Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 42
Landsbankadeild karla 1. deild karla Gríptu augnablikið og lifðu núna Komdu við í næstu Vodafone verslun og nældu þér í gæðabolta. Almennt verð 1.990 kr. Þú færð bestu kjörin með því að vera með allt hjá okkur í Og1. Meistaradeildarboltar á aðeins 990 kr. fyrir Og1 viðskiptavini. Hittu í mark Viljum alls ekki missa Valdimar Ólafur Stefánsson var valinn í lið ársins í spænsku úrvals- deildinni í handbolta og er einn af fjórum leikmönnum meistaraliðs Ciudad Real sem eru í sjö manna liðinu. Kosningin fór fram á heima- síðu deildarinnar, www.asobal.es. Hinir leikmenn Ciudad Real í liðinu eru markvörðurinn Arpad Sterbik, línumaðurinn Rolando Urios og vinstri skyttan Alberto Entrerríos. Ólafur fékk 34,8 pró- sent atkvæða í sína stöðu en annar var Eric Gull hjá BM. Valladolid. Línumaðurinn Urios fékk bestu kosninguna en 56,5 prósent kusu hann. Aðrir í úrvalsliðinu eru Juanín García, vinstri hornamaður Barce- lona, Ivano Balic leikstjórnandi Portland San Antonio og Albert Rocas hornamaður Portland San Antonio. Besti þjálfarinn var val- inn Manolo Cadenas, þjálfari Sig- fúsar Sigurðssonar hjá Ademar León. Ólafur varð í 2. sæti í kosn- ingunni í fyrra en hann er í liði árs- ins í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003 til 2004 en þann vetur vann Ciudad Real einnig titilinn. Ólafur var með einstaka skotn- ýtingu í vetur en hann nýtti 109 af 143 skotum sínum sem gerir 76 prósenta nýtingu. Ólafur skorað 4,4 mörk að meðaltali í leik og átti síðan að venju ótal stoðsendingar á félaga sína. Fékk 34,8 prósent atkvæða Það verður sjálfur forseti UEFA, Michel Platini, sem afhendur sigurlaunin í úrslita- keppni Evrópumóts undir 19 ára kvenna sem hefst hér á landi á morgun. Þrír leikir hefjast kl. 16.00 en fjórði leikurinn, á milli Íslands og Noregs, hefst kl. 19.15 á Laugar- dalsvelli. Platini verður viðstadd- ur úrslitaleikinn og afhendir nýbökuðum Evrópumeisturum gullið og bikarinn. Úrslitaleikurinn sjálfur fer fram á Laugardalsvelli 29. júlí og verður sýndur beint á sjónvarps- stöðinni Eurosport. Platini afhendir bikarinn Óhætt er að segja að fyrstu tíu mínútur leiks Fylkismanna og Breiðabliks hafi verið algerlega á skjön við það sem síðar kom. Fylk- ismenn byrjuðu betur og fór leik- urinn að mestu fram á vallarhelm- ingi Blika. Þá fannst fyrirliðanum Arnari Grétarssyni, nóg komið og tók leikinn í sínar hendur. Arnar virðist aldrei þurfa fleiri en eina snertingu til að koma boltanum á samherja. Nokkuð sem sjaldgæft er að sjá í efstu deild hér á landi. Drifnir áfram af fyrirliðanum tóku leikmenn Breiðabliks heldur betur við sér. Sóknarkvartett liðs- ins; Nenad Zivanovic á vinstri vængnum, Gunnar Örn Jónsson á þeim hægri og þeir Prince Rajcom- ar og Kristinn Steindórsson í fram- línunni, sköpuðu hvað eftir annað usla í vörn Fylkismanna. Hægir varnarmenn Fylkis áttu ekki roð í sóknarmenn Blika. Krist- inn og Prince leiddu miðverðina hvað eftir annað út úr stöðunum, á meðan Gunnar og Zivanovic léku sér að arfaslökum bakvörðunum. Guðni Rúnar Helgason hefur vænt- anlega þurft aspirín í hálfleik, svo illa fór Gunnar Örn með hann. Gunnar Örn Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínútu, úr fyrsta markskoti Blika. Vann knöttinn á miðsvæðinu, óð upp völlinn, lét vaða nokkrum metrum fyrir utan teig og hafnaði boltinn neðst í markhorninu. Stór- glæsilegt mark. Blikar bættu síðan öðru marki við á tuttugustu og annarri mínútu. Kristinn Steindórsson ýtti þá bolt- anum yfir línuna eftir skottilraun Srdjan Gasic. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir þriðja markinu. Fylkis- menn misstu boltann strax eftir að hafa tekið miðju, Kristinn fékk stungusendingu og afgreiddi bolt- ann í markhornið. Þrjú núll eftir tuttugu og þrjár mínútur og leikur- inn svo gott sem búinn. Síðari hálfleikur var öllu daufari en sá fyrri. Fylkismenn gerðu tvær breytingar í hléinu; inn komu þeir Albert Ingason og Peter Gravesen. Blikar spiluðu þó áfram eins og sá sem valdið hefur, héldu boltanum vandræðalaust gegn máttlitlum Fylkismönnum. Kristinn Stein- dórsson fékk nokkur tækifæri til að ná sínu þriðja marki, en inn vildi boltinn ekki. Gunnar Örn Hilmarsson, var besti maður vallarins í Árbænum í gærkvöldi þrátt fyrir að vera að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði í efstu deild. „Við höfum oft spilað vel í sumar en munurinn liggur í því að í kvöld nýttum við færin. Ég var ekkert sérlega stressaður fyrir leikinn og þegar fyrstu snerting- arnar gengu vel, sá ég að þetta yrði minn dagur.“ Leifur Garðarsson, þjálfari Fylk- ismanna, var hreinskilinn í leiks- lok „Góð lið nýta sér það þegar andstæðingurinn er slakur. Ég sé enga ljósa punkta í okkar liði. Boltastrákarnir voru bestu menn Fylkis í dag, og þeir voru fengnir með fimm mínútna fyrirvara.“ Blikar voru frábærir í gær og ekki veikur hlekkur í liðinu. Arnar Grétarsson sá til þess að boltinn gengi hratt milli manna og ungu strákarnir í framlínunni, þeir Kristinn og Gunnar, léku sér að varnarmönnum Fylkismanna. Hjá Fylki stóð ekki steinn yfir steini. Helst að Christian Christi- ansen í framlínunni og markvörð- urinn Fjalar Þorgeirsson geti borið höfuðið. Aðrir voru hreinlega ekki með. Breiðablik skoraði þrjú mörk á fyrstu tuttugu og þremur mínútum leiksins gegn Fylki. Hinn sautján ára gamli Kristinn Steindórsson skortaði tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.