Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 6
Hentugt við grillið einnota borðbúnaður á tilboðsverði R V 62 38 A Rekstrarvörur 1982–200725ára Snæbjörn Árnason, sölumaður hjá RV Tilboðið gildir út júlí 2007 eða meðan birgðir endast. 296 kr. Pappadiskar 23cm, 50stk (20ík) 446 kr. Pappadiskar 18cm, 100stk (10ík) 356 kr. Pappadiskar djúpir 19cm, 50stk (20ík) Á tilboði í júlí 2007 Plasthnífapör, pappadiskar og plastglös Lórítín® – Kröftugt ofnæmislyf Notkun: Skömmtun: Frábendingar: Varúðarreglur: Aukaverkanir: H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 9 0 2 5 - A c ta v is 7 0 4 0 0 3 Fylgist þú með fréttum af fræga fólkinu? Ertu ánægð(ur) með mótmæla- aðgerðir Saving Iceland? Dómari í Wales kvað upp þann úrskurð í gær að ekki skyldi slátra nautinu Shambo, sem er heilagt dýr í hindúa- klaustrinu Skanda Vale í Wales. Nautið hefur greinst með nautaberkla og átti að slátra því af öryggisástæðum svo smit bærist hvorki í menn né önnur dýr. Samkvæmt reglum um dýrahald í Wales ber að slátra berklaveikum nautum, en hindúarnir segja nautið heilagt í sínum huga og sé það veikt eigi að hjúkra því. Með því að slátra dýrinu sé verið að brjóta á rétti þeirra til að iðka trú sína. Heilagt naut hlýtur náðun „Við höfum verið hérna síðan á föstudag og tökum bara hvern dag fyrir sig,“ segir Kristján Theodórsson frá Akureyri. Hann og kona hans, Brynja Þorsteins- dóttir, hafa dvalist á tjaldsvæðinu í Laugardal ásamt fjölskyldu sinni síðan á föstudag. „Við erum tíu í heildina, afinn og amman og svo þrjú af átta börnum okkar með sínar fjölskyldur.“ Stórfjölskyldan var að vonum ánægð með góða veðrið og var úti í sólinni þegar blaðamann bar að garði. Kristján segir töluvert af Íslend- ingum vera á svæðinu. Ein skýr- ingin á því sé að Símamót stúlkna í knattspyrnu var haldið í Kópa- vogi um helgina. „Það var einn fjölskyldumeðlimur okkar að keppa í því. Hér voru fleiri sem fylgdust með mótinu og hafa fram- lengt dvölina út af góða veðrinu.“ Aðspurð sagði keppnismanneskj- an Anna Helena Hauksdóttir að mótið hefði gengið vel, þær Þórs- stelpur hefðu lent í fimmta sæti. Samkvæmt upplýsingum frá tjaldsvæðinu er nokkuð um að Íslendingar leggi leið sína þangað. Kristján segir að þau hjónin hafi verið á tjaldsvæðinu í nokkra daga í fyrra og hafi þá uppgötvað hversu góð aðstaða og þægilegt væri í Laugardalnum. „Ég reyni að skilja þetta en það er svo erfitt því hann vildi aldrei neitt með hana hafa og er ekki einu sinni með hana,“ segir Dagbjört Rós Halldórsdóttir, ung móðir sem ekki hefur fengið að sjá dóttur sína, sem nú er sautján mán- aða, í um níu víkur. Dagbjört fluttist með eiginmanni sínum til Bandaríkjanna fyrir ári. Henni var vísað úr landi fyrir tveimur mánuðum en hún hafði þá ekki endurnýjað dvalarleyfi sitt þar sem maður hennar hafði neitað að skrifa undir. Dagbjörtu var vísað úr landi ásamt syni sínum sem hún átti fyrir. Litla dóttir hennar varð eftir ytra. Dagbjört segir hana dveljast hjá móður eiginmanns síns. „Ég fékk ekki að taka neinar myndir af henni með mér,“ segir Dagbjört. Dagbjört kveðst hafa séð fyrstu skref dóttur sinnar á vef- síðu. Bandaríska sendiráðið neitar Dagbjörtu um vegabréfsáritun til að fara til Bandaríkjanna til að sækja rétt sinn. