Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 4
 Iðnaðarráðherra hefur vísað frá öllum umsóknum um rannsóknarleyfi sem lágu fyrir í ráðuneytinu. Elsta umsókn- in um að rannsaka virkjanakosti var frá árinu 2000. Ákvörðunin er að sögn ráðu- neytisins vegna ákvæðis í sátt- mála ríkisstjórnarinnar um að ekki verði farið inn á óröskuð svæði áður en rammaáætlun um náttúruvernd liggur fyrir árið 2009. „Þetta eru óröskuð svæði sem eru umdeild,“ segir Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra. „Til að enginn þyrfti að vaða í villu og svima um afstöðu iðnaðarráðherra ákvað ég að vísa þeim öllum frá.“ Össur segir Alþingi þurfa að samþykkja ef veita eigi ný rann- sóknar- eða nýtingaleyfi. Hann muni þó ekki styðja slíkt á þingi. „Þessi ákvörðun mun örugglega ekki auðvelda stóriðjuframkvæmd- ir,“ segir Össur. „Hins vegar er ég einfaldlega ekki klár á því með hvaða hætti hún kann að hafa áhrif á einstaka framkvæmdir.“ „Það er ekkert á stefnuskrá þessa meirihluta að fara að leyfa millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, sérstaklega þegar framtíð flugvallarins er í fullkominni óvissu,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmað- ur borgarstjóra, um hugmynd Ice- land Express (IE) þessa efnis. Slíkt leyfi þýddi að lofa þyrfti Icelandair, British Airways og fleiri að gera hið sama. „Við þurf- um auðvitað að gæta jafnræðis- sjónarmiða í þeim efnum,“ segir hann. „Og þá yrðu borgarar Reykjavíkur endanlega brjálaðir, ef hér væru risaþotur að taka á loft og lenda á hálftíma fresti.“ Forsvarsmenn IE sendu Flug- stoðum ohf. erindi í lok síðasta mánaðar og báðu um að fá að reisa 6.500 fermetra flugstöð við Reykjavíkurflugvöll. Þannig gætu þeir komið á samkeppni í innan- landsflugi, auk áðurnefnds milli- landaflugs. Jón telur útilokað að IE fái umræddar lóðir, enda sé búið að eyrnamerkja þær og úthluta öðrum fyrirtækjum. „Þessi ágæti forstjóri IE leyfir sér að setja [flugstöðina] inn á miðja lóð Háskóla Reykjavíkur, sú tillaga dæmir sig nú sjálf,“ segir hann. Erindi IE hafi ekki einu sinni borist formlega inn á borð borgar- stjórnar og því sé enginn grund- völlur til að ræða það til að byrja með. Ekki sé nóg að senda Flug- stoðum, sem reka Reykjavíkur- flugvöll, erindi til að fá formlega afgreiðslu borgaryfirvalda. Matthías Imsland, forstjóri IE, sagðist í gær engin viðbrögð hafa fengið við erindi sínu, en ekki náð- ist í hann aftur eftir samtalið við Jón Kristin. „Flugstoðir lögðu áherslu á að fá okkur inn í þessa samgöngu- miðstöð og lofuðu okkur einhverri bráðabirgðalausn þangað til, en við höfum ekki heyrt neitt meira,“ sagði Matthías. Samgöngumiðstöð- in væri þó alltof lítil, eða jafnstór og sú flugstöð sem IE vill reisa. Matthías sagðist reikna með svör- um frá borginni innan skamms. „Ég bara bíð eftir svari. Stjórnsýsla hlýtur að virka þannig að menn svari innan ákveðins tíma.“ Upplýsingafulltrúi Flugstoða, Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, segir að unnið sé að því að finna lausn fyrir IE þar til samgöngu- miðstöð rísi árið 2009. Framtíð flugvallar í fullkominni óvissu Núverandi meirihluti stefnir ekki að millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll, segir aðstoðarmaður borgarstjóra. Hann furðar sig á hugmyndum um flugstöð á lóð HR. Forstjóri Iceland Express hafði engin viðbrögð fengið frá borginni. Ísraelsk stjórnvöld munu sleppa 250 palestínskum föngum úr fangelsi á föstudag- inn. Ehud Olmert, forsætisráð- herra Ísraels, greindi Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, frá þessu á fundi þeirra í Jerúsalem í gær. Flestir þeirra sem fá frelsið eru liðsmenn Fatah og afgangur- inn frá minni hópum. Engum Hamas-liðum verður sleppt. Ísraelsk stjórnvöld hafa undanfarið unnið að því að styrkja stöðu Abbas og Fatah- hreyfingar hans í Palestínu eftir að Hamas-samtökin lögðu undir sig Gaza-ströndina. Í kjölfarið myndaði Abbas nýja ríkisstjórn án aðkomu Hamas. Olmert og Abbas munu funda á ný eftir tvær vikur. Palestínskum föngum sleppt Ekki er nóg að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í 28 daga, sem er hámarkslengd gæsluvarðhalds án ákæru, að mati helsta ráðgjafa breskra stjórnvalda í hryðjuverkalögum, Carlile lávarðar. Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, reyndi að fá í gegn 90 daga hámarkslengd gæsluvarðhalds en þingið minnkaði það niður í 28 daga. Carlile lávarður sagði jafnframt að dómarar en ekki þing ættu að ákvarða hámarkslengd varðhalds. 28 daga varð- hald ekki nóg Enn á ný mælast Íslend- ingar í hópi hamingjusömustu þjóða heims. Samkvæmt evrópska hamingjukvarðanum, svonefndum Happy Planet Index, ríkir hvergi meiri hamingja í Evrópulöndum en einmitt hér á landi. Bresk dagblöð skýrðu frá þessu í gær. Kvarðinn er byggður á þremur þáttum, nefnilega ævilengd, lífsánægju og útblæstri gróður- húsalofttegunda. Íslendingar lenda í þriðja sæti þegar spurt er um tvo fyrstu þættina, en skýtur hinum Evrópuþjóðunum ref fyrir rass og lendir í efsta sæti þegar hreina loftið hér er tekið með í reikninginn. Hreina loftið gerir útslagið Fimm íslensk fiskiskip skiluðu aflaverðmæti fyrir rúmlega milljarð króna hvert á síðasta ári. Þetta sýnir úttekt Fiskifrétta úr gögnum Hagstofu Íslands. Þrjú skipanna eru frystitogarar og tvö vinnslu- skip á uppsjávarveiðum. Það var Hákon EA sem var með mesta verðmætið, eða 1.079 milljónir króna. Arnar HU var með mesta verðmæti frystitogara en Þór HF, Höfrungur III AK og Engey skiluðu einnig svipuðu verðmæti. Heildaraflaverðmæti íslenskra skipa á árinu 2006 var 76 milljarðar króna. Fimm skip fóru yfir milljarðinn Tilvalið í ferðalagið Án viðbætts salts!Án viðbætts sykurs! Kjarngóð næring í þægilegum umbúðum barnamatur.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.