Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 12
greinar@frettabladid.is
Lífsbarátta mannkynsins hefur löngum verið erfið. Ef litið er
til þeirra tugþúsunda ára sem
tegund okkar hefur tórað á
jörðinni hefur jafnan brugðið til
beggja vona um hvort börn
kæmust til manns og enn
ólíklegra var að einstaklingar
kæmust til elli. Tími okkar
manna á jörðu hefur ekki heldur
verið samfellt framfaraskeið.
Fólk sem var uppi á steinöld mun
hafa haft það náðugt miðað við
afkomendur þeirra á síðari
öldum; fáir voru um hituna og
nóg af mat. Vinnutími fólks
hefur líklega aldrei verið styttri í
gervallri mannkynssögunni.
Hvers vegna lauk þá
paradísartilveru steinaldarfólks;
sem til dæmis má finna
minningar um í sögunni af Adam
og Evu í aldingarðinum? Jú, fólki
fór fjölgandi og þrengja fór að
hverjum og einum. Takmörkun á
fólksfjölda var erfið og kallaði á
hörku sem fólki hefur áreiðan-
lega ekki þótt neitt æskilegri þá
en nú á dögum. Mannkynið
leitaði annarra valkosta; í
landbúnaði sem kallaði á meiri
vinnu við að framkalla fleiri
hitaeiningar.
Slík vinna kallaði á skipulag og
að lokum varð til stjórnendastétt.
Þetta gerðist á ólíkum tímum í
ólíkum heimshornum og sums
staðar hefur fólk lifað á stein-
aldarstigi fram á okkar daga.
Æ síðar hefur fólksfjölgun
orsakað vandamál og kallað á
nýjar lausnir og endurskipulagn-
ingu. Ýmsar leiðir hafa verið
reyndar til að takast á við
vandann. Ein sú allra hugkvæm-
asta varð til meðal kristinna
manna þegar fjölmennir hópar
fólks kusu einlífi i klaustrum.
Dekruðum nútímamönnum finnst
tilhugsunin um slíkt líf hörmuleg
en valkostirnir voru kannski ekki
alltaf betri og sumir skelfilegir:
Trúarbrögð sem bönnuðu
barnaútburð þurftu að bjóða upp
á valkosti sem ekki kölluðu á
stjórnlausa fólksfjölgun.
Margir líta á fólksfjölgun sem
undirstöðu framfara þegar fólk
bregst við henni með því að taka
upp nýja búskaparhætti eða tekur
nýja tækni í þjónustu sína. Slík
viðbrögð hafa þó reynst undan-
tekning fremur en regla. Yfirleitt
er niðurstaðan hallæri með
tilheyrandi mannfelli. Þetta vissu
hagfræðingar 18. aldar sem spáðu
hörmungum á komandi öldum
(enda hagfræðin þá kölluð „the
dismal science“) því vitaskuld
gátu þeir ekki séð fyrir það
svigrúm sem iðnbyltingin veitti
fyrir fólksfjölgun þegar frá leið.
Fylgifiskur iðnbyltingarinnar var
hins vegar sá að gengið var á
auðlindir jarðar af meiri ákveðni
og hraða en nokkru sinni eru
dæmi til í veraldarsögunni.
Afleiðingin er sú að fyrirsjáan-
legar eru stórkostlegri breytingar
á vistkerfi mannanna og öllu
umhverfi okkar en nokkru sinni
fyrr.
Nærtæk dæmi um þær
breytingar sem fylgt hafa
tækniframförum eru áhrifin sem
stíflur og virkjanir hafa haft á
umhverfið. Á tíunda áratug 20.
aldar taldist mönnum svo til að
tveir þriðju hlutar alls rennandi
vatns á jörðinni færu í gegnum
einhvers konar stíflur. Áhrif á
vistkerfi og umhverfi hafa hins
vegar stundum verið mun meiri
og verri en menn óraði fyrir, eins
og t.d. við Aralvatn, Aswan-
stífluna og Colorado-ána. Annað
dæmi er hvernig menn hafa orðið
æ stórtækari í að flytja til
jarðveg og land, stundum með
hörmulegum afleiðingum fyrir
vistkerfið. Nú er svo komið að
vatn er eina fyrirbærið í náttúr-
unni sem flytur meiri jarðveg en
mannkynið á hverju ári og önnur
náttúruöfl eru mun smátækari.
