Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 37
We Are The Night er sjötta plata Chemical Brothers, en hljóm- sveitin hefur þegar sýnt meira úthald heldur en flestar danstón- listarsveitirnar sem komu fram á tíunda áratugnum. Eitt af því sem efnafræðibræðurnir Tom Rowlands og Ed Simons kunna er að velja sér samstarfsmenn til að auka fjölbreytnina á plötunum þeirra. Þeir hafa áður gert góða hluti með gestum eins og Bobby Gillespie, Bernard Sumner, Noel Gallagher, Q-Tip og Beth Orton, en á We Are The Night eru gesta- innkomurnar sérstaklega vel heppnaðar. Kanadíska beat- skáldið Bill Bissett les texta frá 1967 yfir titillagið, Willy Mason syngur í laginu Battle Scars, Ali Love í hinu bráðskemmtilega Do It Again, Jamie úr Klaxons syng- ur í All Rights Reversed og Tim Smith úr eðalsveitinni Midlake syngur í hinu frábæra popplagi The Pills Won ‘t Help You Now sem lokar plötunni. Þá er ótalið framlag rapparans Fatlip úr LA- sveitinni The Pharcyde, en hann rappar í laginu The Salmon Dance en í því lagi fáum við að heyra söguna af hinum eitur- hressa og dansglaða laxi Samma. Lag sem kemur mér og tveggja ára syni mínum báðum í mikið stuð. We Are The Night er léttasta og poppaðasta plata The Chemi- cal Brothers til þessa. Þeir sem voru að vonast eftir nýrri Exit Planet Dust verða kannski fyrir vonbrigðum. We Are The Night er sumarplata. Á henni eru bæði laufléttir hip-hop skotnir dans- smellir og nokkur af bestu indí- popplögum sveitarinnar til þessa. Á heildina litið fín plata sem virkar vel í sólinni. Hún jafnast ekki á meistaraverkin Exit Planet Dust eða Dig Your Own Hole en hún sýnir að bræðurnir kunna enn að búa til plötur. Bræðurnir í poppgír Hljómsveitin Stuðkompaní- ið hefur gefið út plötuna 2X Tólf sem er samsett úr tveimur tólf tommu vínil- plötum sveitarinnar sem komu út 1987 og 1988, auk jólalagsins sígilda Jóla- stund. Stuðkompaníið steig fram í sviðs- ljósið eftir að hafa unnið Músíktil- raunir árið 1987. Sveitin naut töluverðra vinsælda og voru lög á borð við Tungl- skins- dansinn, Þegar allt er orðið hljótt og Framadraumar mikið spiluð í útvarpinu. „Ég fæ símtal um daginn þar sem Sena spyr hvort ég geti gert plötukover fyrir þá,“ segir söngvarinn Karl Örvarsson, sem starfar sem graf- ískur hönnuður. „Það væri fyrir gamla hljómsveit sem heitir Stuð- kompaníið,“ segir hann og hlær. Karl hófst vitaskuld þegar handa við gerð umslagsins. Skartar það forláta hárblásara sem hann segir táknrænan fyrir hljómsveitina. „Hárblásarinn var vel við hæfi. Ég held maður hafi aldrei farið óblásinn á svið. Þetta er eins konar stuðblásari.“ Platan er gefin út í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá útkomu fyrstu tólf tommu Stuðkompanís- ins, Skýjum ofar. „Það hefði hent- að mér miklu betur ef þetta hefði verið gert í fyrra þegar við vorum með „kombakk“, þar sem við mið- uðum við stofnun sveitarinn- ar. Við héldum það heima á Akureyri. Bandið var alveg frábært og menn orðnir kannski flinkari hljóðfæraleikarar. Það má kannski segja að um leið og ákveð- inn galsi og neisti fór var ákveðin fágun komin í staðinn. Svona tut- tugu árum síðar held ég samt að við höfum náð að koma galsanum nokkuð vel til skila,“ segir Karl. Hann viðurkennir að skiptar skoð- anir hafi verið um Stuðkompaníið á sínum tíma. „Ég taldi mig hafa fengið ansi óvægna gagnrýni í gamla daga. Mig minnir að það hafi verið Dr. Gunni sem skrifaði að hljómsveitin væri fullkomlega ömurleg og söngvarinn léti tilfinn- ingarnar hlaupa með sig í gönur. Núna tuttugu árum seinna get ég skilið þetta en ég held að flestum þyki samt vænt um þennan tón.“ Karl segir ekkert ákveðið með annað „kombakk“ Stuðkompanís- ins, enda er bróðir hans Atli búsettur í Los Angeles þar sem hann semur kvikmyndatónlist. „Ef Atli myndi óvænt birtast á landinu myndum við örugglega hittast og taka lagið. Þjóðin á skilið að heyra í Stuðkompaníinu einu sinni enn.“ Eigandi bandarísks listagallerís hefur höfðað mál gegn leikstjór- anum Steven Spielberg vegna mál- verks sem hann keypti fyrir átján árum. Spielberg keypti verkið í góðri trú um að allt væri með felldu en komst að því fyrr á árinu að það væri á lista bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, yfir eft- irlýstustu málverk landsins. Málverkið nefnist Rússneska skólastofan og er eftir Bandaríkja- manninn Norman Rockwell. Hefur Spielberg safnað verkum eftir hann í gegnum árin en mun vænt- anlega hugsa sig tvisvar um næst þegar hann kaupir verk eftir hann. Rússnesku skólastofunni var stolið úr galleríi í Missouri fyrir 34 árum. Er verkið metið á um 42 milljónir króna. Auk þess að höfða mál gegn Spielberg hefur eigandi gallerísins höfðað mál gegn FBI og kveðst hann vera lögmætur eigandi verksins. Telur hann að FBI hafi leyft Spielberg að eiga verkið þrátt fyrir að stofnunin vissi að það væri stolið. Með stolið málverk ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 38 10 0 06 /0 7 TNF Tadpole 2 manna göngutjald Þyngd: 2,13 kg Tjaldalandi - við Glæsibæ Tjaldaúrvalið er í Verð: 32.990 kr. Grillveislur Steikarhlaðborð Aðeins það besta Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.