Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 50
F yrsta stopp er án efa Hróarskelda, þar sem Íslendingar hafa verið fjölmennir til margra ára. Hátíðin er eflaust sú fyrsta sem kemur upp í huga Íslendinga þegar kemur að tónlistarhátíðum á erlendri grund. Ekki að ástæðulausu, einkar vel er staðið að hátíðinni. Fjölbreytt tónlistardagskrá, frábært and- rúmsloft, bjórinn flæðir sem vatn og maturinn er góður, sem er langt frá því að vera sjálfgefið á tónlist- arhátíðum. Hátíðin fer fram fyrstu helgina í júlí skammt frá Kaup- mannahöfn og var þar fjölmenni sem fyrr. Ekki skemmir fyrir að hátíðin er haldin sem góðgerðar- starfsemi og rennur því allur ágóði tónleikahaldsins til stuðnings tón- listar-, menningar- og mannúðar- samtökum. Um 170 hljómsveitir spiluðu á hátíðinni í ár. Þær þekkt- ustu ásamt Björk okkar eru The Who, Beastie Boys, Muse, Arcade Fire og Arctic Monkeys. Margar frábærar, minna þekktar hljóm- sveitir spiluðu á hátíðinni, Wilco, Young Pony Club, Grizzly Bear, Cold War Kids og Oh No Ono sem dæmi. Fyrir þá sem hafa gaman af raftónlist var einnig margt gott á boðstólnum, Booka Shade, Trent- emøller og Justice svo eitthvað sé nefnt. Slayer lét ekki láta sjá sig þetta árið, eins og áætlað var, en hvort einhver gráti þá staðreynd veit ég ei. Hægt er að hlusta á tón- list frá hátíðinni á www.radiofesti- val.org. Reading og Leeds Festivals eru enskar systrahátíðir haldnar sam- tímis í Reading og Leeds, 24.-26. ágúst. Hátíðirnar bjóða upp á það besta í rokk-, indí-, pönk- og metal tónlist. Helstu hljómsveitir sem sjá má í ár eru Red Hot Chili Peppers, Smashing Pumpkins, Kings of Leon, Arcade Fire, Nine Inch Nails og Razorlight (sömu hljómsveitir spila á báðum hátíðum). Andrúmsloftið á þessum hátíðum getur ekki talist jafn vinalegt og á Hróarskeldu, mikið magn testósterons í loftinu og meira um snoðhausa. Maturinn á boðstólnum er ekki upp á marga fiska, grænmetisætur ættu að hafa sérstakan vara á. A Campingflight to Lowlands Paradise Lowlands (17.-19. ágúst) er ein vinsælasta tónlistarhátíð Hollands ásamt Pink Pop (26.-28. maí). Um 200 hljómsveitir stíga á stokk á hátíðinni og um 60 þúsund gestir staldra við. Andrúmsloftið er vinalegt og margt annað en tón- list er á boðstólum, leikrit, kvik- myndir og uppistand svo fátt eitt sé nefnt. Tool, Peter, Bjorn & John, The Killers, Arcade Fire, Basem- ent Jaxx, Damien Rice, Interpol, Jimmy Eat World, Justice, Kaiser Chiefs, Kings of Leon, Klaxons, M.I.A. og Motörhead koma fram á hátíðinni ásamt fjölda annarra hljómsveita. Fyrir tónlistarunnendur sem eru tilbúnir að gera sér ferð yfir Atl- antshafið til Bandaríkjanna eru nokkrir spennandi möguleikar. Lollapalooza Merking Lollapalooza er „merki- legur eða óeðlilegur hlutur“, sem á vel við Perry Farrell, manninn bak við hátíðina. Perry er betur þekkt- ur sem söngvari Jane’s Addiction, sem var aðal aðdráttarafl hátíðar- innar þegar hún hóf göngu sína 1991. Hátíðin naut góðs af vinsæld- um grugg (grunge) tónlistarstefn- unnar og var upp á sitt besta árið 1994. Leiðin lá hins vegar niður á við eftir að Kurt Cobain framdi sjálfsmorð sama ár, stuttu áður en Nirvana átti að stíga á svið. Sökum slæmrar hegðunar tónleikagesta og fjölda slysa var tónlistarhátíðin árið 1997 sú síðasta um nokkurn tíma. Jane’s Addiction kom saman á ný 2003 og kom Lollapalooza þá handan móðunnar miklu. Gestir það árið kvörtuðu sáran yfir háu miðaverði og hætta þurfti við hátíð- ina árið eftir, sökum slakrar miða- sölu. Nú er hátíðin haldin í Chicago- borg 3.-5. ágúst. Helstu listamenn sem koma fram í ár eru Daft Punk, Yeah Yeah Yeah´s, Clap Your Hands Say Yeah, Muse, Snow Patrol, Int- erpol, Modest Mouse, The Rapture, Peter Bjorn & John, Tapes ‘n Tapes, !!! og TV on the Radio. Austin City Limits er önnur árleg þriggja daga hátíð sem hefst 14. september. Austin er sannkölluð vin í eyðimörkinni Texas, frábær borg. Einn stærsti háskóli Bandaríkjanna, University of Texas Austin, er í borginni og sjá má gamla hippa á hverju strái, mjög vinalegt and- rúmsloft. Tónlistarlíf er í hávegum haft í Austin og mæta um 65 þúsund manns á hátíðina árlega til að hlusta á allt frá kántrí yfir í hipphopp. Hægt er að sjá fjölda heimsfrægra listamanna á hátíðinni, Bob Dylan, Björk, The White Stripes, Wilco, Arcade Fire, My Morning Jacket, Queens of the Stone Age, Bloc Party, Gotan Project, Ziggy Marley, Dec- emberists og Yo La Tengo svo ein- hverjir séu nefndir. Osbourne-fjölskyldan, sem stendur fyrir tónlistarhátíðinni, ákvað í ár að skera sig úr fjöldanum með því að hafa ókeypis inn á alla tónleika hátíðarinnar, sem sem eru haldnir víðs vegar um Bandaríkin frá miðj- um júlí til loka ágúst í sumar. Áhuga- samir geta farið inn á heimasíðu hátíðarinnar til að reyna að næla sér í miða, ég hef þó heyrt að ansi erfitt sé að ná í einn og slíkir fari fyrir háar fjárhæðir á eBay-vefsíðunni. Hljómsveitirnar sem koma fram í ár eru ekki jafn þekktar og fyrri ár, en ásamt Ozzy Osbourne sjálfum má þó nefna Lamb of God, Static-X og nautin í Lordi. Fyrir þá sem eru í miklum ferðahug og eru tilbúnir að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að upplifa tónleikahátíð, strendur og kengúrubox er Big Day Out hinn besti möguleiki. Hátíðin ferðast um Ástralíu og Nýja-Sjáland og eru tónleikarnir í janúar og febrúar á hverju ári. Tool, Muse, Jet, Violent Femmes, The Streets, The Killers, The Vines, Diplo og Hot Chip eru meðal þeirra hljómsveita sem stíga á stokk þetta árið. Rokk, rigning og drullumall Hver fer að verða síðastur að næla sér í miða á eina af tónlistarhátíðum sumarsins. Sú stærsta í Evrópu, Glastonbury, fór fram fyrir fáeinum helgum með tilheyrandi rigningu, leðjubaði og drullumalli. Baldur Héðinsson fjallar um erlendar útihátíðir og veitir nokkur vel valin ráð um hvernig er best að búa sig undir þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.