Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 46
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Ingólfur Guðbrandsson, ferða-
málafrömuðurinn góðkunni, hefur
sett glæsilegt og löngu þekkt hús
sitt á Laugarásvegi 21 á sölu. Fast-
eignasalan Eignamiðlun mun ann-
ast söluna og segir Magnea Sverr-
isdóttir fasteignasali að leitað
verði eftir tilboðum en hugmyndir
séu um að það verði selt á 120
milljónir íslenskra króna. Ekki
náðist í Ingólf Guðbrandsson þar
sem hann er staddur erlendis.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur Ingólfur verið einn
í húsinu í dágóðan tíma en Magnea
sagðist ekki vita af hverju húsið
væri komið á sölu núna.
Laugarásvegur 21 er einstak-
lega glæsilegt en það var byggt
árið 1959. Það er rúmir þrjú hundr-
uð fermetra að stærð en lóðin í
heild sinni er 829 fermetrar. Húsið
er mjög vel staðsett hátt í Laugar-
ásnum en það er reist á pöllum.
Inngangarnir eru þrír og miðrým-
ið þykir afar glæsilegt en þar er
hátt til lofts og stórir og miklir
gluggar auk mósaíkflísa á gólfun-
um. Í húsinu eru fjögur rúmgóð
herbergi, tvö baðherbergi og gufu-
bað. Það þykir alveg einstakur
ævintýraheimur koma þangað inn
og ekki síður í garðinn, sem vísar
til suðurs.
„Okkur hafa borist töluvert mikið
af eftirspurnum en ekkert af
þeim er komið á samningsskeið,“
segir Baltasar Kormákur. Í frétt-
um af sigurgöngu Mýrinnar
hefur verið greint frá því að
bandarískir aðilar hafi áhuga á
að endurgera myndina í kjölfarið
á sigri hennar á Karlovy Vary-
hátíðinni. Baltasar segir að
nokkrir aðilar séu mjög áhuga-
samir en að enn fleiri vilji hrein-
lega sjá myndina. Umræða um
endurgerðir á íslenskum kvik-
myndum hefur oft farið mjög
hátt þótt sjaldnast verði slíkar
kvikmyndir að raunveruleika.
Baltasar kannaðist vel við þá
umræðu en segir að hann sjálfur
hafi aldrei upplifað annað eins.
„Hins vegar sé ég varla tilgang-
inn í að endurgera Mýrina. Mér
finnst hún eins íslensk og hægt
er að vera en kannski væri hægt
að færa hana til Alaska en mér
fyndist það langsótt ef ég á að
vera alveg hreinskilinn.“
Umboðsskrifstofan ICM í
Bandaríkjunum sér um allar þess-
ar fyrirspurnir og hefur hún fal-
ast eftir því að fá réttinn á að
semja um endurgerðina. „Auðvit-
að myndum við íhuga þetta ef
okkur litist vel á hugmyndina og
þá aðila sem vilja gera þetta. Og ef
við teldum að endurgerða myndin
myndi vekja athygli á frummynd-
inni og bókum Arnaldar,“ segir
Baltasar. „En við ætlum að halda
að okkur höndum og bíða og sjá
hvað verður,“ bætir leikstjórinn
við. Aðspurður hvort ekki mætti
hafa gott upp úr því að selja svona
rétt sagði hann að í fyrstu væri
eiginlega hugmyndin seld fyrir
smáaura. „Síðan koma háu fjár-
hæðirnar þegar og ef myndin
verður gerð.“
Tilgangslaust að endurgera Mýrina
Margit Sandemo, höfundur bókaflokksins um
Ísfólkið áritaði bækur sínar í Eymundsson í
Kringlunni í gær. Alexandra Sif Jónsdóttir var
ein þeirra sem lögðu leið sína þangað, enda til-
heyrir hún nýrri kynslóð Ísfólksaðdáenda.
Bækurnar um Ísfólkið komu fyrst út hér á landi
á árunum 1982 til 1986, að sögn Sigrúnar Hall-
dórsdóttur hjá Jentas útgáfu, sem stendur nú í
endurútgáfu bókanna. Hún segir undirtektir
hafa verið afar góðar, enda hafi bækurnar verið
uppseldar hér á landi árum saman. Miðað við
fjöldann sem lagði leið sína í Eymundsson í gær
virðist bókaflokkurinn njóta gríðarlegra vin-
sælda.
Alexandra, sem er sautján ára Reykjavíkurmær,
hefur lesið allar bækurnar og það tvisvar. Hún
er stjórnandi áhugamálsins Ísfólkið á vefsíðunni
hugi.is. „Ég er reyndar líka búin að lesa Galdra-
meistarann og Ríki ljóssins eftir sama höfund,“
sagði Alexandra, „en Ísfólkið er í uppáhaldi.“
Hún segir þó erfitt að lýsa því hvað heilli hana
svo við bækurnar. „Það er rosalega mikið dul-
rænt í þessu, þetta eru ævintýrabækur. Þær eru
líka mjög vel skrifaðar og spennandi,“ sagði
hún.
Bókaflokkurinn fjallar um örlög norskrar ættar
og nær yfir margar kynslóðir ættartrésins.
Alexandra segist þó ekki kunna það utan að. „Ég
kann aðeins af því, en ekki alveg,“ sagði hún og
hló við. Henni þykir skemmtilegt að geta átt
samskipti við aðra aðdáendur bókanna á netinu.
„Það er bara gaman að geta rætt málin við aðra
og fá að vita hvað þeim finnst um þetta,“ sagði
hún.
Ísfólksunnendur glöddust í Kringlunni
„Ætli ég myndi ekki bara segja
að hann sé að finna á Serrano.
Hollur matur sem er þægilegt
að ná í.