Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 19
Verslunin Börn náttúrunnar við Skólavörðustíg er um margt ólík öðrum leikfangaverslun- um. Hjónin Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir og John Tóm- asson selja þar leikföng sem eru vistvæn og um leið örvandi fyrir ímyndunarafl barnsins. „Við horfum til þess ímyndunar- afls sem við fæðumst öll með og það má segja að sextíu til sjötíu prósent af leikföngunum í búðinni séu nærandi fyrir þennan þátt,“ segir Sigrún og á þar við að vekja ímyndunarafl barnsins og viðhalda því. „Ég kalla leikföngin opin leikföng því þau geta breyst í hest eða hvað sem á við í leik barnsins hverju sinni,“ bætir hún við. Hitt sérkennið á búðinni segir Sigrún vera að leik- föngin þar eru umhverfis- væn. „Þau eru öll náttúru- gerð og brotna upp í náttúrunni. Líklega eru um níutíu prósent leikfang- anna í búðinni umhverfisvæn.“ Sigrún segist hvetja foreldra til að búa til leikföngin sjálfir ef þeir hafi tök á því í stað þess að koma og versla hjá henni. „Barnið upplifir þannig hvaðan leikfangið kemur og hvernig það er búið til þannig að það fær meiri umhyggju og virð- ingu fyrir leikfanginu,“ segir hún. Hugmyndina á bak við búð- ina segir Sigrún hafa vakn- að þegar hún var í uppeld- isfræðinámi þar sem hún lærði að verða Waldorf- uppeldisfræðikennari. „Í stuttu máli snýst Wald- orf-stefnan um að í grunninn er litið á barnið sem þríþætta mann- eskju sem þarf að mennta á þríþætt- an máta. Í gegn- um hugann, hjartað eða til- finningar og höndina. Það er því ekki nóg að kenna barninu vits- munalega heldur verð- um við líka að kenna því með því að gera, finna, þreifa á og fleira þannig að það er mjög mikið um handverk, leiki, takt og fleira sem huga þarf að í uppeldinu,“ segir Sigrún sem lagði upp með slíka hugsjón þegar þau hjónin opnuðu verslunina fyrir um einu og hálfu ári síðan. Umhverfisvæn og opin leikföng topdrive.is Smiðjuvellir 3 Keflavík Sími: 422-7722 Allar þessar ólíku vörur eiga það sameiginlegt að fást hjá topdrive.is Smiðjuvellir 3 Keflavík Sími: 422-7722 A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.