Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 36
Klukkan er rétt að verða sex og sængur- fötin eru þvöl af svita. Hitinn er óbærilegur og ljós skín svo skært í augun að eitt augna- blik blindastu. Hafi maður verið heppinn náði maður kannski 5 tíma sam- felldum svefni, annars minna næt- urnar helst á svipaðar svefnvenjur í óloftkældri íbúð á Benidorm. Tí- unda eða jafnvel tuttugusta daginn í röð er blíðviðri; sól, logn og hiti. Góðviðrisbytturnar eru hættar að fylla ölstofurnar eftir vikusetu enda er ekki lengur jafn spennandi að nýta sólina sem afsökun fyrir bjór-maríneringu. Nú er bara snúið aftur til vinnu og vonast eftir að einhvern tímann taki þetta enda. Íslenskt lundarfar er jafn dyntótt og stormasamt og samlensk veðr- átta. Geð okkar er samofið öfgum veðurfarsins og það er okkar takt- ur – tónlistin sem við þekkjum. Nú er svo komið að veðurguðirnir hafa ekki skipt skapi svo vikum skiptir. Enda lítur allt út fyrir að Íslending- ar séu endanalega að fara yfir um á jafnlyndi veðurguðanna. Vand- ræðaleg þögn ríkir í matarboð- um enda ekki lengur hægt að tala um nýjustu tíðindi úr heimi veð- urfræðanna – enda ekkert að ger- ast. Ekki er hægt að býsnast út í kuldakast úr óvæntri átt, rokið og rigninguna eða annan fjára. Þetta er svipað og dýrindismáltíð væri borin á borð fyrir okkur hvern einasta dag, fljótt yrðum við leið og þráðum ekkert heitar 1944 eða Roastbeef-sóma. Rauðhærðir eiga alla mína samúð. Varla sést í andlitsdrætti fyrir freknum og skaðbrenndur rauð- hærði stofninn mænir út um glugga og getur rétt verið utan- dyra á kvöldin – en þá með vörn númer 40. Jafnvel skærbleikur Snæfellsjök- ull er hættur að hreyfa við manni. Einhvern tímann hefði maður keyrt í Öskjuhlíðina og fylgst með sólinni setjast bak við fjallið en nú er myndin gömul tugga – eins og að horfa á sama gamla póstkortið kvöld eftir kvöld. Líkt og einhver hafi dæmt mann til eilífðardvalar í minjagripadeild Geysis. – ódýrari valkostur Vantar þig auka- pening? Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi. H im in n o g h af / S ÍA

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 192. tölublað (17.07.2007)
https://timarit.is/issue/277494

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

192. tölublað (17.07.2007)

Aðgerðir: