Fréttablaðið - 24.07.2007, Side 8
Hvað heitir skipstjórinn á
Eyborgu sem bjargaði tuttugu
flóttamönnum á Miðjarðar-
hafi?
Í hvaða landi í Suður-Am-
eríku ætlar kona núverandi
forseta í forsetaframboð?
Gegn hvaða liði lék David
Beckham sinn fyrsta leik í bún-
ingi LA Galaxy?
Átján ára kalífornísk-
ur piltur varð á dögunum Banda-
ríkjameistari í keppni um að leysa
Rubik-tening í Chicago. Hann
leysti þrautina á 14,17 sekúndum
og stefnir nú á heimsmeistaramót,
segir í Los Angeles Times.
Drengurinn getur auðveldlega
leyst þrautina með annarri hendi,
leyst tvær í einu og jafnvel gert
þetta blindandi. Heimsmeistara-
keppnin fer fram í Búdapest í
Ungverjalandi, fæðingarlandi
teningsins.
43.252.003.274.489.856.000
samsetningar eru mögulegar á
Rubik-teningi.
Leysir Rubik-
tening blindandi
Lúðueldisfyrirtækið Fisk-
ey hyggst færa alla starfsemi sína
til Hjalteyrar við Eyjafjörð fyrir
haustið 2008, segir Arnar Freyr
Jónsson, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins. „Við þurfum að gera þetta
til að fyrirtækið geti stækkað og til
að auka framleiðsluna,“ segir Arnar
og bætir því við að flutningurinn
hafi verið samþykktur á aðalfundi
Fiskeyjar í maí.
Í dag rekur Fiskey seiðaeldisstöð
á Hjalteyri og klakfiskastöð á Dal-
vík auk þess sem einn starfsmaður
er í Þorlákshöfn þar sem framtíð-
arklakfiskur er geymdur. Arnar
segir að fyrirtækið ætli að byggja
upp aðra klakfiskaeldistöð á Hjalt-
eyri í stað þeirrar á Dalvík og færa
starfsemina frá Þorlákshöfn norð-
ur í Eyjafjörð.
Arnar segir að rekstrarsparnað-
urinn af því að færa framleiðsluna
nemi um fimmtán til tuttugu millj-
ónum á ári. Hann segir að fyrirtæk-
ið ætli ekki að ráða nýja starfs-
menn fyrst um sinn eftir
flutninginn, en að þeir níu starfs-
menn sem vinni hjá fyrirtækinu
muni nýtast betur.
Framleiðsluferlið í lúðueldi Fisk-
eyjar er þannig að lúðuseiðin eru
klakin út í stöðinni á Dalvík og eru
flutt þaðan í seiðaeldisstöina á
Hjalteyri. Um sex mánuðum eftir
klak, þegar lúðuseiðin eru orðin
fimm til tíu grömm, eru þau flutt
frá Hjalteyri og í eldisstöðvar
erlendis, aðallega til Noregs.
Fiskey hefur verið stærsti fram-
leiðandi lúðuseiða í heiminum frá
1998; framleiddi 550 þúsund seiði
árið 2005 eða um fimmtíu prósent
af heimsframleiðslunni. Arnar
segir að eftir flutninginn til Hjalt-
eyrar sé ætlunin að framleiða allt
að milljón seiði á ári.
Velta Fiskeyjar var um 220 millj-
ónir króna á síðasta ári, en fyrir-
tækið tapaði um sjötíu milljónum
og segir Arnar að með því að tvö-
falda framleiðsluna vonist stjórn-
endur fyrirtækisins eftir því að það
skili hagnaði. „Það er ekki spurning
að rekstrarniðurstaðan á eftir að
verða betri,“ segir Arnar.
Arnar segir að fyrirtækið þurfi
um hundrað milljónir króna til að
fjármagna flutninginn og uppbygg-
ingu fyrirtækisins á Hjalteyri.
Öllum hluthöfum í fyrirtækinu –
stærstu hluthafarnir eru Hafrann-
sóknarstofnun, Samherji og Brim –
hefur verið sent bréf þar sem þeim
er boðið að nýta sér forkaupsrétt í
hlutafjárútboði til að safna þessum
peningum.
Vilja tvöfalda fram-
leiðslu á seiðum
Lúðueldisfyrirtækið Fiskey hyggst færa alla starfsemi sína til Hjalteyrar. Stærsti
framleiðandi lúðuseiða í heimi. Ætlunin er að stækka og efla fyrirtækið.
Hulunni var svipt af fyrstu strætisvagnabið-
stöðinni sem fær nafn í gær. Hún stendur við
Verzlunarskóla Íslands, og hlaut nafnið Verzló. Gísli
Marteinn Baldursson, formaður umhverfisnefndar
og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, afhjúpaði nafn
biðstöðvarinnar.
„Við reynum að láta nöfn stöðvanna vera sem mest
lýsandi fyrir þann stað sem skýlin eru á,“ segir hann.
„Fyrir vikið eru nafngiftirnar ekki alltaf mjög
frumlegar, en gagnsæi nafnanna var látið ráða
frekar en frumlegheitin.“ Nöfn á biðstöðvar er hluti
af grænum skrefum í Reykjavík, en tæplega 140
stöðvar munu fá sitt eigið nafn á næstu tveimur
vikum.
Dómstólar í Bretlandi
fjalla nú um það hvort Jón
Ólafsson kaupsýslumaður megi
höfða nýtt meiðyrðamál gegn
Hannesi
Hólmsteini
Gissurarsyni
prófessor. Heim-
ir Örn Herberts-
son, lögmaður
Hannesar, segir
að búist sé við
niðurstöðu í
haust.
