Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 17
Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur heldur námskeiðið Sæl og sátt börn, fjölskyldan í jafn- vægi. „Ég kenni foreldrum og uppalendum að uppgötva eigin gildi og koma þeim á framfæri til barna,“ segir Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur og fram- kvæmdastjóri Live-Navigation, um námskeiðið Sæl og sátt börn, fjölskyldan í jafnvægi, sem haldið verð- ur 15. september næstkomandi á Hótel Nordica. „Það er alls ekki verið að segja fólki hvaða gildi séu rétt, þar sem þau geta verið svo mismunandi eftir fjölskyldum, og það er reyndar mjög mikilvægt að fólk átti sig á því,“ segir Ágústína, sem hafði áður innleitt námskeiðið SOS-hjálp fyrir foreldra og hald- ið í tvö ár áður en Félagsvísindastofnun keypti það af fyrirtæki hennar árið 2001. SOS-hjálp fjallaði um uppeldistækni og atferlismótun við uppeldi barna og er Sæl og sátt börn nýr vinkyll á þá umræðu. „Áhersla er á fjölskyldugildin,“ segir Ágústína. „Að kenna fullorðnum að láta til sín taka, svo þeir láti ekki umhverfið móta börnin. Þess vegna er gott að uppfræða börn um umhverfið. Til dæmis með því að fara í skoðunarferð um nágrennið og gera það spenn- andi með því að flétta inn í fróðleik eins og sögu, landa- og umhverfisfræði. Slíkt er gott mótvægi við allar upplýsingarnar sem börn þurfa að takast á við án þess að búa yfir þroska til þess að vinna úr þeim á viðeigandi hátt. Eins og í tölvuleikjum þar sem lagt er upp úr einstaklings- hyggju, karlmennsku og töffaraheitum, án þess að börnin skilji út á hvað slagsmálin ganga.“ Þess skal getið að þótt námskeiðið fjalli um börn eru þau ekki fyrir börn. Ágústína segist hins vegar til í endurskoða það, sé vilji fyrir hendi innan foreldra- hópsins og sé þá hægt að vinna með börnin í samráði við foreldra þeirra. Að uppgötva eigin gildi og koma þeim áleiðisEnga tónlist í þrumuveðri Greipávöxtur getur valdið brjóstakrabbameini Einn greipávöxtur á dag getur aukið líkurnar á brjósta- krabbameini. Með því að borða einn greip- ávöxt á dag aukast líkurnar á brjóstakrabbameini um næstum þriðjung samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var í Bandaríkjun- um við háskólann í Suður-Kaliforníu og Hawaii. Rannsóknin náði til 50 þúsund kvenna á breytingaraldrinum og sýnir að aðeins einn fjórði af greip- ávextinum jók líkurnar um allt að 30 prósent. Talið er að ávöxturinn auki estrógenmagn líkamans, en það er hormón sem talið er tengjast hættunni á brjósta- krabbameini. Greint var frá þessu í nýj- asta eintakinu af British Journal of Cancer. Vísinda- mennirnir sem unnu rannsóknina ásamt öðrum sérfræðingum voru sammála um að þörf væri á frekari rann- sóknum. Í nýjasta tímariti New Eng- land Journal of Medicine er líkum að því leitt að mp3- spilarar geti verið hættulegir í þrumuveðri. Læknar frá Vancouver í Kanada hafa varað fólk við því að fara út með mp3-spilara í þrumuveður í nýjasta hefti læknaritsins New England Journal of Medicine. Læknarnir rekja í bréfi til blaðsins mál ungs manns sem fékk eldingu í sig þegar hann fór út að skokka í þrumuveðri. Mað- urinn var með iPod og varð blanda svita hans og leiðni spil- arans til þess að eldingu sló niður í manninn. Maðurinn brenndist illa á eyrum, bringu og vinstri fótlegg, eða á öllum þeim stöðum sem spilarinn snerti. Eldingin sprengdi einnig hljóðhimnur mannsins. Læknarnir segja að raftæki eins og mp3-spilarar einir saman laði ekki að sér eldingar en þegar vökva og svita sé blandað í málið geti þeir verið varhugaverðir. Þeir beina því þeim tilmælum til fólks að skilja raftækin eftir heima í þrumuveðrum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.