Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 27
Borgin Valencia á Spáni hefur upp á margt að bjóða eins og Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari kann að lýsa. Hann verður leiðsögumaður í ferð þangað í haust á vegum Expressferða. „Valencia er eins og Miðjarðar- hafsborgir eru gjarnan, hlýleg, opin og lífleg. Borg sem er vel þess virði að heimsækja,“ segir Þórarinn glaðlega þegar hann er beðinn að lýsa Valencia. „Saga hennar á rætur langt aftur á 2. öld fyrir Krist þegar Rómverjar stofnuðu hana. Hún blómstraði undir stjórn Mára sem réðu þar ríkjum í fimm aldir, átti svo aftur sitt gullaldarskeið á 16. öld og er núna ein af mikilvægustu hafnar- borgum Spánar.“ Þórarinn er tónlistarkennari að atvinnu og lærði einmitt fagið úti á Spáni. Þar kveðst hann hafa leiðst út í fararstjórn fyrir Íslend- inga svo hann er fagmaður í því líka. Enda stendur ekki á fróðleiknum. „Valencia er þriðja stærsta borg Spánar og býður upp á ansi fjölbreytt mannlíf enda býr þar í kringum milljón manns. Þarna eru líka mörg þekkt minnis- merki eins og hin langa saga gefur tilefni til. Það er mjög gaman að skoða dómkirkjuna sem var byrj- að að reisa á 12. öld og þarna er ein best varðveitta veraldlega got- neska byggingin í Evrópu, gamall silkimarkaður sem starfræktur var í aldir. Márarnir voru miklir silkiræktendur.“ Þórarinn segir borgina og hérað- ið allt þekkt fyrir góða matargerð. „Paella sem er einn þekktasti þjóð- arréttur Spánar á þarna upptök sín og héraðið er orðið mjög framar- lega í víngerð. Eitt í viðbót verður að nefna. Borgin er orðin mjög áhugaverð vegna nútíma arkitekt- úrs í bland við þann gamla. Þar kemur aðallega til einn af sonum borgarinnar sem heitir Calatrava. Svo eru fallegir garðar innan um allar byggingarnar.“ En hvernig er svo ferðatilhög- unin? „Hugmyndin var að setja upp fjögurra daga ferð, frá fimmtudegi til sunnudags og leggja upp 11. október. Ég verð líka fararstjóri í spennandi tíu daga ferð til Andalúsíu sem hefst 29. ágúst. Hún er á vegum Express- ferða og ber yfirskriftina Í fót- spor Márans. Þá verða heimsóttar helstu borgir Andalúsíu eins og Granada og Córdoba.“ Hlýleg, opin og lífleg Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd Vetrar MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.