Áhrif mannsins á jörðina og
vistkerfi hennar eru gríðarleg og
afleiðingarnar enn ekki ljósar.
Við lifum núna á öld gríðarlegrar
fólksfjölgunar. Reynsla fortíðar-
innar kennir okkur að hún leiðir
líklega af sér annað tveggja:
Hallæri og mannfelli eða
gjörbyltingu á lífsháttum okkar
og öllu þjóðskipulagi. Við getum
ekki séð fyrir hvort er líklegra
við núverandi aðstæður.
Þróun undanfarinna áratuga
gefur ekki sérstaklega tilefni til
bjartsýni eða svartsýni. Hún
gefur hins vegar ekki heldur
tilefni til þess að ætla að við
getum haldið áfram á sömu braut
stóráfallalaust. Ríkjandi átrúnað-
ur á neyslu og hagvöxt hefur ekki
annað í för með sér en kollsteypu.
Framtíð án þessa átrúnaðar gæti
hins vegar orðið bjartari.
Áhrif fólksfjölgunar
Nýlega voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur tveir sýknudómar þar
sem ákærðu höfðu setið í gæsluvarðhaldi
mánuðum saman meðan mál þeirra voru
til meðferðar. Annað málið var meint
nauðgun en hitt var fíkniefnabrot. Í
báðum þessum málum höfðu dómstólar
úrskurðað að sakborningar sættu
gæsluvarðhaldsvist á grundvelli almanna-
hagsmuna þar til dómur gengi í málinu. Í
kjölfar sýknudómanna vaknar sú
spurning hvernig það getur gerst þegar sönnun um
sekt hefur ekki legið á borðinu við lok rannsóknar.
Það er alveg nýtt að sakborningur í nauðgunarkæru
sem neitað hefur sök sæti gæsluvarðhaldsvist því
sönnun í slíkum málum er fyrst og fremst metin út
frá framburði ákærða og vitna fyrir dómi við
aðalmeðferð máls. Því er sekt nánast aldrei sönnuð á
rannsóknarstigi máls nema beinlínis liggi fyrir
játning á brotinu. Á þessu stílbroti dómstóla í
nauðgunarmálum er engin önnur skýring en háværar
kröfur þrýsti- og hagsmunahópa sem jafnan hafa
hátt um mannréttindi og lýðræði en snúa jafnan
þessum hugtökum á haus. Mannréttindaákvæði við
rannsókn og málsmeðferð sakamála snerta fyrst og
fremst sakborning en ekki réttindi
meints brotaþola sérstaklega. Það er því
dapurlegt að sjá og heyra viðbrögð
fjölmiðla og annarra „gæslumanna“
mannréttinda við umræddum dómi.
Skandallinn í málinu er ekki sýknan enda
höfum við hin engar forsendur til að
meta sönnunina í málinu, heldur að
ákærði hefur setið innilokaður í fangelsi
mánuðum saman án þess að fyrir lægi
fullnægjandi sönnun um sök hans.
Gæsluvarðhald á grundvelli
almannahagsmuna hefur lengi viðgengist
hér á landi í fíkniefnamálum. Það er
torskilið hvernig það varðar
almannahagsmuni að grunaðir menn í fíkniefna-
brotum sæti gæsluvarðhaldsvist þar til dómur
gengur. Það er mjög rúm túlkun á hugtakinu almanna-
hagsmunir. Þessir menn eru ekki hættulegir öðrum
einstaklingum sérstaklega og þeir sem neyta
efnanna taka sjálfstæða ákvörðun um það. Því er
ekki um að ræða fórnarlömb í eiginlegum skilningi.
