Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 43
 Argentína náði ekki að fylgja eftir frábærri frammistöðu í Suður-Ameríkukeppninni og steinlá 3-0 fyrir Brasilíu í úrslita- leiknum. Julio Baptista skoraði fyrsta markið eftir aðeins fjórar mínútur og fyrirliði Argentínu, Roberto Ayala, skoraði síðan sjálfsmark fyrir hlé. Það var síðan Daniel Alves sem innsiglaði sigurinn í seinni hálfleik. Argentína hafði unnið alla leiki sína í keppninni á sannfærandi hátt en áttu ekki svör við kraftmiklum Brössum sem brutu meðal 37 sinnum á þeim í leiknum og skoruðu mörk sín úr skeinuhættum skyndisóknum. „Við komum hingað til þess að bjarga sjálfstausti hins dæmi- gerða stuðningsmanns Brasilíu, verkamanninn sem fer að heiman snemma morguns og kemur ekki heim fyrr en á kvöldin og fær einu gleðina úr lífinu þegar Brasilía vinnur,“ sagði Dunga, þjálfari Brasilíu, dramatískur í leikslok. Dunga varaði líka Ronaldinho og Kaka við að þeir þyrftu að hafa fyrir því að vinna sig inn í liðið en báðir tóku sér frí til þess að jafna sig eftir langt tímabil. Brasilía hefur nú unnið þrjá þriggja marka sigra í röð á erki- fjendum sínum og ef marka má taktíkina í þessum leik þá virðast þeir kunna orðið á nágranna sína. Robinho, sem varð markakóng- ur keppninnar með sex mörk, gat ekki leynt ánægju sinni eftir leik- inn. „Þrátt fyrir að ég hafi ekki náð að skora í úrslitaleiknum er ég í skýjunum yfir því að hafa unnið titilinn. Ég hjálpaði í það minnsta til í vörninni,“ sagði framherjinn en þéttur varnarleikur Brasilíu- manna kom sérstaklega mikið á óvart í keppninni. Þjálfari Argentínu, Alfio Basile, tapaði þarna sínum fyrsta leik í 19 leikjum í keppninni en undir hans stjórn vann Argentína bikarinn 1991 og 1993. Basile neitaði að tala við fjölmiðlamenn eftir leik. Brassar eru komnir með fast tak á Argentínumönnum HK og Víkingur náðu bæði í langþráð stig í 2-2 jafntefli liðanna í Landsbankadeildinni í gær. Víkingar komust í 2-0 og fengu mörg færi til að skora fleiri mörk en HK sýndi mikinn karakt- er í að vinna sig aftur inn í leikinn og tryggja sér stigið. Tvö mörk Víkinga á fyrsta á hálftímanum þýddu að nýliðarnir urðu að koma út úr skelinni og gera eitthvað því þetta var sann- kallaður sex stiga leikur liða sem allt hafði gengið á afturfótunum hjá í undanförnum umferðum. Magnús Gylfason var í banni og það virtist hafa mjög góð áhrif á Víkinga í upphafi leiks. Víkingar fengu vítaspyrnu eftir aðeins tólf mínútur. Sinisa Kekic skoraði af öryggi úr spyrnunni og bjó síðan til annað mark fyrir Viðar Guð- jónsson 19 mínútum síðar. Það tók HK-menn nokkurn tíma að átta sig á stöðunni en undir lok hálfleiks náðu þeir ítrekað að skapa hættu í kringum aukaspyrnur Rúnars Páls Sigmundssonar. Finnbogi Llorens féll í teignum eftir eina slíka og Ólafur Valdimar Júlíusson skoraði af öryggi úr vítinu. HK var komið inn í leikinn. Seinni hálfleikurinn var síðan opinn í báða enda og bæði lið voru dugleg í að skapa sér færi. HK- menn tóku meiri áhættu í leik sínum og færðu liðið framar á völlinn en Víkingar voru alltaf hættulegir í skyndisóknum sínum. Finnbogi Llorens jafnaði síðan leikinn með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Rúnars Páls Sig- mundssonar og það sem eftir var leiksins gátu bæði lið skoraði sig- urmarkið og tryggt sér öll stigin þó að færi Víkinga væru bæði fleiri og hættulegri. HK lék síð- ustu sjö mínúturnar manni færri eftir að Oliver Jaeger fékk sitt annað gula spjald. „Við vorum gjörsamlega á hælunum í fyrri hálfleik og byrj- uðum ekkert leikinn fyrr en þeir voru komnir 2-0 yfir. Við ræddum málin í hálfleik og það var allt annað að sjá okkur í seinni hálf- leik. Við máttum ekki tapa þessum leik og það er gríðarlega mikil- vægt fyrir okkur að tapa ekki fyrir Víking sem er að berjast við okkur í neðri hlutanum. Þetta var líka dýrmætt fyrir okkur sjálfa að sjá það að þó að við lendum undir og