Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 25
Gunnar Hólm Hjálmarsson iðnfræðingur fór fyrir tuttugu manna hópi á vegum Ferðafé- lagsins Útivist í bakpokaferða- lag. Farið var um Fljótsdal og Hraunin. „Við fórum þessa ferð til að skoða fossa í Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá, þar sem þeir koma til með að hverfa eftir sumarið þegar vatninu í ánum verður veitt í gegn- um Kárahnjúkavirkjun,“ segir Gunnar og bætir við að það sé algjör synd, meðal annars vegna þess hversu fallegir fossarnir eru. „Ekki er mörgum kunnugt um þessa staðreynd, þar sem fáir hafa séð fossana,“ heldur Gunnar áfram. „Það er nefnilega engum fært um Þorgerðarstaðardal nema gangandi og ríðandi fólki. Fossarn- ir eru þar af leiðandi á meðal best földu leyndarmála íslenskrar nátt- úru.“ Gunnar segir einn flottasta foss- inn sjálfsagt vera fossinn á ármót- um Innri-Sauðár og Kelduár, þar sem tveir fossar koma niður í sama hylinn. „Síðan er magnað að horfa upp eftir Kelduá og sjá átta eða níu fossar bera hvern í annan,“ bætir hann við. „Ætli þetta sé ekki ein fallegasta fossaröð sem ég hef séð og hef ég þó komið víða.“ Að mati Gunnars ber Kirkjufoss í Jökulsá af vegna formfegurðar. Fossinn sé mikilfenglegur þar sem hann fellur niður í djúpt gil og eru klettar sitthvoru megin við hann. Ferðalagið tók fimm daga og fyrir utan fossana hafði hópurinn viðkomu á mörgum af helstu nátt- úruperlum svæðisins. Má þar nefna Hrakströnd, Jökulsá, Eyja- bakkafoss og Eyjabakkakofa, Ljósafell, Geldingafell, Folavatn, Kelduá, Þorgerðarstaðadal og Tungufell. Ferðinni lauk síðan við Þorgerð- arstaði, í Suðurdal, og voru ferða- langarnir ánægðir við ferðalok þótt veðrið væri ekki alltaf með besta móti. Gunnar hvetur sem flesta að nota tækifærið til að skoða fossana áður en þeir hverfa í haust, því þar með komi tíu nátt- úruperlur til með að hverfa. Best földu leyndarmál íslenskrar náttúru Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.