Það er eins og allir séu hættir að hugsa um
meginregluna mikilvægu um að ódæmdir menn sæti
ekki fangelsisvist. Þetta er sérkennileg þróun í allri
mannréttindaumræðunni. Það kannski segir manni
hvað öll sú umræða er á villigötum.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Mannréttindum snúið á haus
HARRY POTTER
KEMUR TIL LANDSINS
KLUKKAN 23:01
FÖSTUDAGINN 20.JÚLÍ
E
ftirlitsmyndavélavæðing Íslands hefur farið hljótt en
vísbendingar eru um að það sé að breytast. Í Frétta-
blaðinu í gær er haft eftir Sigrúnu Jóhannesdóttur,
forstjóra Persónuverndar, að kvartanir og athuga-
semdir vegna eftirlitsmyndavéla séu orðnar svo
margar að stofnunin hafi ekki tök á að sinna þeim öllum sem
skyldi. Að mati Sigrúnar er aðeins tímaspursmál hvenær íslensk
stéttarfélög hefja umræðu um álag þeirra sem þurfa að vinna
undir stöðugu eftirliti myndavéla.
Sú umræða hlýtur þó að teygja sig víðar því eftirlitsmyndavélar
eru komnar upp hvarvetna: í verslunum, á veitingastöðum og
börum, opinberum stofnum, bílageymslum og stigagöngum
fjölbýlishúsa. Atvinnurekendur beina myndavélunum að eigin
starfsfólki og viðskiptavinum sínum; allir liggja undir grun um
að vera mögulegir brotamenn.
Eftirlitsmyndavélar hafa vissulega sannað gildi sitt í ýmsum
tilvikum. Myndir úr þeim hafa auðveldað að upplýsa sakamál og
löggæsluvélar í miðbænum hafa flýtt fyrir að liðsauki komi á
staðinn ef lögregluþjónar hafa lent í vandræðum.
Áberandi og vel merktar myndavélar hafa líka ákveðið
forvarnargildi. Bílstjórar eru til dæmis síður vísir til að gefa
í á þeim stöðum þar sem myndavélar eru, vitandi að þeir
geta átt von á sekt í póstinum með ljósmynd af ökutækinu og
númeraplötu þess.
Staðreyndin er hins vegar sú að yfirleitt bera menn ekki
utan á sér slík skrásetningarnúmer þegar þeir ætla að brjóta
af sér. Reglulegar fréttir af ránum í 10/11, og öðrum verslunum
sem hafa opið fram á kvöld, eru besta dæmið um að menn láta
myndavélarnar ekki stöðva sig. Í þeim tilfellum hylja bófarnir
andlit sín áður en þeir láta til skarar skríða og hverfa svo út
í nóttina. Í þeim tilfellum veita myndavélarnar aðeins falskt
öryggi.
Tæknin er að mörgu leyti komin langt fram úr lögunum.
Nútímamaðurinn skilur á hverjum degi eftir sig fjölmörg spor
um hvað hann aðhefst. Hægt er að kortleggja nákvæmlega ferðir
hans út frá GSM-símanum sem hann er með í vasanum og skoða
hvaða vörur og þjónustu hann kaupir út frá kreditkortinu. Ef
fólki er mjög umhugað um einkalíf sitt hefur það hins vegar val
um nota hvorki GSM-síma og né kreditkort. Fólk hefur ekki slíkt
val gagnvart eftirlitsmyndavélunum. Þær festa alla í minni sitt.
Í linsum þeirra liggja allir undir grun.
Hvergi í heiminum er fylgst eins náið með borgurunum og í
Bretlandi. Hver Lundúnabúi getur búist við því að þrjúhundruð
eftirlitsmyndavélar skrásetji ferðir hans á hverjum einasta
degi.
Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti Breta
lætur sér þetta gríðarlega eftirlit vel líka, þótt umdeilanlegt sé
að það hafi nokkur áhrif á tíðni glæpa.
Hinir, sem ekki kæra sig um að taka þátt í að byggja upp slíkt
samfélag tortryggni og vantrausts, eða vilja bara fá að vera í
friði, fá ekki rönd við reist. Eftirlitsvélunum fjölgar stöðugt. Og
það er hrollvekjandi tilhugsun.
Allir liggja
undir grun