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram Utanríkisráðuneyt- ið aðstoði Dagbjörtu, með því að veita ráðgjöf. Hún verði aðstoðuð við að finna lögfræðing í Banda- ríkjunum. Kostnaðurinn við það geti þó hlaupið á tugum milljóna. Það verði hún að greiða sjálf. „Mér finnst erfiðast að reyna útskýra þetta fyrir bróður hennar sem saknar litlu systur svo sárt,“ segir Dagbjört. Fær ekki að sjá dóttur sína Engin krafa hefur komið frá heimsminjaskrá UNESCO um að barrtré á Þingvöllum verði felld, en í áætlun um skógarhögg og grisjun á Þingvöllum frá 2001 kemur fram að fella eigi trén og hlúa að gróðri sem eigi sér lengri sögu á Þingvöllum. Þingvellir voru skráðir á heims- minjaskrá UNESCO árið 2004, í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld sóttu um þá upphefð Þingvöllum til handa. Í umsókninni, sem sam- þykkt var árið 2003, kemur ekkert fram um að barrtrén eigi að víkja, aðeins að þau hafi verið grisjuð og því verði haldið áfram. „[Árið] 1999 gáfu Þingvalla- nefnd og Skógrækt ríkisins út samstarfsyfirlýsingu um eftirlit og umhirðu skógarins í þjóðgarð- inum á Þingvöllum. Í samræmi við hana gerðu starfsmenn þjóðgarðs- ins og skógræktarinnar áætlun árið 2001 um það, hvernig skógar- höggi og grisjun yrði háttað,“ segir Björn Bjarnason, formaður Þingvallanefndar, í tölvubréfi til Fréttablaðsins. „Í áætluninni er það markmið meðal annars sett, að barrtré í þinghelginni víki en hlúð skuli að gróðri, sem á sér lengri sögu á Þingvöllum. Þetta er gert í því skyni að varðveita hinn forna þingstað sem opið sögusvið fyrir komandi kynslóðir. Sama á við um nokkra aðra sögufræga staði innan þjóðgarðsins, meðal annars Ölkofradal,“ segir Björn. „Að mati þeirra, sem gerst þekkja til innan þjóðgarðsins, er með öllu ástæðulaust að telja að vegið sé að þjóðgarðinum með þeim markmiðum, sem hér er lýst eða áætlunum á grundvelli þeirra. Hitt er einnig fráleitt að kenna þessa rækt við þjóðgarðinn við lögbrot,“ segir Björn. Sigurður K. Oddsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, staðfestir að UNESCO hafi ekki gert neinar kröfur um að barrtrén á Þingvöll- um verði felld. Hugsunin á bak við þjóðgarða væri hinsvegar sú að leitast við að varðveita svæðin í sem upprunalegastri mynd. Stefn- an sé að Þingvellir verði sem næst því að vera eins og þeir voru við landnám, löngu áður en barrtré festu rætur hér á landi. Ekki verða öll barrtré í þing- helginni felld. Furulundinum sem plantað var 1899, sem markaði upphaf skipulegrar skógræktar á Íslandi, verður leyft að standa, enda er hann friðaður með öllu. Talsverður birkiskógur er á Þing- völlum og mögulegt að plantað verði samskonar birkitrjám til að stækka þann skóg, segir Sigurð- ur. Skógarhöggið ekki að kröfu UNESCO Fram kemur í áætlun frá 2001 að fella eigi barrtré innan þinghelgi á Þingvöll- um. Engin krafa hefur komið frá UNESCO um að trén verði felld þó Þingvellir séu á heimsminjaskrá. Fráleitt að kenna skógarhögg við lögbrot segir ráðherra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.