Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 64
Er því miður ekki hluti af nýjustu seríu „Tekinn“ Boðið verður upp á risaslag í átta liða úrslitum VISA- bikars karla mánudaginn 13. ágúst þegar Valsmenn fá Íslandsmeistara FH í heimsókn í Laugardalinn. Hinir tveir úrvalsdeildar- slagirnir eiga það líka sameiginlegt að liðin mætast einnig í deildinni á svipuðum tíma. Fylkir og ÍA spila á Árbænum í bikarnum 12. ágúst og mætast síðan uppi á Skaga fjórum dögum síðar í deildinni. Keflavík fær Breiðablik í heim- sókn í deildinni 9. ágúst en fer síðan í Kópavoginn þremur dögum síðar í bikarnum. Lokaleikur átta liða úrslitanna er síðan á milli 1. deildarliðs Fjölnis og 2. deildarliðs Hauka og það er því ljóst að neðri- deildarlið kemst í undanúrslit. FH-ingurinn Tryggvi Guðmunds- son fagnar því að fá stórleik í næstu umferð. „Það er frábært að fá svona stórleik. Menn vildu kannski fá þessi lið í úrslitaleikinn en það er fullt af góðum liðum eftir þannig að það verður án efa einhver góður úrslitaleikur,“ segir Tryggvi en FH-liðið gat hugsanlega ekki fengið erfiðara verkefni. „Þetta var enginn draumadráttur en það er ágætt að fá tækifæri til að hefna tapsins fyrr en við ætluðum okkur. Við vorum yfirspilaðir og lélegri en Valur í þeim leik og kannski kom sá leikur okkur eitthvað niður á jörðina,“ segir Tryggvi, sem er staðráðinn eins og aðrir FH-ingar í að ná loksins í bikarinn. „Ég myndi halda að hungrið í bikarinn ætti að vera mikið í mönnum þar sem við höfum verið nálægt því að fara alla leið í nokkur ár en illa hefur gengið. Það væri mjög gaman að fá að taka þátt í úrslitaleiknum.“ Tryggvi var að vonast eftir því að fá nágranna- slag við Hauka. „Ég hefði viljað sjá FH og Hauka mætast til að fá að upplifa „derby-slag“ en það er enn möguleiki á því,” sagði Tryggvi að lokum. „Það gat ekki verið erfiðara fyrir FH,“ sagði Valsarinn Helgi Sigurðsson í léttum tón og bætti við: „Þetta verður hörkuleikur og góður leikur fyrir áhorfendur en ég held þó að hvorugt liðið hafi viljað að þau mættust svona snemma. Fyrst svo er var mikil- vægt að fá heimaleikinn. Það var aðalatriðið því þar eigum við að geta unnið öll lið. Mig grunaði samt fyrir fram að við myndum fá FH,“ sagði Helgi. Valsmenn eru eina liðið sem hefur unnið FH í sumar en þeir unnu 4-1 í deildinni á dögunum. „Við eigum von á erfiðum leik og sá næsti verður miklu erfiðari en sá síðasti. Það er ekki oft sem FH-ingar þurfa að hefna ófara frá því síðast en það er ágætt að fá að sjá hvernig þeir bregðast við því. Við erum alveg klárir í leikinn en það er það langt í hann að við erum ekkert byrjaðir að hugsa út í þetta. Við einbeitum okkur að deildinni núna en svo einbeitum við okkur að þessum leik þegar kemur að honum,“ sagði markahæsti leik- maður Landsbankadeildar karla í sumar. Einnig verður stórleikur í undanúrslitum kvenna þegar Breiðablik fær KR í heimsókn en Blikar slógu Íslands- og bikar- meistara Vals út í fyrrakvöld. