Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 1
 Fjögurra manna áhöfn björg- unarþyrlunnar TF-SIF sakaði ekki þegar flugstjóri hennar neyddist til að nauðlenda í sjónum við Straumsvík í gærkvöldi. Áhöfnin komst heilu og höldnu út úr þyrlunni og um borð í björgunar- skipið Einar J. Sigurjónsson sem var við æfingar með áhöfn þyrlunnar. Veður var mjög gott þegar slysið varð. Skipstjórinn á björgunarskipinu sendi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall klukkan 18.50. Áhöfnin á TF-SIF var ásamt björgunarskipinu að æfa hífingar af skipi og úr sjó. Þyrlan var í lít- illi hæð og missti snögglega vélar- afl, að sögn sjónarvotta. Flugstjór- inn neyddist til að nauðlenda þyrlunni en samkvæmt upplýsing- um frá tæknistjóra Landhelgis- gæslunnar, er þyrlan að öllum lík- indum ónýt. Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, gat ekki gefið nákvæmar upplýsingar um slysið þegar eftir þeim var leitað í gær- kvöldi. „Málið er í rannsókn undir stjórn rannsóknarnefndar flug- slysa. Ég vil bara þakka guði að þeir skuli hafa sloppið lifandi frá þessu.“ Um borð í þyrlunni voru fjórir menn sem allir voru vanir, að sögn Georgs. „Þetta var mjög góð áhöfn sem komust afburðavel frá þessu. Þeir lentu mjög mjúklega á sjón- um og lendingin gekk því mjög vel. Þegar þeir voru komnir frá vélinni þá hvolfir henni.“ Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra tók á móti áhöfninni þegar hún kom í land. Björn segir að sér hafi brugðið illa þegar hann heyrði fréttir af slysinu. „Maður spyr náttúrlega hvort menn hafi bjarg- ast eða ekki, það er fyrsta spurn- ingin sem kemur upp í hugann.“ Björn segir þyrluna vera komna til ára sinna en hún hafi reynst afar vel. „TF-SIF hefur bjargað tugum ef ekki hundruðum manna á sinni starfsævi. Það er auðvitað erfitt fyrir þá sem hafa unnið á þyrlunni að sjá á eftir henni í hafið við þess- ar aðstæður,“ segir Björn. Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar leið áhöfn þyrlunnar vel í gærkvöldi en gerð- ar höfðu verið ráðstafanir til að þeir fengju áfallahjálp vegna slyssins. Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur heldur námskeiðið Sæl og sátt börn fjölsk ldvægi Á Einn greipávöxtur á dag geturaukið líkurnar á brjósta-krabbameini. Með því að borða einn greip-ávöxt á dag aukast líkurnar á brjóstakrabbameini umnæstum þriðjungsamkvæmt nýrrirannsókn sem unninvar í Bandaríkjun-um við háskólann íSuður-Kaliforníu ogHawaii. Rannsókninnáði til 50 þúsund kvennaá breytingaraldrinum og sýnirað aðeins einn fjórði af greip-ávextinum jók líkurnar um allt að 30 prósent.Talið er að ávöxturinn auki estrógenmagn líkamans, en það er hormón sem talið er tengjasthættunni á brjósta-krabbameini. Greintvar frá þessu í nýj-asta eintakinu af British Journalof Cancer. Vísinda- mennirnir sem unnurannsókninaásamt öðrum sérfræðingum voru sammála um að þörf væri á frekari rann-sóknum. Í nýjasta tímariti New Eng-land Journal of Medicine erlíkum að því leitt að mp3-spilarar geti verið h blanda svita hans og leiðni spil-arans til þess að eldingu sló niðurí manninn. M ð Galdurinn á bak við grillsósuna gott á grilliðÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 Galdurinn á bak við grillsósunaGrillsósa úr hundasúrum og grillaðri papríku BLS. 4 Skemmtilegur ferðafélagi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -0 8 8 2 Styrkir foreldra sem uppalendur Setur húsið á sölu Ökumaður mótorhjóls lést eftir árekstur við strætisvagn á mótum Innnesvegar og Akrafjallsvegar við Akranes um sjö í gærkvöldi. Maðurinn var á fertugsaldri. Loka þurfti veginum í nokkrar klukkustundir eftir slysið. Bifhjólamaður lést í árekstri Engan sakaði þegar TF-SIF brotlenti á sjó Fjögurra manna áhöfn björgunarþyrlunnar TF-SIF sakaði ekki þegar hún nauð- lenti við Straumsvík í gærkvöldi. Þyrlan var við æfingar og er talin ónýt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 192. tölublað (17.07.2007)
https://timarit.is/issue/277494

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

192. tölublað (17.07.2007)

Aðgerðir: