Fréttablaðið - 21.07.2007, Page 46

Fréttablaðið - 21.07.2007, Page 46
F áar gerðir kvikmynda verða vinsælar í jafn miklum bylgjum og hryllingsmyndir. Ef undanskildar eru kannski söng- og dans- myndir. En nú virðist nýjasta hryllingsmyndaskeiðið vera í rénun, áhorfendur þurfa hvíld um stund, sem þýðir að leiðin er greið fyrir nýjar og frumlegar hug- myndir. Ef lýsa ætti þeirri stemningu sem ríkt hefur í bíóhúsum síðustu árin má vitna í eina auglýsingu bíóhúsanna fyrir hryllingsmynd: „Þetta er hryllilegra og blóðugra heldur en Hostel!“ Kvikmyndahús borgarinnar hafa nefnilega verið yfirfull á nýrri öld af gerð kvik- mynda sem þó byggja á gömlum merg „splatter“-myndanna frá sjöunda og áttunda áratugnum. Myndirnar snúast um svokallað „torture porn“ eða „pyntingar- klám“. Ódýrar kvikmyndir með lítt þekktum leikurum sem raka inn seðlum í miðasölu enda dreift af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood. Og í fyrstu virtust áhorfendur hafa ótakmarkaðan áhuga á hvers kyns viðbjóði. Fréttavefur CNN greinir frá því á vefsíðu sinni að þessar kvikmynd- ir hafi rekist á blóðugan vegg í ár. Hollywood-kvikmyndaverin hafi reynt að blóðmjólka kúna eins og þau gátu en nú hafa áhorfendur endanlega fengið nóg. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarfyrirtækisins Media By Numbers voru meira en 19 hryll- ingsmyndir frumsýndar árið 2003. Árin á eftir fylgdi hálfgerð hol- skefla hryllingsmynda sem náði hámarki árin 2005 og 2006 en þá voru 26 myndir í flokki hryllings- mynda frumsýndar hvort árið. Og nú er árið 2007 hálfnað en þegar hafa 20 kvikmyndir í hryllings- myndaflokknum verið sýndar með einum eða öðrum hætti og annar eins fjöldi bíður sýninga. Hollywood hefur löngum verið þekkt fyrir að nýta sér það sem vinsælt er. Það er hvorki gömul saga né ný að ákveðnar gerðir kvikmynda skuli vaxa og dafna en síðan fölna og deyja út á tiltölu- lega skömmum tíma. Nægir þar að minnast á myndirnar úr Frank- enstein-flokknum, frá fjórða ára- tug síðustu aldar, sem og hryll- ingsmyndir sjötta áratugarins þegar geimverur yfirtóku jörðina með oft kostulegum hætti en hurfu síðan af sjónarsviðinu og hefur þeim ekki brugðið fyrir nema þá helst í Independence Day og Mars Attacks!-gríni Tims Burton. Kvikmyndir sem hafa byggt hryllinginn upp á öðru en haus- lausum búkum og blóði hafa hins vegar gengið vel í kvikmynda- húsagesti. Nægir þar að nefna 1408 og Disturbia. Pyntingarklám- ið hefur hins vegar verið á algjöru undanhaldi. Miklar vonir voru bundnar við Hostel II enda hafði fyrri myndin slegið Chronicles of Narnia við á sínum tíma. En bæði dómar um myndina sem og aðsókn- in ollu gríðarlegum vonbrigðum. Captivity með 24-stjörnunni Elisha Cuthbert átti að vera ein af stóru bombunum í ár en komst einungis upp í tólfta sæti vinsældarlistans í Bandaríkjunum. Og svipaðum myndum bíða sömu örlög. En hvers vegna skyldu áhorfend- ur hafa þurft þennan hrylling í æð fyrir aðeins stuttu síðan en vilja ekki af honum vita nú? Geimverumyndir sjötta áratugs síðustu aldar endurspegluðu heimsmynd þess tíma. Kalda stríð- ið og kjarnorkuógnin vofðu yfir hverju húsi og hræðsluáróðri stjórnvalda mætti líkja við heims- endaspádóma um hugsanlega komu geimvera. Á þeim tíma var því fátt sem hræddi fólk meira en utanaðkomandi og ókunn öfl sem bjuggu yfir áður óþekktri tækni og gátu birst hvenær og hvar sem er. Hið fjarlæga en jafnframt hættulega kommúnistaveldi í austri var heimili geimveranna, ógnin við vestræn gildi og frelsi og þær hefðu þess vegna getað haft hamar og sigð á skipum sínum og talað annað hvort rússnesku eða kínversku. Kommúnistaógnin var drifkrafturinn og fólk naut þess að getað öskrað á þessa ógn sem yfirleitt var ósýnileg en birt- ist þarna í formi geimverumynda. Árásirnar á Tvíburaturnana 2001 og innrásirnar í Afganistan og Írak vöktu nýja óöryggistilfinn- ingu, einkum og sér í lagi hjá stór- veldinu í vestri. Hryðjuverkamenn voru á hverju strái og fólk þurfti ekki annað en fara á netið til að sjá öfgamenn frá arabalöndunum afhöfða vestræna gísla sína. „Á meðan George W. Bush er við völd í Bandaríkjunum verða gerðar svona myndir því þær eru ekkert annað en spegilmynd af því tætta þjóðfélagi sem Bandaríkin eru,“ sagði hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth í samtali við Fréttablaðið þegar hann var staddur hér á landi. „Fólk vill öskra en getur það ekki, hryllingsmyndir á borð við Hostel og Saw gefa fólki tækifæri til þess. Fyrir 9/11 héldu Bandaríkjamenn að þeir væru öryggir en í fyrsta sinn síðan borgarastyrjöldinni lauk finnst Bandaríkjamönnum þeir ekki vera óhultir.“ Hvort andstað- an við stríðið í Írak sé ástæðan fyrir því að fólk kýs ekki lengur að öskra eða að fólk telji sig nú eygja endalok valdatíma Bush-stjórnar- innar skal ósagt látið, en augljóst er að það sem Eli Roth kallaði afþreyingu handa taugaveiklaðri þjóð dugar sömu þjóðinni ekki lengur. Hryllingurinn er yfirstaðinn Það er ekki ýkja langt síðan áhorfendur sátu stjarfir í bíósölum og þyrsti í aflimanir og blóð. Gagnrýnendur kepptust um að lofa myndræna útfærslu á blóðsúthellingum í myndum á borð við Saw, Cabin Fever og Hostel og fáir skildu hvaða veður var skollið á í bíóheimum. Peningarnir sem skiluðu sér í kassann þá eru hins vegar annars staðar núna. Freyr Gígja Gunnarsson kynnti sér þá ísöld sem virðist vera að renna upp í hryllings- myndageiranum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.