jafnvel 2-0 undir þá getum við komið til baka og fengið eitthvað út úr leikjunum,“ sagði Gunnleif- ur Gunnleifsson, fyrirliði HK. „Við áttum að vinna þennan leik. Það var eins og við höfðum orðið saddir þegar við komumst 2-0 yfir og þá er skelfilegt að missa þetta niður. Þetta var fínn leikur í heild- ina hjá okkur. Við erum að gera góða hluti fram á við og erum búnir að breyta um stíl sem er að skapa okkur mikið af færum. Þetta eru mikil vonbrigði að missa þetta niður því við erum í mikilli keppni við HK og nú eru þeir ennþá tveimur stigum á undan okkur og því lítum við á þetta sem tap,“ sagði Grétar Sigurðarson, fyrir- liði Víkinga. Við lítum á þetta sem tapaðan leik Valsmenn galopnuðu bar- áttuna um Íslandsmeistaratitilinn með sínum þriðja sigurleik í röð í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Erkifjendurnir úr Fram láu í valn- um í þetta skiptið en Valur er nú komið með 21 stig í öðru sæti deild- arinnar, tveimur stigum minna en Íslandsmeistarar FH, sem hafa aðeins náð í fjögur stig í síðustu þremur leikjum. Fótboltinn sem liðin buðu upp á í Laugardalnum í gær var ekki sá besti sem sést hefur í sumar en baráttan hjá báðum liðum var sann- arlega til staðar. Valsmenn byrjuðu leikinn með látum og uppskáru mark strax í upphafi þegar Guð- mundur Benediktsson, af öllum mönnum, skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Framarar vönkuðust greinilega við markið og áttu í erf- iðleikum næstu mínútur, ekki síst við að verjast föstum leikatriðum Valsmanna. Þeir náðu þó að ranka við sér eftir því sem leið á fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum að velgja Valsmönnum undir uggum, án þess þó að skapa sér nein afgerandi færi. Það eru þó engin ný tíðindi fyrir Ólaf Þórðar- son, þjálfara Fram, sem vantar sár- lega leikmann til að klára færin - leikmann sem þefar uppi fyrirgjafirnar inn í vítateignum. Jónas Grani Garðarsson, sem var fremsti maður Fram í gær, er ekki þessi leikmaður. Þetta sést best á því að þrátt fyrir að Framarar hafi verið síst lakari aðilinn stóran hluta fyrri hálfleiks kom fyrsta markskot liðsins ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins. Alls átti liðið sex skot í leiknum og rataði ekkert þeirra á markið. Framarar reyndu hvað þeir gátu að skapa hættu upp við mark Vals í síðari hálfleik en vörn þeirra rauð- klæddu var föst fyrir og gaf afar fá færi á sér. Smám saman fjaraði undan sóknartilburðum Framara og eftir að Kristján Hauksson náði sér í tvö gul spjöld með rúmlega einnar mínútu millibili varð allur vindur úr gestunum. Einum leik- manni fleiri gátu Valsmenn sigldu fleyinu örugglega í höfn án telj- andi mótspyrnu og bætti Kristinn Hafliðason við öðru marki á 87. mínútu. „Brottreksturinn setur okkur gjörsamlega út úr leiknum,” sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram í viðtali við Sýn í gær. Eins og áður segir var það vönt- un á markagræðgi sem varð Fram að falli í gær, og ekki í fyrsta sinn í sumar. Liðið verst ágætlega og í sókninni eru ágætis hugmyndir í gangi, en leikmenn ná ekki að vinna nægilega vel úr þeim. Valsmenn voru alls ekki upp á sitt besta í gær en gerðu það sem þurfti og gott betur. Vörnin var mjög öflug með Atla Svein Þórarinsson sem besta mann og á miðjunni var Bald- ur Bett gríðarlega öflugur, sívinn- andi og spilaði boltanum vel frá sér. „Við áttum í lungan af leiknum undir högg að sækja og við lifum ekki í blekkingu með það. Það er því ákveðinn styrkur í að vinna svona leik. Munurinn á liðunum í dag var einfaldlega bara sjálfstraustið,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals í viðtali við Sýn eftir leikinn. Valsmenn eru farnir að anda ofan í hálsmálið á Íslandsmeisturum FH eftir 2-0 sigur á Fram í Laugardal- num í gær. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum á toppi deildarinnar að loknum tíu umferðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.