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Keflavík og Fjölnir suður með sjó. Topplið Landsbankadeildar karla drógust saman í átta liða úrslitum VISA-bikars karla. Valsarinn Helgi Sigurðsson og FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson bíða spenntir eftir leiknum. Í undanúrslitunum hjá konunum er einnig stórleikur á milli erkifjendanna í Breiðabliki og KR. Breiðablik mun ekki senda lið til leiks í Iceland Express deild kvenna og þar með eru liðin aðeins sjö í deildinni. Breiðablik féll úr deildinni í vor en samþykkt var að fjölga liðum úr 6 upp í 8 á Ársþingi KKÍ í vor. Á heimasíðu Breiðabliks kemur fram að stjórn körfuknattleiks- deildar Breiðabliks hafi ákveðið þetta á fundi. „Við áttum góðan fund með stelpunum þar sem þetta varð niðurstaðan. Við erum að fá stelpur sem eru uppaldar í félaginu og vilja taka fram skóna á nýjan leik og spila í 1. deildinni sem er mikið fagnaðarefni. Við höldum ótrauð áfram uppbygg- ingu kvennaflokkanna í Breiða- bliki og verðum með fimm flokka næsta vetur en vorum með fjóra síðasta vetur,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, formaður deildarinn- ar, í viðtali við heimasíðu Breiðabliks. Breiðablik þigg- ur ekki sætið Íslandsmeistarar FH-inga og Fylkismenn fá um helgina annað tækifæri til þess að skora fyrir gott málefni en Landsbank- inn heitir 30.000 krónum fyrir hvert mark sem leikmenn Lands- bankadeildarinnar skora í 10. umferð karla um helgina og 9. umferð kvenna sem leikin er föstu- daginn 27. júlí. FH og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í 5. umferð en í þeirri umferð hét Landsbankinn einnig 30.000 krónum fyrir hvert mark. Skagamenn skiluðu mestu en þeir skoruðu þrjú mörk gegn KR og gáfu 90 þúsund krónur til Geðhjálp- ar en áheit Landsbankans renna til málefna sem liðin hafa sjálf valið. Hvert lið valdi sitt málefni og því munu alls nítján málefni njóta góðs af átakinu. Bankinn tryggir að hvert málefni fái að minnsta kosti 30.000 krónur takist einhverju liði ekki að skora. Fyrri hluti átaksins Skorað fyrir gott málefni fór fram fyrr í sumar og þá skoruðu leikmenn samtals 38 mörk. Konurnar stóðu sig öllu betur, skoruðu 25 mörk og söfnuðu 750.000 krónum. Karlarnir skoruðu á hinn bóginn 13 mörk og söfnuðu 390.000 krónum. Kvennalið KR skilaði mestu en fimm mörk vesturbæjarstelpna þýddu að 150 þúsund krónur runnu til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabba- meinsgreinda og aðstandendur þeirra. FH og Fylkir eru enn á núllinu Einn skrautlegasti handboltakappi allra tíma, Þjóðverjinn Stefan Kretzschmar, leggur skóna endanlega á hilluna í dag þegar hann leikur kveðju- leik sinn í Bördelandhalle í Magdeburg. Kretzschmar hefur leikið með félaginu um árabil og var óhemju vinsæll hjá stuðnings- mönnum félagsins og það lýsir sér best í því að uppselt var á leikinn á innan við klukkutíma. Í kveðjuleiknum mun stjörnulið Kretzschmars mæta liði Magde- burgar. Í liði Kretzschmars verða ekki ómerkari menn en Ólafur Stefánsson, Magnus Wislander, Lars Christiansen og Nenad Perunicic svo einhverjir séu nefndir. Þjálfararnir sem taka síðan þátt í leiknum eru Alfreð Gíslason, Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja og Noka Serdarusic, þjálfari Þýskalands- og Evrópumeistara Kiel. Alfreð og Óli með í leiknum Óhætt er að segja að spænska deildin byrji með látum helgina 25. til 26. ágúst. Spænsku meistararnir í Real Madrid fá þá nágranna sína í Atletico í heimsókn á Santiago Bernabeu- leikvanginn. Þetta verður fyrsti deildarleik- ur Real undir stjórn Þjóðverjans Bernd Schuster en liðið verður þá búið að spila í spænska ofur- bikarnum þar sem það mætir Sevilla í tveimur leikjum, 11. og 19. ágúst. Eiður Smári Guðjohnsen, Thierry Henry og félagar í Barcelona mæta Racing Santand- er í fyrsta leik. Fyrri risaslagur Real og Barca verður á Nou Camp á Þorláksmessu en sá síðari á Bernabeu 7. maí. Stórslagur í fyrstu umferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.