Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 12
 „Hún sökk einhverja metra niður en það er erfitt að átta sig á hversu djúpt. Allavega náði drullan upp að miðju stjórnhúsi öðrum megin,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Hóls. Beltagrafa í eigu Hóls sökk í mýri þegar hún var við vinnu á vegum Orkuveitu Húsavíkur nálægt vatnsbóli bæjarins. Að sögn Björns voru hans menn upp undir hálfan sólarhring að moka gröfuna upp með annari gröfu. „Það fór allur dagurinn eftir í að þrífa gröfuna. Stjórnhúsið var orðið fullt af drullu,“ segir hann. Björn segir að það geti reynst erfitt að ná öllum aurnum burt. „Það leynist alltaf einhver drulla sem erfitt er að ná burt. Hún harðnar síðan og slöngur og annað nuddast utan í. Það getur orðið hvimleitt,“ segir hann. „Þetta gerist stundum í þessum bransa. Þessi grafa fór til dæmis nokkrum dögum síðar út í sveit til að ná upp gröfu sem sökk einnig í mýri.“ Sökk upp að miðju stjórnhúsi Pólsku stjórnmála- flokkarnir Sjálfsvörn og Bandalag pólskra fjölskyldna hafa ákveðið að sameinast og nefna sameinaða flokkinn Bandalag og sjálfsvörn. Báðir flokkarnir eru í ríkisstjórn ásamt þriðja flokknum, Lög og réttlæti, sem er mun stærri og öfl- ugri flokkur en þeir báðir til sam- ans. Í byrjun síðustu viku rak Jaros- law Kaczynski forsætisráðherra, sem jafnframt er leiðtogi Laga og réttlætis, Andrzej Lepper úr ríkis- stjórninni, en Lepper hafði verið bæði landbúnaðarráðherra og aðstoðarforsætisráðherra. Mikil umræða hefur farið fram innan Sjálfsvarnarflokks Leppers hvort flokkurinn ætti að segja sig úr stjórninni, sem hefði þýtt að stjórnin væri fallin og boða þyrfti til kosninga, en Lepper tók í gær af skarið um að flokkurinn væri áfram í stjórninni, en að litlu flokkarnir tveir myndu jafnframt sameinast og þannig styrkja stöðu sína gagnvart flokki forsætisráðherrans. Lepper var rekinn vegna ásakana um spillingu, en sjálfur segist hann alsaklaus. Sameinaði flokkurinn leggur áherslu á að Pólland gefi ekkert eftir í ágreiningsmálum við Evrópusambandið. Tveir litlir flokkar sameinast Bifhjólamenn úr Sniglun- um og bílaeigendur ætla að koma saman á morgun til að árétta, sérstaklega við unga ökumenn, að aka hægar og nota bílbeltin. Áætlað er að hittast hjá KFC í Mosfellsbæ klukkan 18.30 og aka að Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Guðmundur Ari Jensson snigill skipuleggur þennan viðburð. „Ég þekkti þann sem lést í umferðarslysinu um þarsíðustu helgi og datt þetta í hug,“ sagði Guðmundur, „Haft hefur verið samband við bílaklúbba og við skorum á alla til að mæta. Við munum aka með hvíta borða um handlegginn.“ Mótmæla hraðakstri Alþingi samþykkti 13. júní síðastliðinn þingsályktunar- tillögu um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ung- menna. Í þingsá- lyktunartillögunni er kveðið á um að á vettvangi Stjórnarráðsins skuli skipaður samráðshópur fulltrúa félags- mála, heilbrigðis- og trygginga- mála, dóms- og kirkjumála, fjármála- og menntamálaráðu- neyta. Meginhlutverk samráðshópsins er að stuðla að samræmingu og eftirfylgni aðgerða í þágu barna og barnafjölskyldna. Formaður hópsins er Bragi Guðbrandsson. Samráðshópur skipaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.