Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 11
A RIÐILL
18. JÚLÍ 16:00 DANMÖRK - ÞÝSKALAND VÍKINGSVÖLLUR
18. JÚLÍ 19:15 ÍSLAND - NOREGUR LAUGARDALSVÖLLUR
20. JÚLÍ 16:00 NOREGUR - ÞÝSKALAND FYLKISVÖLLUR
20. JÚLÍ 19:15 ÍSLAND - DANMÖRK KÓPAVOGSVÖLLUR
23. JÚLÍ 16:00 ÍSLAND - ÞÝSKALAND GRINDAVÍKURVÖLLUR
23. JÚLÍ 16:00 NOREGUR - DANMÖRK AKRANESVÖLLUR
B RIÐILL
18. JÚLÍ 16:00 PÓLLAND - ENGLAND FYLKISVÖLLUR
18. JÚLÍ 16:00 SPÁNN - FRAKKLAND KÓPAVOGSVÖLLUR
20. JÚLÍ 16:00 PÓLLAND - SPÁNN GRINDAVÍKURVÖLLUR
20. JÚLÍ 16:00 ENGLAND - FRAKKLAND AKRANESVÖLLUR
23. JÚLÍ 16:00 FRAKKLAND - PÓLLAND VÍKINGSVÖLLUR
23. JÚLÍ 16:00 ENGLAND - SPÁNN KR-VÖLLUR
„Þegar maður er að fara einn í
útköll hugsar maður stöðugt um það á leiðinni
hverjar aðstæðurnar séu á slysstað og hvort
einhver geti hjálpað við aðhlynningu og við að
bera sjúklinginn. Oft þarf ég að biðja
vegfarendur eða samferðamenn hins slasaða
um að hjálpa mér,“ segir Kristján Guðmundsson,
sjúkraflutningamaður í Ólafsvík.
Vernharð Guðnason, formaður Landssam-
bands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
(LSS), hefur gagnrýnt harðlega hvernig staðið
er að þjónustu í sjúkraflutningum utan
höfuðborgarsvæðisins. Hefur hann lýst
aðstæðum þannig að sjúklingum stafi beinlínis
hætta af því að sjúkraflutningamenn fari einir
í útköll og annist flutning á sjúklingum um
langan veg. Tiltekur hann að ástandið sé hvað
verst í Borgarfirði og á Snæfellsnesi.
Kristján hefur starfað sem sjúkraflutninga-
maður á Snæfellsnesi síðan 1991. Hann íhugar
nú að hætta störfum þar sem hann treystir sér
ekki til að starfa við þær aðstæður sem honum
eru boðnar.
„Ég veit ekki hvort ég treysti mér til að bíða
eftir því að eitthvað alvarlegt komi fyrir þegar
ég er einn á ferð; eitthvað sem hefði verið hægt
að koma í veg fyrir með fullmannaðan bíl,“
segir Kristján. Hann lýsir því einnig að ítrekað
hafi hann þurft að biðja sjúklinga sem hann er
að flytja til Reykjavíkur um að hrópa til hans
ef þeir þurfi aðhlynningu. Ef þeir treysta sér
ekki til þess stöðvar hann bílinn með reglulegu
millibili til að athuga hvernig sjúklingnum
líður. „Oft er fólk mjög kvalið og hrætt og erfitt
að geta ekki verið til staðar og veitt fulla
þjónustu.“
Kristján Oddsson aðstoðarlandlæknir segir
að embættið hafi mælst til þess árið 2005 að
ávallt skuli tveir menntaðir sjúkraflutninga-
menn fylgja sjúklingi. „Það er í rauninni ekki
forsvaranlegt að einn sjúkraflutningamaður
fylgi sjúklingi og þess vegna komu þessi tilmæli
frá landlækni á sínum tíma.“ Kristján segir
nauðsynlegt að sjúklingur sé vaktaður á meðan
flutningi stendur enda sýni reynslan að slíkur
flutningur sé í mörgum tilfellum erfiður.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðismála-
ráðherra segir að í kjölfar fréttaflutnings af
málefnum sjúkraflutningamanna utan höfuð-
borgarsvæðisins hafi hann kallað eftir
upplýsingum um málið og það verði skoðað hjá
ráðuneytinu þegar þær liggja fyrir.
Vegfarendur aðstoða við að
bera sjúklinga af slysstað
Sjúkraflutningamenn utan höfuðborgarsvæðisins þurfa að leita aðstoðar hjá vegfarendum til að bera
sjúklinga af slysstað. Aðstoðarlandlæknir segir ekki forsvaranlegt að einn maður sjái um sjúkraflutninga.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðismálaráðherra skoðar málið í kjölfar fréttaflutnings.
Gordon Brown, forsætis-
ráðherra Englands, segir að
bandalag Bretlands og Banda-
ríkjamanna sé sterkt og að löndin
muni halda áfram að starfa náið
saman í framtíðinni.
Orð sem Douglas Alexander,
viðskipta- og þróunarráðherra og
samstarfsmaður Browns, lét falla
í ræðu í Bandaríkjunum létu
menn halda að Brown ætlaði að
draga úr nánum samskiptum
Bretlands og Bandaríkjanna.
Talsmaður Brown sagði þessa
túlkun þvætting.
„Ég mun halda áfram að vinna
mjög náið með ríkisstjórn
Bandaríkjanna, alveg eins og Tony
Blair gerði,“ segir Gordon Brown.
The Guardian greindi frá.
Segir samstarf-
ið vera gott