Fréttablaðið - 14.07.2007, Page 17

Fréttablaðið - 14.07.2007, Page 17
[Hlutabréf] Lífeyrissjóðum er óheimilt að stunda verðbréfalán samkvæmt nýbirtri túlkun Fjármálaeftirlitsins á 36. grein laga um skyldutrygg- ingu lífeyrisrétt- inda og starfsemi lífeyrissjóða. Lagagreinin kveður á um fjár- festingaheimild- ir lífeyrissjóða. „Túlkunin lýtur að heimildum lífeyrissjóða til að stunda verðbréfalán (securities lending) en í hugtakinu felst að verðbréf eru yfirfærð tímabundið frá eiganda verðbréfanna, lánveit- anda, til lántaka gegn þóknun sam- kvæmt samningi þar um,“ segir Fjármálaeftirlitið og bendir á að fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða séu skýrt afmarkaðar í lögum. „Þar er ekki að finna heimild til að stunda verðbréfalán,“ segir Fjár- málaeftirlitið. FME fjallar um verðbréfalán Kaupþing banki hefur verið valinn besti bankinn á Norður- löndum og einnig besti bankinn á Íslandi af alþjóðlega viðskiptatímarit- inu Euromoney. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander, tók við verðlaunum Euromoney, fyrir hönd bankans, við hátíðlega athöfn í Lundúnum nú í vikulokin. Í tilkynningu frá Euromoney segir að verðlaunin séu þau virtustu í alþjóðlega bankaheim- inum. Í rökstuðningi fyrir valinu bendir tímaritið á mikinn vöxt Kaupþings í fyrra og nefnir glæsilega arðsemi eiginfjár. Besti banki Norðurlanda Hekla Energy GmbH heitir nýtt dóttur- fyrirtæki Jarðborana hf. í Þýskalandi. Höfuðstöðvar þess verða í Celle í Neðra-Saxlandi, en verkefni fyrirtækis- ins verða borframkvæmdir í Þýska- landi. Framkvæmdastjóri Heklu Energy verður Thor Növig en hann er sagður þrautreyndur í geiranum, stýrir nú næststærsta borfyrirtæki Þýskalands, ITAG Tiefbohr GmbH. Þar hefur hann verið í brúnni í 15 ár „og undir hans stjórn hefur fyrirtækið skipað sér í fremstu röð borverktaka í Evrópu,“ segir í tilkynningu Jarðborana. Bent Einarsson, forstjóri Jarðborana, segir góðan markað fyrir nýja og endurnýjanlega orku í Þýskalandi þar sem aukning í orkunotkun sé ekki síst til komin vegna verkefna á því sviði. „En hjá Jarðborunum er ánægjuefni að sú mikla þekking sem við höfum yfir langan tíma öðlast hér heima við krefjandi aðstæður skuli breytast í verðmæta útflutningsvöru,“ bætir hann við, en stofnun Heklu Energy er sögð liður í að framfylgja stóraukinni áherslu Atorku og Jarðborana á útrás sérhæfðrar þekkingar á erlenda markaði. „Nýlega var samið við þýska fyrirtækið Herrenknecht Vertical GmbH um kaup og kauprétt á nýrri gerð hátæknivæddra stórbora sem eru sérstaklega hannaðir til að afla jarðhita á miklu dýpi. Fyrsti borinn verður afhentur Heklu Energy nú í september og þegar uppsetningu, prófunum tækja- búnaðar og öðrum undirbúningi lýkur er fyrirhugað að fyrstu borfram- kvæmdir á vegum Heklu Energy hefj- ist í Suður-Þýskalandi,“ segir í tilkynn- ingu Jarðborana. Jarðboranir eru stærsta borfyrir- tæki á heimsvísu sem sérhæfir sig í jarðhita og er í eigu fjárfestingar- félagsins Atorku Group. Jarðboranir stofna Heklu Energy Wood and Company, sem er að helmingshlut í eigu Straums- Burðaráss fjárfestingarbanka, fékk í gær viðurkenningu sem besta hlutabréfamiðlunin í Tékk- landi. Viðskiptatímaritið Euromoney veitir verðlaunin. Er þetta í 9. skiptið sem Wood and Company hreppir hnossið. Straumur keypti helmingshlut í Wood and Company í júní síðast- liðnum og samdi jafnframt um kauprétt að eftirstandandi hlutum ekki síðar en fyrri hluta 2011. Bestir í Tékklandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.