Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 34
hús&heimili „Stétt bólstrara varð ekki til hér á landi fyrr en um 1920 þannig að hún er innan við hundrað ára gömul,“ segir Birgir og bætir því við að í dag séu tæplega þrjátíu slík verkstæði á höfuðborgarsvæðinu. „Sjálfur byrjaði ég að læra þegar ég var sextán ára gamall en þá kippti pabbi mér bara með sér í vinnuna,“ bætir hann við. Birgir segist hafa verið á leið til Danmerkur í húsgagnaarkitektúr eftir að hann lærði bólstrunina hjá föður sínum en síðan hafi það allt- af dregist. „Ég fór í sumarvinnu í Hvalstöðinni á sumrin og fór svo í íbúðakaup og slíkt þannig að allt- af dróst það að fara út í nám,“ segir Birgir sem er nú eigandi að Bólstrun Karls Jónssonar, sem faðir hans stofnaði á árum áður. Spurður hvort eitthvað verk sé skemmtilegra en annað, segir Birgir: „Ég verð að segja að verk- efnið sem ég er að vinna hverju sinni sé skemmtilegast enda finnst mér ekkert verk neitt sérstaklega leiðinlegt. Mörgum finnst leiðinlegast að binda niður gormana í gömlum húsgögnum og mér fannst það líka þegar ég var að byrja en það verður auðveld- ara með tímanum þegar maður nær tökum á því.“ Birgir segist merkja að fleiri láti bólstra húsgögnin sín nú en fyrir nokkrum árum. „Ég held að það sé vegna þess að fólk er farið að skynja gæði húsgagna miklu betur en áður. Tekkhúsgögnin eru mjög vinsæl í dag og því er ég að bólstra mikið af slíkum mublum en það er ekki langt síðan fólki þótti þau ómerkileg og henti þeim í stórum stíl. Núna svermir fólk hins vegar fyrir þessum húsgögn- um og þau þykja mjög flott,“ segir Birgir. sigridurh@frettabladid.is Bindur sessur með pappa Birgir Karlsson hefur verið bólstrari í 36 ár en iðnina lærði hann af föður sínum Karli Jónssyni. Birgir, sem á og rekur Bólstrun Karls Jónssonar, segir greinina mjög skemmti- lega og starfið fjölbreytt. Það er sennilega algengt að fólk fái snert af valkvíða þegar velja skal efni á mublurn- ar því að úrvalið er gríðarlega mikið. Stólarnir verða alveg eins og nýir þegar Birgir er búinn að hnýta í þá nýtt band en það er nokkuð sérstakt að bandið í þessum stólum er úr pappa og endist í allt að þrjátíu ár. Starf bólstrarans felst ekki aðeins í því að klæða sófa og stóla. Birgir er einn af fáum hér á landi sem fást við að binda sessur í stóla eins og þennan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR STAÐIÐ Á DÝRAFÓTUM Diva er borð með óvenjulega borðfætur, en þeir eru nákvæm eftirlíking af strúti. Borðið tilheyrir línu sem heitir Mobilier de Compagnie og er hönnuð af franska hönnunarteyminu Ibride. Önnur borð í línunni eiga sér einnig fyrirmynd í dýraríkinu, svo sem lághund, dádýr og kind. Hugmyndin að línunni kviknaði samhliða hugmynd Ibride hópsins um nýsköpun í hönnun og tilraunum hans til að búa til sterkara samband á milli borðplötunnar og fótanna. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir 14. JÚLÍ 2007 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.