölum,“ segir Sverrir, sem vill þó lítið segja til um framtíðarbúsetu sína nema hvað hann telur líklegt að hún verði erlendis. „Ég geng óbundinn til byggða og útiloka ekki neitt, eins og stjórnmála- mennirnir segja. Það getur vel verið að ég flytji til Bessastaða, nú eða að ég byggi mér snotran píramída í Egyptalandi. Það kemur allt til greina.“ Sverrir Stormsker bíður eftir rétta tilboðinu „Strákurinn stóð sig eins og hetja. Þetta kom okkur foreldrunum hálfpartinn á óvart þótt við vissum að hann væri seigur og allt það,“ segir knattspyrnumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson um þá staðreynd að sonur hans, Ísak Bergmann, skoraði sex mörk á Kaupþingsmótinu í knattspyrnu sem fram fór á Akranesi nýverið. Ísak varð þar með markahæstur í D-liði Skagamanna. Það væri kannski ekki fréttnæmt ef ekki væri fyrir það að leikmenn á mótinu eru almennt á bilinu 7-8 ára gamlir en Ísak er hins vegar nýorðinn fjögurra ára. „Við vorum stödd á Akranesi þegar mótið fór fram og langaði að leyfa honum að prófa að taka þátt í því. Það reyndist auðsótt mál. Pabbinn var náttúrlega trylltur á hliðarlínunni að taka myndir,“ segir Jóhannes og hlær. Hann segir að Ísak skilji boltann helst ekki við sig. „Hann er búinn að vera gjörsamlega boltasjúkur síðan hann fæddist og byrjaði að dingla löppinni í bolta um leið og hann byrjaði að labba.“ Jóhannes leikur sem kunnugt er með Burnley á Englandi en fjölskyldan býr í Manchester. Hann er kvæntur Jófríði Maríu Guðlaugsdóttur og saman eiga þau þrjá syni. Ísak er elstur. „Sá næstelsti er tveggja ára og töluvert minna spenntur fyrir boltanum. Hann er meira í því að leika sér með dúkkur og veski. Við erum heldur ekkert að reyna að troða fótboltanum upp á strákana og finnst bara gaman að sjá hvað þeir eru ólíkir.“ Ísak mætir ekki reglulega á knattspyrnuæfingar á Englandi en fær stundum að fara í knattspyrnuskóla þegar frí er í skólanum. „Hann var byrjaður að æfa þegar við bjuggum í Hollandi. Við reyndum að koma honum að hjá Manchester United þegar við fluttum en lágmarksaldur þar er átta ára. Best væri náttúrlega ef við fyndum eitthvert lið hérna í hverfinu sem hann gæti spilað með.“ Ísak tekur árangri sínum á Kaupþingsmótinu með jafnaðar- geði en viðurkennir að sér hafi gengið vel. „Ég skoraði sjö,“ segir hann spurður um markafjöldann. Hann er leiðréttur af mömmu sinni og samþykkir með semingi að mörkin hafi mögulega verið sex. Ísak hikar ekki þegar hann er inntur eftir því hvað hann hyggist vinna við í framtíðinni. „Ég ætla að verða fótboltamaður. Mér finnst skemmtilegast að vera í fótbolta en líka að spila krikket með bolta og kylfu. Svo er líka gaman í rúgbí. Þá rennir maður sér með bolta og skorar.“ Hann er heldur ekki í vafa um hvor þeirra feðga eigi betur heima á knattspyrnuvellinum. „Ég er betri. Miklu betri.“ Hrefna Rósa Sætran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.