Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 17
[Hlutabréf] Lífeyrissjóðum er óheimilt að stunda verðbréfalán samkvæmt nýbirtri túlkun Fjármálaeftirlitsins á 36. grein laga um skyldutrygg- ingu lífeyrisrétt- inda og starfsemi lífeyrissjóða. Lagagreinin kveður á um fjár- festingaheimild- ir lífeyrissjóða. „Túlkunin lýtur að heimildum lífeyrissjóða til að stunda verðbréfalán (securities lending) en í hugtakinu felst að verðbréf eru yfirfærð tímabundið frá eiganda verðbréfanna, lánveit- anda, til lántaka gegn þóknun sam- kvæmt samningi þar um,“ segir Fjármálaeftirlitið og bendir á að fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða séu skýrt afmarkaðar í lögum. „Þar er ekki að finna heimild til að stunda verðbréfalán,“ segir Fjár- málaeftirlitið. FME fjallar um verðbréfalán Kaupþing banki hefur verið valinn besti bankinn á Norður- löndum og einnig besti bankinn á Íslandi af alþjóðlega viðskiptatímarit- inu Euromoney. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander, tók við verðlaunum Euromoney, fyrir hönd bankans, við hátíðlega athöfn í Lundúnum nú í vikulokin. Í tilkynningu frá Euromoney segir að verðlaunin séu þau virtustu í alþjóðlega bankaheim- inum. Í rökstuðningi fyrir valinu bendir tímaritið á mikinn vöxt Kaupþings í fyrra og nefnir glæsilega arðsemi eiginfjár. Besti banki Norðurlanda Hekla Energy GmbH heitir nýtt dóttur- fyrirtæki Jarðborana hf. í Þýskalandi. Höfuðstöðvar þess verða í Celle í Neðra-Saxlandi, en verkefni fyrirtækis- ins verða borframkvæmdir í Þýska- landi. Framkvæmdastjóri Heklu Energy verður Thor Növig en hann er sagður þrautreyndur í geiranum, stýrir nú næststærsta borfyrirtæki Þýskalands, ITAG Tiefbohr GmbH. Þar hefur hann verið í brúnni í 15 ár „og undir hans stjórn hefur fyrirtækið skipað sér í fremstu röð borverktaka í Evrópu,“ segir í tilkynningu Jarðborana. Bent Einarsson, forstjóri Jarðborana, segir góðan markað fyrir nýja og endurnýjanlega orku í Þýskalandi þar sem aukning í orkunotkun sé ekki síst til komin vegna verkefna á því sviði. „En hjá Jarðborunum er ánægjuefni að sú mikla þekking sem við höfum yfir langan tíma öðlast hér heima við krefjandi aðstæður skuli breytast í verðmæta útflutningsvöru,“ bætir hann við, en stofnun Heklu Energy er sögð liður í að framfylgja stóraukinni áherslu Atorku og Jarðborana á útrás sérhæfðrar þekkingar á erlenda markaði. „Nýlega var samið við þýska fyrirtækið Herrenknecht Vertical GmbH um kaup og kauprétt á nýrri gerð hátæknivæddra stórbora sem eru sérstaklega hannaðir til að afla jarðhita á miklu dýpi. Fyrsti borinn verður afhentur Heklu Energy nú í september og þegar uppsetningu, prófunum tækja- búnaðar og öðrum undirbúningi lýkur er fyrirhugað að fyrstu borfram- kvæmdir á vegum Heklu Energy hefj- ist í Suður-Þýskalandi,“ segir í tilkynn- ingu Jarðborana. Jarðboranir eru stærsta borfyrir- tæki á heimsvísu sem sérhæfir sig í jarðhita og er í eigu fjárfestingar- félagsins Atorku Group. Jarðboranir stofna Heklu Energy Wood and Company, sem er að helmingshlut í eigu Straums- Burðaráss fjárfestingarbanka, fékk í gær viðurkenningu sem besta hlutabréfamiðlunin í Tékk- landi. Viðskiptatímaritið Euromoney veitir verðlaunin. Er þetta í 9. skiptið sem Wood and Company hreppir hnossið. Straumur keypti helmingshlut í Wood and Company í júní síðast- liðnum og samdi jafnframt um kauprétt að eftirstandandi hlutum ekki síðar en fyrri hluta 2011. Bestir í Tékklandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.