Hannes var
dæmdur til að greiða Jóni um tólf
milljónir króna í Bretlandi árið
2005. Yfirréttur ógilti þann dóm í
desember 2006 þar sem Hannesi
hafi ekki verið birt stefna með
lögmætum hætti.
Jón freistar þess nú að höfða
mál að nýju, en ekki er ljóst hvort
það stenst bresk lög.
Vill nýtt mál
gegn Hannesi
Chihuahua-hundur
bjargaði eins árs dreng frá
skröltormi á bóndabæ fyrir utan
Masonville í Bandaríkjunum.
Þetta sögðu afi og amma
drengsins við Daily Reporter-
Herald.
Í þann mund sem skröltormur-
inn ætlaði að bíta drenginn
Booker kastaði tveggja og hálfs
kílógramms chihuahua-hundur-
inn Zoey sér fyrir hann, var
bitinn í snoppuna og ýlfraði af
sársauka. Afinn heyrði í Zoey og
kom til hjálpar.
Farið var með Zoey til dýra-
læknis, en hún missti næstum
auga í átökunum við snákinn.
Smáhundur
bjargaði barni
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið
upp þann úrskurð að vinnuveitanda sé óheimilt að
rifta ráðningarsamningi við starfsmann sem hefur í
hótunum við samstarfsmenn sína á netinu. Kaupás
var í gær dæmdur til að greiða tæplega þrítugum
fyrrverandi starfsmanni uppsagnarfrest, rúma hálfa
milljón króna, en Kaupás taldi sig hafa verið í rétti
þegar samningnum var rift vegna ummæla mannsins
á bloggsíðu.
Manninum var sagt upp störfum og fékk ekki
greiddan uppsagnarfrest eftir að hann birti á
bloggsíðu hótanir í garð verslunarstjóra síns. Þar
voru lesendur hvattir til að hrækja á stjórann og til
að gera í honum símaat. Hann birti símanúmer
mannsins á síðunni auk þess sem hann hótaði honum
lífláti.
Maðurinn neitaði að hafa gert þetta, en dómurinn
taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði
verið að verki. Hann var einnig sakaður um að hafa
hengt upp miða í versluninni með hótun í garð sama
manns, en það taldi dómurinn ekki sannað.
Maðurinn byggði kröfu sína á því að hvergi væri
ákvæði um hátterni sem þetta í ráðningarsamningi
hans. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að það að
maðurinn fjarlægði ummælin af bloggsíðu skömmu
eftir að þau birtust og að þau ollu þeim sem þau
beindust að ekki miklu ónæði, ætti maðurinn rétt á
launuðum uppsagnarfresti, um 550 þúsund krónum.
Skemmdir voru
unnar á fjórum bílum á Selfossi í
síðustu viku. Gengið hafði verið
meðfram bílunum og hliðar þeirra
rispaðar endilangar með lykli.
Bílarnir stóðu nálægt hver öðrum
og telur lögregla því að um einn
skemmdarvarg, eða hóp þeirra, sé
að ræða.
Fulltrúi lögreglunnar á Selfossi
segir tjónið mismikið, en einhverj-
ir bílanna þurfi heilsprautun eftir
rispurnar. Þeir sem hafa kaskó-
tryggingu fá tjónið bætt en aðrir
þurfa sennilega að bera kostnað-
inn sjálfir, segir hann. Ólíklegt sé
að málið verði upplýst.
Rispuðu fjóra
bíla með lykli
Tveir bílar ultu í
umdæmi lögreglunnar í Borgar-
nesi í gærmorgun. Enginn
slasaðist alvarlega í veltunum.
Fyrri bíllinn valt skömmu fyrir
átta í Skorradal eftir að ökumað-
ur missti stjórn á honum í
lausamöl með þeim afleiðingum
að hann fór út af veginum.
Sá síðari valt á Vesturlandsvegi
um klukkustund síðar. Þar missti
ökumaður bílinn of langt út í
vegöxl og hrökk við þegar mölin
tók við. Hann kippti þá í stýrið
með þeim afleiðingum að bíllinn
fór hálfa veltu.
Að sögn lögreglu má rekja bæði
slysin til reynsluleysis.
Veltu bíl vegna
reynsluleysis
Yfirvöld í Líbíu vilja
fullt stjórnmálasamband við
Evrópusambandsríkin. Hefur
endurnýjun á stjórnmálasam-
bandinu verið sett sem skilyrði
fyrir framsali palestínsks læknis
og fimm búlgarskra hjúkrunar-
fræðinga til Búlgaríu. Að auki
hafa Líbíumenn krafist hærri
skaðabóta en nú þegar hafa verið
greiddar vegna málsins.
Fólkið hefur verið í fangelsi í
Líbíu í átta ár fyrir að smita yfir
400 börn af HIV-veirunni á
spítala sem það starfaði á.
Evrópusambandið telur að fólkið
sé saklaust af ákærunum.
Stjórnmálasam-
band í skiptum
fyrir fangana
Hjón í fjölbýlishús-
inu Sóltúni 5 í Reykjavík hafa
kært byggingarfulltrúann í
Reykjavík fyrir að heimila að svöl-
um í húsinu verði lokað. Hjónin,
sem búa á efstu hæð, segja með
öllu óskiljanlegt að byggingarfull-
trúinn hafi veitt leyfi fyrir
svalalokuninni án samþykkis allra
eigendanna. „Skoðanir byggingar-
fulltrúa á svalalokunun koma
þessu máli ekkert við heldur gilda
lögin,“ segir í kæru hjónanna, sem
vísa í álit kærunefndar fjöleignar-
húsamála frá í fyrra þar sem fram
kemur að samþykki allra eigenda
þurfi til þess að loka svölum á
fjölbýlishúsum.
Kæra heimild
til svalalokunar