Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 24
 17. JÚLÍ 2007 ÞRIÐJUDAGUR4 fréttablaðið gott á grillið Pálmi Jónsson, aðstoðaryfir- kokkur á Vox, telur léttar sósur henta best með grillmat. „Sósur eru gríðarlega mikilvægur þáttur þegar á að grilla, þar sem þær mýkja matinn og kitla bragð- laukana,“ segir Pálmi Jónsson, að- stoðaryfirkokkur á veitingastaðn- um Vox, og bætir við að sósur séu núorðið oft léttari heldur en þekkt- ist áður. „Ástæðuna má rekja til þess að í gamla daga hætti Íslendingum gjarnan til að ofgrilla mat, sem varð fyrir vikið alltof þurr. Síðan drekktu þeir matnum með þykk- um sósum,“ útskýrir hann. „Í dag grillar fólk kjötið ekki eins mikið og sósurnar eru hafðar annað- hvort léttar eða hreinlega taldar óþarfar.“ Pálmi segir úrval léttra sósa gott á Vox, þar sem meðal annars er boðið upp á hundasúru- og pipar- sósur. „Þetta eru tvær léttar créme fraise sósur, sem minna á salat- dressing, fara vel saman og henta nánast vel með öllu: nýveiddri bleikju, nautasteik eða lambi og er gott að bera fram ásamt grilluðu grænmeti og salati.“ Pálmi segir kryddbragðið af ljósri paprikusósunni engu lagi líkt og grænleit hundasúrusós- an sé afar einföld í gerð þar sem meginuppistaðan er hundasúrur, sem lítið mál sé að komast yfir. Vaxi þetta bragðgóða blaðgræn- meti ekki úti í garði, megi alltaf nálgast það úti í búð og þá undir heitinu sorrel. Meðfylgjandi eru uppskriftir að sósunum tveimur. roald@frettabladid.is Allt klappað og klárt, sósurnar tilbúnar ásamt öðru meðlæti. Galdurinn á bak við sósuna Hundasúrusósan er einföld í gerð, meðal annars þar sem meginuppistaðan er hundasúrur. Paprikusósan er mjög bragðgóð að sögn Pálma. Pálmi að störfum í eldhúsinu á Vox. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON silico l ER MAGINN VANDAMÁL? Silicol hjálpar! Fæst í öllum apótekum Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is F A B R I K A N HUNDASÚRUSÓSA: 1 dl 10% sýrður rjómi 2 dl 18% sýrður rjómi 1 msk. majones salt eða pipar 100 gr hundasúrur Öllu hráefnið er blandað saman, sett í blandara og maukað. Smakkið til með salt eða pipar og majónesi þar til réttu sýrustigi er náð. PAPRIKUSÓSA: 3 rauðar paprikur paprikukrydd 3 dl sýrður rjómi 18% 1 msk. majónes salt eða pipar og tabasco-sósa Paprika er brennd á grilli. Hýði er síðan skolað eða skrúbbað af. Paprikan er því næst skorin í litla teninga. Sýrðum rjóma, majónesi og papriku er blandað saman. Smakkað til með salt eða pipar, paprikudufti og tabasco. Pálmi segir gott að einbeita sér vel og vandlega að öllum undirbúningi og hráefnisvali þegar grillað er. Betra sé að hafa færri og betri rétti á grillinu svo tími gefist til að sinna gestum og hvítvínsglasinu. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.