Fréttablaðið - 14.07.2007, Síða 27

Fréttablaðið - 14.07.2007, Síða 27
Borgin Valencia á Spáni hefur upp á margt að bjóða eins og Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari kann að lýsa. Hann verður leiðsögumaður í ferð þangað í haust á vegum Expressferða. „Valencia er eins og Miðjarðar- hafsborgir eru gjarnan, hlýleg, opin og lífleg. Borg sem er vel þess virði að heimsækja,“ segir Þórarinn glaðlega þegar hann er beðinn að lýsa Valencia. „Saga hennar á rætur langt aftur á 2. öld fyrir Krist þegar Rómverjar stofnuðu hana. Hún blómstraði undir stjórn Mára sem réðu þar ríkjum í fimm aldir, átti svo aftur sitt gullaldarskeið á 16. öld og er núna ein af mikilvægustu hafnar- borgum Spánar.“ Þórarinn er tónlistarkennari að atvinnu og lærði einmitt fagið úti á Spáni. Þar kveðst hann hafa leiðst út í fararstjórn fyrir Íslend- inga svo hann er fagmaður í því líka. Enda stendur ekki á fróðleiknum. „Valencia er þriðja stærsta borg Spánar og býður upp á ansi fjölbreytt mannlíf enda býr þar í kringum milljón manns. Þarna eru líka mörg þekkt minnis- merki eins og hin langa saga gefur tilefni til. Það er mjög gaman að skoða dómkirkjuna sem var byrj- að að reisa á 12. öld og þarna er ein best varðveitta veraldlega got- neska byggingin í Evrópu, gamall silkimarkaður sem starfræktur var í aldir. Márarnir voru miklir silkiræktendur.“ Þórarinn segir borgina og hérað- ið allt þekkt fyrir góða matargerð. „Paella sem er einn þekktasti þjóð- arréttur Spánar á þarna upptök sín og héraðið er orðið mjög framar- lega í víngerð. Eitt í viðbót verður að nefna. Borgin er orðin mjög áhugaverð vegna nútíma arkitekt- úrs í bland við þann gamla. Þar kemur aðallega til einn af sonum borgarinnar sem heitir Calatrava. Svo eru fallegir garðar innan um allar byggingarnar.“ En hvernig er svo ferðatilhög- unin? „Hugmyndin var að setja upp fjögurra daga ferð, frá fimmtudegi til sunnudags og leggja upp 11. október. Ég verð líka fararstjóri í spennandi tíu daga ferð til Andalúsíu sem hefst 29. ágúst. Hún er á vegum Express- ferða og ber yfirskriftina Í fót- spor Márans. Þá verða heimsóttar helstu borgir Andalúsíu eins og Granada og Córdoba.“ Hlýleg, opin og lífleg Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd Vetrar MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.